Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 15
Tarrant lét þettd „við" eiga sig
í bili. Hann gat hugsað um það
seinna. Fraser var um þessar mund-
ir önnum kafinn við að yfirfara
möppurnar og tína allt þar út, sem
gaf til kynna ákvarðanir Selbys (
málinu.
— Hvað varð um afganginn af
hernum? spurði Tarrant. Það var
komin ofurlítil breyting ( röddina,
hún var áfram kurteisleg, en ekki
lengur afsakandl.
— Allt á víð og dreif, sagði Sel-
by. — Úr þessari láðs og lagar
flugvél sáu þeir nokkra fámenna
hópa, á göngu ( fiöllum og dölum
í kring, ( allar áttir og mismunandi
langt frá dalnum, ef til vill verða
gerðar einhverjar tilraunir til að
hjálpa þeim, eða að minnsta kosti
v(sa þeim leið, eftir þv( sem tæki-
færi gefast. En að dómi Afgahna
mun ekki nema svo sem þriðjung-
urinn komast af. Þeir, sem gera
það, verða sendir heim til sinna
landa. Um þessar mundir er verið
að hjálpa burt körlum og konum,
sem eftir urðu ( dalnum. Vafalítið
fáum við okkar menn heim, núna
næstu daga.
— Já. Tarrant hafði þegar feng-
ið viðvörun hjá starfsmanni sínum
í Kabul um það, að tveir Bretar
yrðu sendir heim innan næstu tutt-
ugu og fjögurra klukkustunda. Hann
hafði tryggt sér, að hans deild
myndi yfirheyra þá.
Selby hallaði sér aftur á bak í
stólnum. — Allt þetta, sagði hann,
— kemur til okkar í gegnum Banda-
ríkin. Það hefði átt að fara til
þeirra frá okkur, Tarrant.
— Því er ég sammála, sagði
Tarrant stuttaralega. — En það !(t-
ur út fyrir, að þeir hafi verið fúsir
að veðja á Modesty Blaise, sam-
kvæmt ábendingu Dalls. En þér
voruð ekki fús til þess, eftir ábend-
ingu minni. Hann leit sviplaust á
Selby og sagði. — Dall hlýtur að
vera meira sannfærandi en ég.
Það var löng þögn.
Tarrant minntist kaldrar, reiði-
legrar raddar Dalls, f símanum frá
bandaríska sendiráðinu f Istanbul.
— Við náðum þeim og Modesty er
í okkar sjúkrahúsi hér. Hún hefur
fengið nokkra bót, en það þarf að
gera mikla aðgerð á handleggnum
á henni og hún þarf á tannsmið
að halda. Garvin segir, að hún sé
fljót að gróa, og þau taka þetta
bæði léttilega, en þau halda bæði
eftir einhverjum hluta af sögunni.
Ég veit ekki, hvað gerðist, en ef
það er verra en það, sem ég hef
séð, hlýtur það að hafa verið djöf-
ullegt. Rödd Dalls var djöfulleg
líka. — Hún kastaði sér ( hakkavél
til að koma þessum skilaboðum út
og yfirmanns yðar vegna, hefði
hún getað gert það fyrir ekkert.
— Við höfum ekki ykkar auð-
lindir, sagði Tarrant hljóðlega.
— Þá það, þá það. Og ég veit,
að þér settuð höfuðið á höggstokk-
inn. En heyrið nú. Ég vil að hún
verði hér í sjúkrahúsinu og ég sendi
eftir beztu sérfræðingum Banda-
ríkjanna. Garvin vill það ekki og
hún fylgir honum að málum. Ætla
að fljúga eitthvað burt á morgun.
Garvin segist ætla að sjá um þetta
allt saman án nokkurrar hjálpar,
takk fyrir. Ég get ekki talið hann
ofan af því, og þegar ég tala við
hana, segir hún, að þau sjái alltaf
um sig sjálf og hún skuli hafa sam-
band við mig aftur, þegar hún sé
heil á ný. Getið þér ekki talað um
fyrir þeim, Tarrant?
— Ég er hræddur um ekki. Þau
eru mjög sjálfstæð.
— Garvin lætur sem hún haldi,
að enginn geti neitt gert fyrir hana,
nema hann sjálfur.
— Já, ég get ímyndað mér það,
en látið þar við sitja, Dall. Þau fara
eftir sínu eigin höfði.
— Ég skil það ekki. Hvaða sam-
band er milli þeirra tveggja?
Tarrant hafði hlegið, því Dall var
eitthvað svo vandræðalegur, og
hann var óvanur að verða vand-
ræðalegur.
— Það er mikil spurning. Ég
stend í mikilli þakkarskuld við yð-
ur og ég myndi svara þv(, ef ég
gæti, Dall. En látið yður ekki detta
í hug, að eigingirni Willies sé eig-
ingirni friðils. Það er aðeins vegna
þess, að hún er særð. Ef þér um-
gangizt þau tvö um hrfð, komizt
þér frekar að þvf, hvaða samband
er milli þeirra, að einhverju marki,
að minnsta kosti. Miklu betur en ég
gæti lýst þvf.
— Það lítur ekki út fyrir að ég
hafi tækifæri til að umgangast þau.
Hún sagðist myndi setja sig ( sam-
band við yður aftur, þegar hún
væri orðin heil, og þér getið verið
fullviss um, að Willie verður þar.
Viljið þér biðja hana um að hafa
samband við mig líka? Flytjið
henni . . . alúðarkveðjur mfnar.
— Sjálfsagt. Það var uppgjöf í
rödd Dalls. — Sjálfsagt, ég skal
gera það, Tarrant. Hún bað mig að
senda yður kveðjur sínar og afsök-
unarbeiðni til einhvers, sem hún
kallaði Fraser.
í skrifstofu ráðherrans rétti Selby
úr sér og hallaði sér síðan fram á
borðið. Tarrant kom aftur til sjálfs
sín. Hann sá, að Selby brosti vin-
gjarnlega til hans.
— Forsætisráðherrann heimtar
sjálfsagt persónulega skýrslu hjá
yður um þetta mál, sagði Selby. —
Ég vona, að við getum komið okk-
ur saman um innihald skýrslunnar.
Tarrant reis á fætur. Þetta var
eins og hann hafði búizt við. Selby
hafði hlaupið á sig, og þurfti nú að
þvo hendur sfnar. En Tarrant vildi
sjá blóð.
Hann minntist lýsingar Dalls á
sárum Modesty. Hann minntist fram-
komu Selbys eftir að fyrra skeyfið
barst. Hann minntist eyðanna f sög-
una, eyðanna, sem honum stóð
hreint ekki á sama um. Hann minnt-
ist þess ails, þegar hann horfði á
hinn hæstvirta Roger Selby.
— Þér getið verið þess fullviss,
að skýrsla mfn verður nákvæm og
undanbragðalaus, ráðherra, sagði
hann.
Það voru næstum sjö vikur liðn-
ar frá því að Dall hringdi frá Istan-
bul, þegar Tarrant kom út úr mót-
tökusalnum á flugvellinum f Tang-
ier. Willie Garvin beið með Mer-
cedes bfl.
— Er Dall hér, Willie? spurði
Tarrant, þegar bdlinn lagði hljóð-
lega af stað.
— Hann kom frá Bandarfkjunum
f morgun, Sir G. Modesty vonar, að
þið getið báðir eytt hér nokkrum
dögum að minnsta kosti, það er
nóg rúm.
— Hvað varð um Lucille?
— Ja Willie yppti öxlum. —
Það kom á daginn, að hún hafði
ekki mikið traust á mér og Modesty,
þegar þessu öllu var lokið, svo ég
fékk Dall til að taka við henni, áð-
ur en við fórum frá Istanbul. Sálar-
flækjufræðingarnir tóku hana að
sér og það endaði með að þeir
ákváðu, að við værum óalandi upp-
alendur.
Willie klóraði sér áhyggjufullur á
kinninni: — Svo Dall fór með hana
aftur til Bandaríkjanna og fann
góða, ameríska fjölskyldu, sem
ættleiddi hana almennilega.
— Þú maldaðir ekki f móinn?
— Nei, þetta er líklega bezt. Við
Prinsessan erum ekki mikið fyrir
börn. Og kannske höfum við aldrei
verið það.
Tarrant kinkaði kolli. — Og Mo-
desty... .7
— Fín. Hún Iftur út eins og millj-
ón dollarar.
— Mér skilst, að hún hafi staðið
f ströngu.
— Þetta var erfiður leikur. Hættu-
legur. Willie var ekki að kvarta,
þetta var aðeins atvinnumaður, sem
var að gefa hlutlæga skýrslu. —
Allir leikir geta verið erfiðir, en
þetta var eins og að bjarga sér með
bundið fyrir augun og engar hend-
ur. Við gátum ekki tekið neitt frum-
kvæði, fyrr en við komumst að því,
að þeir voru með Lucille þarna.
— En þið komuð út skilaboðum
áður.
— Ójá . . . rödd Willies hljómaði
kæruleysislega. — Okkur heppnað-
ist að koma því þannig fyrir.
Tarrant sagði lágt: — Við yfir-
heyrðum mann að nafni Carter fyr-
ir nokkru. Hann var meðal mann-
anna, sem bjargað var úr dalnum
eftir að þið drekktuð Tfgristönn.
Svo ég veit, hvernig ykkur heppn-
aðist að koma skeytunum, og ég
veit, hvernig Modesty barðist við
Tvfburana, og ég veit, hvað gerð-
ist með hana á eftir.
Willie hægði ferðina og stöðvaði
bflinn við vegarbrúnina. Hann drap
á vélinni, setti í handbremsu, sneri
sér svo f sætinu og leit á Tarrant.
— Og hvað með það? sagði hann
og lyfti augabrúnunum svolftið.
— Ég finn til hræðilegrar ábyrgð-
ar. Það var þjáningarsvipur á and-
liti Tarrants. — Ég vona að þú get-
ir skilið það.
— Ég veit það ekki. Þú hlýtur að
hafa rekið marga út í krappan leik
um dagana. Ég býst við að þó
nokkrir hafi aldrei komið aftur eða
— komið aftur með fjaðrirnar brotn-
ar. Þú hefur ekki efni á að burðast
með áhyggjur og ábyrgðartilfinn-
ingu.
— Ég geri það ekki, sagði Tarr-
ant þreytulega. Ég hef hart skurn
og get strikað yfir nöfn með styrkri
hendi, núorðið, en Modesty er ekki
einn af mínum mönnum. Fyrir mér
er hún nokkuð miög sjaldgæft. Ég
virði vináttu hennar mjög mikils.
Hann talaði með' sérkennilegum
erfiðismunum og starði beint fram-
fyrir sig, ofurlítið rjóður f vöngum.
— Ég virði hana mikils. Vafalftið
er ég gamaldags, en f Ijósi þess,
sem gerðist, á ég mjög erfitt að
horfast f augu við hana.
— Nei, aldeilis ekki, sagði Will-
ie einarðlega og kveikti í sfgarettu.
Hún mun sjá til þess. Þetta var djöf-
ulleg orrusta, en þú ert ekki ábyrg-
ur. Ekki heldur ég. Modesty stýrði
þessum leik, alla leiðina í gegn,
eina vinningsleiknum. Það sem Cart-
er sagði, skiptir ekki máli. Ef hún
getur gleymt þvf, ættir þú að geta
gert það Kka.
— Getur hún það, Willie? Getið
þið það?
Willie dró hugsi að sér sígarettu-
reykinn. — Við munum minnast
þess, eins og við minnumst svo
margra annarra hluta, sumra
slæmra, sumra ekki svo djöfullegra.
En það hefur enga þýðingu lengur.
Kúlusár, hnífsstungur, allt, . , . Við
höfum orðið fyrir ýmsu í gegnum
árin. Hann lyfti hendinni með Ijótu
öri á handarbakinu. — Þarna skar
einn út upphafsstafina sína með
rauðheitum hníf. En það kom ekki
fyrir mig. Það kom fyrir þann Will-
ie Garvin, sem var þá. Og hvaða
refsingu, sem Prinsessan hefur orð-
ið að þola í þessum leik, er það allt
annað núna. Og hún er óbreytt.
— Þú tekur þetta allt of létt,
sagði Tarrant, og allt í einu fauk f
hann. — Guð minn almáttugur, ég
vildi bara óska, að ég væri tuttugu
og fimm árum yngri, og gæti náð
taki á mönnunum sem, , . Hann
þagnaði og pataði frá sér með ann-
arri hendinni, ófær um að túlka
hugsanir sínar með orðum.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði
Willie og glotti kuldalega. — Ég
náði taki á þeim. Hann setti bflinn
f gang aftur og lagði af stað á ný.
— Veit Dall um þetta allt? spurði
Tarrant eftir stundarkorn.
— Mér kæmi það ekki á óvart.
Hann hefur sennilega komizt að
þvf núna, á sama hátt og þú. Eða
kannske Modesty hafi sagt honum
það. Það kemur okkur ekki við.
Tarrant leit á stórar hendur Will-
ies á stýrishjólinu, og honum leið
vel. Þessar hendur myndu ekki hafa
sýnt miskunn. Honum var fróun í
þeirri tilhugsun, en honum leið enn-
þá illa f maganum, vegna þess sem
framundan var: Að standa and-
spænis Modesty Blaise.
— Allt í lagi, Willie, sagði hann
og leit út um gluggann, það kemur
okkur ekki við.
Framhald á bls. 34.
5 tbl- YTTCAN 15