Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 16
■ry<-wv Tjr*"
r
Ég er framúrskarandi hagsýn og reglu-
söm manneskja. Og það er mesta lán, vegna
þess að aðrir í fjölskyldunni eru framúr-
skarandi óhagsýnir og trassafengnir.
Þetta fer ekki milli mála, það sézt lang-
leiðs að. Húsið okkar er eina húsið við
götuna, sem er í brýnni þörf fyrir máln-
ingu. Mamma er reyndar alltaf að mála,
en ekki húsveggi, því miður; stórar abstrakt
myndir eru meira við hennar hæfi. Ef hún
er ekki að mála, þá mótar hún í leir, ein-
kennilega ólögulega vasa og brjóstmyndir
af kunnum og ókunnum persónum, sem
stara á okkur tómum augntóttum frá furðu-
legustu stöðum; eldhúsborðinu, baðkars-
brúninni og yfirleitt um allt húsið.
Pabbi er rithöfundur. Hann skrifar hvorki
áróðursbækur, eða metsölubækur. Nei, hann
skrifar rómantískar ástarsögur, og til ör-
yggis skrifar hann undir dulnefni, kven-
mannsnafni. Það er reyndar ekki það eina,
sem hanr. skrifar, hann er með barnabóka-
flokk líka, sögur um litla dverginn Wumba-
tumba, sem er svo sniðugur, að hann kemst
alltaf heill á húfi úr hinum voðalegustu
mannraunum.
William bróðir minn er sautján ára, heit-
ir eftir Shakespeare. Hann er í ballettskóla.
í frístundum sínum hoppar hann og stekk-
ur um allt húsið, og ef hann hvílir sig frá
því, er hægt að veðja tíu móti einum um
að hann liggur í einhverjum legubekknum
og les ljóð — upphátt!
Jafnvel kötturinn er með einhverjar lista-
mannatilhneigingar. Hann er hræðilega for-
vitinn, sjálfráður og óútreiknanlegur. Hann
hei'tir Hamlet og hlýði því nafni, það er að
segja þegar honum sjálfum þóknast.
Ég var svo heppin að fæðast áður en
mamma fékk þessa ofurást a Shakespeare,
annars hefði ég líklega ekki komizt hjá því
að heita Ofelia. Hún hlýtur að hafa verið
mjög jarðbundin þá, að hún skyldi láta skírsv
mig svona hversdagslegu nafni. Ég heiti
nefnilega Kerstin.
Nafnið hentar mér ljómandi vel, því að
ég er sjálf ósköp venjuleg manneskja.
Mamma, pabbi og William svífa einhvers-
staðar í himinbláum geimnum, en ég stend
með báða fætur á jörðinni. Stundum finnst
mér jafnvel að ég sé rótföst.
Frá barnæsku hef ég verið undrandi yfir
umhverfi mínu. Þótt mamma reyndi á all-
an hátt að hlúa að „sköpunarhæfileikum“
mínum, fannst mér alltaf meira gaman að
leika mér að brúðum, heldur en mála og
hnoða leir. Bezta fagið mitt í skóla var
stærðfræði, og fjölskyldan leit á þessa hæfi-
leika mína með hræðslublandinni aðdáun.
— Ég skil ekki hvaðan hún hefir þennan
reikningshaus, átti mamma til með að tauta.
— Ekki er það frá mér, sagði pabbi glað-
lega.
— Ekki heldur frá mér, sagði mamma, —
ég gat ekki einu sinni lært margföldunar-
töfluna.
Að lokinni skólagöngu fékk ég vinnu á
endurskoðunarskrifstofu.
— Vesalings barnið! andvarpaði mamma.
— Að sitja og berjast við tölur daginn út og
daginn inn, það hlýtur að vera hreint sálar-
morð!
— Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði
nokkuð gott. Hún getur þá skrifað skatt-
skýrslurnar fyrir okkur, sagði pabbi.'
Þau höfðu bæði mjög óreglulegar tekj-
ur, og áður hafði fjárhagurinn verið heldur
bágborinn, og þegar ég var búin að fá fasta
’■1........ ■.. ií,i.....«
vinnu, loíaði ég sjálfri mér því, að ég skildi
koma reglu á hlutina. Þrátt fyrir æðislegar
mótbárur frá mömmu og uppreisnarnöld-
ur frá pabba, barði ég það í gegn, að við
gerðum fjárhagsáætlun, — meðal annars til
að tryggja að símareikningurinn yrði borg-
aður á réttum tíma, svo símanum yrði ekki
lokað vegna vanskila. Það hafði þrisvar
komið fyrir.
Og síminn er nauðsynlegur, sérstaklega
fyrir ástfangna stúlku. Meðal hinna grá-
hærðu, virðulegu endurskoðenda í fyrirtæk-
inu var nefnilega einn ungur maður, gjald-
kerinn. Jesper Borgström var aðeins tutt-
ugu og fjögra ára, og honum var spáð glæsi-
legri framtíð. Hann var reyndar ekki sér-
staklega glæsilegur og spennandi, eins og
til dæmis söguhetjurnar í skáldsögum pabba,
en hann hafði marga kosti; hann var hag-
sýnn, stundvís, sparsamur og traustvekjandi.
Sem sagt, við vorum lík í því. Og svo var
hann líka heiðarlegur, það fann ég, þegar
hann bað mín eftir þriðja kossinn.
Það var dásamlegt að láta sig dreyma um
örugga framtíð. Ég gat alveg gert mér ljóst
hvernig framtíð okkar yrði. Við myndum
búa í snyrtilegu raðhúsi, þar sem hver hlut-
ur væri alltaf á sínum stað, og okkar heim-
ili myndi örugglega aldrei vera ljótir gips-
karlar á eldhúsborðinu, og við myndum
heldur aldrei leyfa ballettmeisturunum að
þeysa um spegilgljáandi parketgólfin. Mál-
tíðirnar yrðu ævinlega á réttum tíma, og
allir reikningar greiddir skilvíslega, svo
maður þyrfti ekki að fela sig fyrir inn-
heimtumönnum.
Fyrsta sinn, sem ég bauð Jesper heim,
var ég dálítið taugaveikluð. Ég var ekki
viss um, hvernig hann myndi bregðast við,
þegar hann hitti þessa furðulegu fjölskyldu
mína. Og til frekari fullvissu lét ég þau lofa
mér því að haga sér eins og venjulegt fólk,
svo ég þyrfti ekki að skammast mín fyrir
þau. Þau lofuðu því, en þó með nokkrum
semingi.
En ég hefði ekki þurft að kvíða neinu.
Þegar ég kom heim frá skrifstofunni var
allt svo breytt, að ég þorði varla að trúa
mínum eigin augum, ég þekkti fólkið varla.
Pabbi var búinn að raka sig, hafði sett á sig
bindislifsi og burstað tóbakið af jakkanum
sínum, mamma var í venjulegum kjól, en
ekki í blettótta listamannasloppnum, hún
hafði meira að segja farið í hárgreiðslu, og
William var snyrtilega greiddur. Þau voru
svo áköf í því að gera mig ánægða, að ég
fékk tár í augun.
Svo hafði mamma líka lagt sig alla fram
við matinn. Ég hefi aldrei séð svo marga
potta og skólar á heimili okkar. Og árang-
urinn var líka ótrúlega góður, að minnsta
kosti var ekkert út á heita réttinn að setja.
En eftirmaturinn hefir líklega orðið henni
ofraun, blessuninni. Hún hafði hugsað sér
sítrónubúðing, en það sem við fengum var
miklu líkara venjulegri pönnuköku. Jesper
var það háttvís, að hann sagði að sér þætti
miklu betri fallnir búðingar heldur en þeir
sem væru fullir af lofti. Borðhaldið gekk
prýðilega. Foreldrar mínir hlustuðu með at-
hygli á Jesper útskýra skoðanir sínar á
Efta og EEC, þótt þau hefðu ekki hugmynd
um hvað hann var að tala.
Seinna um kvöldið sá ég Jesper koma út
úr baðherberginu, og andlit hans var skelf-
ingin uppmáluð. Ég fékk skýringuna á því
Framhald á bls. 37.
16 VIKAN 5- «*•