Vikan


Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 19
hann hvarf til hennar með þeírri yfirbyrmandi hugsun að hún vœri dásamlegri en nokkru -sinni fyrr, og heyrði honum til. Og hvernig hún hafði barizt á móti! Hvernig hún varðist! Honum fannst að hún myndi haía fengið flog, ef hann hefði reynt að ganga lengra. Hvað var það sem gerði hana svona skelfda? Var það gríman eða naínleysi hans? Eða grunaði hana að hann var í þann veginn að ljóstra upp einhverju óþægilegu? En það varð ekki annað sagt, en að hún væri að minnsta kosti laus við að heillast af honum. Það leyndi sér ekki að Þrá hennar beind- ist annað. •— Áfram, áfram, sagði hann óþolinmóður við Márann. — Ég sagði þér að við ætluðum ofar. í kjöl, alla leið að fangaklefanum. Þeir brennimerktu hana með konungsliljunni, hugsaði hann. — Hvaða glæp skyldi hún hafa íramið eða var það vændi? Hve lágt lagðist hún og hversvegna? Hvernig stóð á því að hún lenti með þessum skrýtnu mótmælendum? Hafði hún orðið óforbetranlegur syndari? Já, það leit út fyrir það. Vilji kvennanna er svo veikur....... Hann gerði sér ljóst að það yrði ekki hlaupið að því að fá svar við þessum spurningum og varð sífellt æstari yfir þeim hugsunum sem þær fæddu af sér í huga hans. — Svo hún var brennimerkt með konungsliljunni .......... Ég þekki grimmd böðulsins og hrollkalda skeifingu þeirra staða, þar sem þeir valda þjáningu og niðurlægingu. Ég þekki þá skelfingu sem karl- maður getur fundið til, þegar hann sér glóðarker full af glóheitum tækjum. Það hlyti þá svo sannarlega að vera reynsla 'fyrir konu. Hvernig skyldi hún hafa tekið því og hversvegna hafði hún orðið að þola það? Var ekki hinn konunglegi elskhugi hennar, konungurinn sjálíur, enn verndari hennar? Þeir voru næstum komnir ofan i kjöl. Þarna niðri í myrkrinu heyrð- ist ekki lengur gjálfur sjávarins. Hsinn aðeins skynjaði hann, þung- an og umlykjandi, hinum megin við byrðinginn. Hér var allt rakt. Joffrey de Peyrac minntist rakafullra hvelfinganna í pyntingarklef- um Bastillunnar og le Chatelet. Það voru andstyggilegir staðir, en þeir höfðu aldrei vitjað hans i draumum hans, síðan mál hans var dæmt. Honum var það nægileg hugsun að hann hafði sioppið frá þessu öllu að meira eða minna leyti lifandi. En fyrir konu, sérstaklega Angelique! Hann gat ekki ímyndað sér .hana á jafn hræðilegum stað. Höfðu þeir varpað henni á kné? Höfðu þeir svipt hana klæðum? Hafði hún æpt mjög hátt eða veinað af sársauka? Hann hallaði sér upp að slepjuðum rafti og Arabinn, sem áleit að húsbóndi hans ætlaði að skoða það sem geymt var við þennan gang, lyfti upp luktinni. 1 birtunni sáu þeir kistur, sem raðað var hverri ofan á aðra, girtar og járnslegnar, en þarna voru einnig glitrandi hlutir, rammlega fest- ir, svo þeir rynnu ekki til, hlutir sem ckki varð auðséð í íyrstu, hvað voru. Svo kom í ljós að þetta voru skurðmyndir og áhöld; þarna voru armstólar, borðvasar, allskonar aðrir hlutir, flestir úr skíru gulli, sumir úr platínu. Flöktandi skíman af luktinni vakti ylmjúkan góð- málminn til lífsins, málm sem hvorki sjór né salt getur eytt. — Er húsbóndi minn að skoða dýrgripi sína? spurði Márinn. — Já, svaraði de Peyrac, sem satt bezt að segja sá ekkert. Hann hélt áfram og svo allt i einu, þegar hann rakst á þykka, koparslegna hurð við enda gangsins, náði reiðin yfirtökum á honum. — Heiil skipsfarmur af gulli glataður. Hinn spánski bréfavinur hans myndi bíða árangurslaust eftir hon- um. Vegna þessa fólks frá La Rochelle hafði hann lagt af stað heim aftur, án þess að ljúka erindi sínu, síðustu ferðinni með gullfarm, og án þess að hafa gert verzlunarsamninga fram í tímann, og hann hafði gert allt þetta vegna konu, sem hann taldi sér trú um að hann hefði ekki lengur áhuga fyrir. Og þó hafði engin kona komið lionum til að hlaupa eins hræðilega á sig i viðskiptum. Bn Húgenottarnir skyldu fá að borga fyrir það! Og allt skyldi fara vel að lokum. 11. KAFLI Með einum fingri renndi hann hljóðlaust til hliðar hleranum yfir gægjugatinu i hurðinni og lagði augað að því. Fanginn sat á beru gólfinu, við hliðina á stóru luktinni, sem sá honum fyrir Ijósi og yl, þótt hvorugt væri i ríkum mæli. Hlekkjaðar hendurnar hvíldi hann á hnjánum; hann var þolinmæðin uppmáluð, en Joffrey de Peyrac treysti því ekki. Hann hafði kynnst of mörgum eintökum hinna mannlegu dýrategunda, til Þess að hann þyrfti lengi að velta fyrir sér skapgerð manna, sem hann hitti í fyrsta sinn. Reiðin vall fram í honum aftur eins og þykkur foss, þegar honum varð hugsað til þess að Angelique, sem eitt sinn var svo vandfýsin og smekkvis, skyldi geta elskað þennan drumbslega Húgenottadrjóla. Að sjálfsögðu hafði hann séð Húgenotta í næstum hverju heims- horni. Þótt ekki væri auðvelt að umgangast þá, né þeir skemmtilegir í viðkynningu, voru þeir allir mjög viljastyrkir. Hann dáðist að við- skiptaviti þeirra, sem var sameiginlegt með öllum hópnum, að víð- tækri menntun þeirra og tungumálakunnáttunni, þar sem hann, fransk- ur aðalsmaður, hafði marg rekið sig á, að svo margir af fyrrverandi jafningjum hans og trúbræðrum, voru undursamlega fávísir og ófærir um að gera sér í hugarlund, að hugsandi menn og konur væru til utan við' þeirra þrönga hring. En ofar öllu dáðist hann að þeim sterku kenndum, sem sameigin- leg trú, með ströngum siðareglum, og ofsóknum víðast hvar, tengdu milli þeirra. Ofsóttir minnihlutar eru salt jarðarinnar. En hvað var kona af aðalsættum, og meira að segja kaþólsk eins og Angelique, að gera meðal oístækisfullra gleðimorðingja? Hversvegna hafði hún ekki tekið til á ný við glæsilega framagöngu sína við hirðina, eftir undankomu sína frá Islam, sem gekk kraftaverki næst, og sem hún haíði steypt sér út í, guð mátti vita hversvegna? Þegar hann haíði hugsað um hana var það alltaf þannig sem hann hafði séð hana: 1 konunglegum ljóma, undir ljósum Versala og oft hafði hann slegið því föstu að hún hefði verið sköpuð fyrir þessháttar lif. Að hvaða marki hafði hin unga, framgjarna stúlka, sem var rétt að byrja að gera sér grein fyrir valdi sínu, meðvitað ákveðið að komast í hylli konungs- ins, þegar hann hafði tekið hana með sér í brúðkaup Lúðvíks XIV í Saint-Jean,de-Luz? Hún var þegar hin fegursta og bezt klædda allra kvenna; en gat hann státað af því að hafa unnið hið unga hjarta hennar að fullu og öllu, að eiliíu? Var nokkur leið að gera sér grein fyrir þeim margbreytilegu draumum, sem hinar ýmsu konur grund- valla hamingju sina á? Æðsta takmark einnar getur verið perluháls- íesti, annarrar að konunginum þóknist að líta á hana, þriðju að hún njóti óskiptrar ástar eins manns; fyrir fjórðu getur hamingjan verið fólgin í einföldum störfum heimilisins, til dæmis því að geta gert góða sultu ...... En hvað um Angelique? Hann hafði aldrei getað gert sér fulla grein fyrir því sem gerðist bak við slétt, fíngert ennið, þessarar barnungu konu sinnar. Þegar hann síðar, miklu síðar komst að því að hún hafði öðlazt það sem hún hafði óskað eftir i Versölum, sagði hann við sjálfan sig: -—• Það er ekki nema rétt. Þegar allt kemur til alls, er það ekki nema það sem hún var sköpuð fyrir. Hafði hún ekki verið kölluð fegursta ambátt- in á Miðjarðarhafinu, allt frá upphafi? Hún var ríkmannleg, jaínvel þegar hún var nakin. Að rekast allt í einu á hana, klædda eins og þjónustustúlku, í tengslum við Biblíu- sönglandi koníaks- og saltkaupmann, var honum nóg til að efast um að hann væri með öllum mjalla! Hann myndi aldrei gleyma þvi hvernig hún hafði litið út, þegar hún kom til hans, hrjáð og rennandi blaut. Vonbrigði hans voru svo mikil að hann hafði ekki einu sinni vorkennt henni. Maltverjinn sem var á verði utan við fangabúrið kom til hans með lyklakippu í hendinni. Rescator gekk inn i fangaklefann og Gabriel Berne leit á hann. Þrátt fyrir fölvann i kinnum hans voru augun enn skýr. Þeir störðu þegjandi hver á annan. Berne var ekkert að flýta sér að spyrja hversvegna hann hefði orðið að þola þessa óbærilegu þján- ingu. Hann var löngu kominn yfir það. Ef maðurinn með dökku grímuna gerði sér ómak að koma að finna hann, var hann viss um að það var ekki aðeins til að setja ofan í við hann eða ógna honum. Nokkuð annað stóð á milli þeirra — kona. Gabriel Berne virti fyrir sér hvert smáatriði i sambandi við klæða- burð andstæðingsins. Hann hefði getað verðlagt fötin, næstum upp á eyri. Ailt var af bezta gæðaflokki — leðrið, flauelið og klæðið. Stíg- vélin hans og beltið vorlu frá Cordoba og virtust hafa verið gerð eftir t máli. Flauelið i stakknum hlaut að vera frá Italíu, nánar tiltekið frá Messínu, hann hefði þorað að veðja um það. Þrátt fyrir áreynslu Monsieur Colberts gat enginn í Frakklandi framleitt svona flauel. Jafnvel griman var á sinn hátt meistarastykki, í senn stíf og finlega gerð. Hvert sem andlitið undir grímunni var, hlutu íburðarmikil klæð- in og limaburður mannsins sem bar þau, að heilla konur. Þær eru allar svo veikgeðja og ístöðuiausar, hugsaði Maitre Berne beizklega, jafnvel þær sern virðast skynsamastar. Hvað haíði gerst um nóttina mili þessa sjóræningja, svo tungulipur sem hann var og vanur að safna um sig konum, eins og aðrir söfnuðu talnaböndum eða fjöðrum í hattana sína, og Dame Angelique, hins fátæka útlaga, sem átti bókstaflega ekkert? Aðeins tilhugsunin um það, sem gæti hafa gerzt, hafði það í för með sér að Maitre Berne kreppti hnefana og ofurlitiU litur hljóp í fölt andlit hans. Rescator laut niður og kom við stakk Maitre Berne, sem var stifur af storknuðu blóði. — Sár yðar hafa opnast á ný, Maitre Berne, og hér eruð þér í iðr- um skipsins. Þér hefðuð átt að hafa vit á Þvi að brjóta ekki skips- agann, að mirmsta kosti ekki síðustu nótt. Þegar skip er í hættu, er augljóslega skýlaus skylda farþeganna, að stofna ekki til neinskon- ar vandræða eða trufla á nokkurn hátt stjórn skipsins, þar sem það gæti stofnað lífum allra í voða. Kaupmaðurinn var ekki á þvi að biðjast vægðar. — Þér vitið hversvegna mér fór þannig. Þér hélduð einni af kon- unum í okkar hópi, óhæfilega lengi í híbýlum yðar, konu, sem þér höfðuð sent boð eftir á jafn frekjulegan hátt og hún væri ambátt yðar. Hvaða rétt hafið þér til að haga yður þannig? — Ég gæti svarað því. Rétt Þess æðstráðandi ....... Rescator brosti sínu kaldhæðnislegasta bi’Osi. — ..... eða þann rétt, sem ránsmaðurinn hefur á feng sínum. — Við trúðurri yður fyrir okkur, sagði Berne, — og ......... — Nei! Svart.klæddi maðurinn dró íram stól og settist nokkur skref frá fanganum. 1 daufri týrunni frá luktinni var mismunurinn milli þeirra meir áberandi: Annar axlabreiður og kraftalegur vexti, en hinn fimleg- ur og vaskur, bak við varnai’múr kaldhæðninnar. Þegar Rescator sett- ist veitti Berne því athygli hvernig hann sveiflaði stakknum aftur fyi’ir sig og lagði höndina eins og af tilviljun með þóttafullri hreyfingu á silfurskeftið á löngu pístólunni. — Hann er aðalsmaður, sagði hann við sjálfan sig. — Hann kann að vera glæpamaður en hann er tiginborinn, á því er enginn vafi. Hvað er ég í samanburði við hann? — Nei! endurtók Rescator. — Þið trúðuð mér ekki fyrir ykkur. Þið þekktuð mig ekki einu sinni og þið gerðuð ekki samning við mig. Þið hlupuð einfaldiega um borð hjá méi', til að bjarga lífum ykkar; það er allt og sumt. En látið yður ekki detta í hug að ég ætli að bregð- ast ykk.tr með gestrisnina, úr því ég lét það viðgangast. Þið hafið betra athvarf og fáið betri mat, en mín eigin áhöfn, og enginn kvenna ykk- ar eða dætra getur kvartað yfir því að hún hafi verið áreitt, ekki einu sinni að henni hafi verið sendur tónninn. — Nema Dame Angelique. ■— Dame Angelique er ekki einu sinni Húgenotti. Ég þekkti hana löngu áður en hún fór að vitna í Biblíuna. Ég lít ekki á hana sem eina qf konum ykkar. — En hún verður bráðlega konan min, mótmælti Berne kröftug- lega, —■ og í krafti Þess verð ég að vernda hana. 1 gærkvöldi hét ég að hrifsa hana úr klóm yðar ef hún yrði ekki komin aftur til okkar innan Kiukkustundar. Hann hallaði sér áfi-am og það glami'aði I keðjunum, sem hann hafði um hendur og fætur. Framhald á bls. 44. 5. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.