Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 8
Fyrir dansinum
léku Skafti Ólafs-
son og Jóhannes
Pétursson, og: þeir
létu ekki sitt eftir
lig&ja . . .
... svo sem sjá má
á þessari mynd,
þar sem Jóhannes
leiðir marsinn
með fulltingi
nikkunnar.
Snemma í vetur var Páll Guð-
mundsson, skólastjóri í Mýrar-
húsaskóla að rabba við nem-
endur sína um ræðu, sem Jónas
Árnason flutti á þingi um það,
að hinir ýmsu aldursflokkar
landsmanna væru nú orðnir svo
sundurleitir og ósamstæðir, að
þeir gætu ekki einu sinni skemmt
sér saman lengur. Af rabbi Páls
og nemendanna spannst síðan
sú hugmynd, að nemendurnir
byðu foreldrum sínum til
skemmtunar, svona til að aðgæta,
hvort hægt væri að skemmta
sér með slíkum öldurmennum.
Fyrst í desember varð svo af
þessari skemmtun, og var vel
mætt. Nemendur buðu upp á
skemmtiatriði, kaffiveitingar og
dans, og allir skemmtu sér kon-
unglega. „Öldurmennin“ töldu
skemmtunina einkar vel heppn-
aða og ánægjulega, en ungling-
arnir sögðust aldrei hafa skemmt
sér betur á balli. Og það hefur
meira að segja kvisast, að mæð-
ur nemendanna hafi í bígerð að
efna til annarra slíkrar skemmt-
unar, þar sem „gamla fólkið"
verði þá gestgjafar.
Til skemmtunar höfðu nem-
endur Mýrarhúsaskóla undir-
búið eins konar annál undir
stjórn Borgars Garðssonar, sem
í vetur annast kennslu í fram-
sögn og sér um leiklistarklúbb
í skólanum. Annállinn var á
þann hátt gerður, að greint var
frá nokkrum viðburðum á tíu
ára fresti aftur í tímann, og
jafnframt sýndur dans þeirra
tíma og söngvar sungnir. Af
öðrum skemmtiatriðum má
nefna spurningakeppni milli
nemenda og foreldra, sem lauk
með sigri — nemenda. Að kaffi-
veitingum loknum var stiginn
dans af miklu fjöri og voru ung-
ir jafnt sem aldnir á gólfinu í
einu og bar ekki á neinni að-
skilnaðarsteínu.
Keppni milli kennara og nemenda.
Ljósmyndir:
Kristján Magnússon
Dansað sjeik í Mýrarhúsaskóla. —
Fremst á myndinni sjcikar Páll
Guðmundsson, skólastjóri, við eina
námsmeyjanna.
"INGLINGABOBI
QLDURMENNI
8 VTKAN 5-tbí'