Vikan


Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 01.02.1968, Blaðsíða 20
Njósnaflugvélin SR-71 er framleidd af Titan-málmi, sem.þolir jafnvel mesta hita. Það er ekki kunnugt hvað þessi flugvél kemst hraðast, en það er öruggt að hún nær fjórum sinnum hraða hljóðsins. „Fljúgandi baðker“, eða M-2, sem vélin heitir raunverulega. Ef allt gengur að óskum er það meiningin að þessa vél sé hægt að nota sem trjónu á geimför. Þá verður komið fyrir í vélinni þotumótor, svo að geimfaramir geti lent örugglega á þeim stað sem þeir óska sér. v Konurnar í bænum við Ed- wards flugherstöðina í Kali- forniu lifa í eilífri angist um líf eiginmanna sinna. Þeir fljúga til reynslu nýjustu her- flugvélum Bandaríkjamanna. Með hljóðhverfuhraða þreyta þeir flugvélarnar til hins ýtr- asta .... Margir hinna hugrökku reynsluflugmanna, sem hafa lagt upp frá hinum leynilega flug- velli hersins, nálægt Los Angel- es, hafa ekki komið lifandi heim aftur. í litla bænum við flugvöllinn er götunum gefið nafn eftir flug- mönnunum, sem farast. Nú ligg- ur fyrir að gefa fjórum götum nafn; fjórir flugmenn hafa farizt á síðustu sjö mánuðum. Tveir þeirra, Walker og Cross, fórust í sama slysinu. Það vakti undrun um allan heim, þegar það fréttist, að hin geysistóra JB-70A, hraðfleygasta sprengjuflugvél í heimi, hafði steypzt til jarðar eftir árekstur við orrustuþotu, sem var í fylgd með henni. Cross major var aðstoðarflugmaður á risaflugvélinni, en Walker sat við stýrið á F-104 Starfighter, sem á einhvem óskiljanlegan hátt rakst á sprengjuflugvélina. FURÐUFLUGVÉLIN. Það var einkennilegt, að ein- mitt Walker skyldi farast með svo venjulegri flugvél, sem F-104 er. Nafn hans var mjög tengt hinni ævintýralegu X-15, — furðuflugvélinni, sem hann flaug meira en 25 sinnum, og kom upp í meiri hraða og hæð en nokkur önnur flugvél hafði náð. í X-15 náði Walker 116 kílómetra hæð og rúmlega sexföldum hljóð- hraða. Eins og kunnugt er, tekur X-15 ekki af stað með eigin vélarafli, heldur er henni lyft með B-52, 8 hreyfla sprengjuflugvél, sem reyndar er sú flugvélartegund, sem notuð er til árása á Norður- Vietnam. X-15 er endurbætt útgáfa £if X-l, sem fyrir 20 árum rauf hijóðmúrinn yfir Mojava eyði- mörkinni, og er ekki venjuleg flugvél, heldur sambland af orr- ustuþotu og eidflaug. Með snubb- óttum vængjum og fjórblaða stéli er hún líkust tundurskeyti. Þegar flugvélin nær hámarks- hraða, verður furðulegt fyrir- brigði, sem hlýtur að taka mjög á taugar flugmannsins. Plöturn- ar í flugvélarskrokknum hrukk- ast, einna Hkast þvottabretti, en réttast svo aftur, með hræðileg- um hávaða. Það er hin geysilega mótstaða loftsins, sem orsakar þetta, og tæknifræðingunum er þetta vel ljóst. Þeir taka það með í reikninginn, og X-15 er þannig byggð, að hún þolir þetta stór- kostlega álag, og miklu meira, ef á þarf að halda. Fram að þessum tíma hefur þessari eldflaugar-vél verið flog- ið til reynslu meira en 200 sinn- um, án þess að nokkur sérstök óhöpp hafi komið fyrir. Tækni- fræðingarnir reikna með að geta náð áttföldum hraða hljóðsins, þegar reynsla er komin á þær. Maðurinn, sem nú flýgur þess- 20 VIKAN 5 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.