Vikan


Vikan - 08.02.1968, Page 9

Vikan - 08.02.1968, Page 9
CHEVROLET CHEVELLE MALIBU Ef maður ætlar að kaupa Chevrolet USA, er ekki nóg a3 greina fró því; þetta eina merki býður nefnilega upp á 41 undirgerð, allt frá sport- bílnum Corvette Sport upp í lúxusmódelið Ca- price. Chevellan hefur orðið vinsæl hér og verð- ur sennilega áfram í nýju fötunum sínum, þótt gangverkið sé að mestu óbreytt. Þið getið valið um 14 Chevelluafbrigði og vélar frá 140 til 350 ha SAE. BMW 1600 GT Það er ekkert leyndarmál, að BMW verksmiðj- urnar voru í ærnum f járhagskröggum fyrir skemmstu. En nú er allt komið í liðinn á nýjan leik. Salan vex jafnt og þétt, BMW er á uppleið. Og þótt framleiðslan sé ekki gífurleg á alþjóð- legan mælikvarða bjóða verksmiðjurnar upp á ýmsar gerðir: 166 Tl, 1600 Cabrio, 1600 GT og lúxusbílinn Glas BMW 3000 V 8. Hér er mynd af BMW 1600 GT. Hann má kallast framhald af Glas 1300/1/00 GT. Útlitið er nokkuð breytt, og i bilnum er að finna sama mótor, gírkassa og afturöxul og í BMW 1600 Tl, sem hefur einstaka aksturshæfni. Vélarorka 1600 GT er 105 ha DIN, viðbragðið frá 0—100 er 11,2 sekúndur. Hámarkshraði er kringum 190 km/kls. V0LV0 142 Nei, þetta er ekki prentvilla. Þeir kalla tveggja dyra útgáfuna af Volvo 144, Volvo 142. Og tveggja dyra útgáfan er eina nýung þessarar gerðar '1968, enda er bíllinn svo að segja ný- kominn á markaðinn og mjög vel úr garði gerð- ur í upphafi. F0RD FALCQN FUTURA Einu sinni sagði íslenzkur bílaáhugamaður: — Amerískur Ford getur ekki verið lélegur. Svo mikið er víst, að Falcon er vinsæll bíll og skemmtilegur, vélin hreint afbragð, 120 ha. — Breytingin er ekki mikil í ár, ofurlítið að fram- an, ásamt nýjum framstuðara og að aftan eru komin ferköntuð afturljós. SK0DA 1100 MB DE LUXE í haust kom fram aflmeiri útgáfa af Skoda 1000, með 52 ha SAE vél móti 48 ha áður, hámarks- hraði verður nú um 135 km/klst móti 125 áður. Að öðru leyti eru 1000 MB og 1100 MB næst- um því eins. I JEEPSTER Kannski ekki beinlínis augnayndi, en býður upp á ýmsa góða kosti. Fólksbill að vissu marki og jeppi að vissu marki, blandar eiginleikum þess- ara tveggja gerða furðu vel saman. Þegar hann er kominn með 160 ha V 6 vél og Turbo Hydra- Matic sjálfskiptingu í viðbót við fjórhjóladrifið tekur varla nokkur hliðstæða honum fram. SAAB 96 I stórum dráttum er hinn harðgerði og vinsæli bill ekki mikið breyttur; rúðurnar að framan og aftan stækkaðar og það var nú gott. Oryggið er nú sem fyrr aðall SAAB, bíll, sem tekur hon- um fram að öryggi verður tæpast fundinn. — SAAB var einn þeirra fyrstu, sem kom með tvö- falt bremsukerfi, nú bætir hann við varnaðar- Ijósi, sem á að kvikna, ef eitthvað kemur fyrir annað hvort kerfið. Til þess eru þó litlar likur, þvi bremsurörin eru nú lögð innan í hliðum bíls- ins en ekki undir botninum eins og áður. Það hefur í för með sér útilokun á skemmdum af steinkasti eða öðru slíku og miklu minni likur á tæringu. Og svo er þetta mjög endingargóður bill miðað við sæmilega meðferð og prýðilegt að aka honum. MATRA M 530 Óþekktur bill hérlendis. Þetta er franskur sport- bíll með þrjú ár að baki, snöggur, hraðskreiður og liggur vel. Hann er með V 4 vél úr þýzkum Ford og getur farið kílómeterinn á 34 sekúndum. 6. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.