Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 5
unciR
UEGFHREnDUR
Umferðarskólinn Ungir Veg-
farendur er til þess stofnaður að
bjarga börnunum okkar og forða
þeim frá slysum í umferðinni.
Það er uggvænlegur sannleikur,
að mikill meiri hluti þeirra
barna, sem verða umferðarslys-
um að bráð, er undir bamaskóla-
aldri. Hættulegasta skeið manns-
ævinnar í umferðinni er frá því
að barnið fer að leika sér úti
þangað til það fer í skóla, og svo
aftur, þegar kemur fram á elli-
árin.
Ekki er þessi staðreynd þó
endilega sönnun þess, að tvisvar
verði gamall maður bam, því
þegar gamla fólkið okkar núna
sleit bamsskónum, var umferð-
in mjög á annan veg. Það hefur
því ekki fengið þá undirstöðu í
umferðarfræðslu, sem er nauð-
synlegt vegamesti í nútíma þjóð-
félagi.
Með því að kenna börnunum
okkar undirstöðuatriði umferðar-
innar jafnskjótt og þau hafa
þroska til að skilja þau, stefnum
við ekki aðeins að slysalausri
bernsku og manndómsáram,
heldur hljóta þau einnig að verða
öruggari vegfarendur þegar ellin
svífur að.
Umferðarskólinn Ungir Veg-
farendur er tii orðinn með sam-
Ilalli, Lalli, Tralli, Malla og Kalla eiga heima á tjörninni og utan um tjörnina
er lokaður garöur. Þau mega leika sér á tjörninni og í garðinum en ekki fara
út á götuna, því þar geta þau orðið fyrir bílunum. Pabbi eða mamma eiga að
passa þau voða vel, og ef þau geta það ekki alltaf sjálf, biðja þau stóru krakk-
ana sem eru að leika sér í garðinum, að passa Halla, Lalla, Tralla, Möllu og
Köllu á meðan. — Límið andapabba og andamömmu og andabörnin á tjörnina
(sjá mynd) en börnin og húsið í garðinn.
V
starfi allra hreppa á höfuðborg-
arsvæðinu og Barnavinafélagsins
Sumargjafar. Það er Umferðar-
nefnd Reykjavíkur, sem átti
frumkvæðið, en fyrirmyndin er
sótt til Noregs og Bretlands, þar
sem hliðstæðir skólar hafa verið
reknir um skeið með heillavæn-
legur árangri.
Mörgum hefur komið spanskt
fyrir sjónir, að bjóða 3—6 ára
börnum upp á eins konar bréfa-
skólaform, því fæst þeirra eru
læs. En hvernig á að vera hægt
að ná til þessara barna, ef for-
eldramir sinna því ekki sjálfir?
Það eru of fá börn á leikskólum
á þessu svæði, til að hægt sé að
ná til þeirra þá leiðina. Þess
vegna er það eðlilegt úrræði, að
senda börnunum smekklegt
fræðsluefni, sniðið við þeirra
stakk, efni, sem þau geta lagt sér
til skilnings með aðstoð foreldr-
anna.
VIKAN ætlar sér einnig að
leggja nokkurt lið, með því að
skýra að nokkru það efni, sem
bömunum verður sent.
Hér fylgja með þau fjögur
spjöld, sem send verða til hinna
ýmsu aldursflokka. Þeim fylgja
límmiðar, sem líma skal á rétta
staði á spjöldunum. Hér hafa
límmiðarnir verið settir á rétta
staði. Að neðan til hægri eru svo
tvö spjöld, sem senda verða út,
til vinstri er klippispjald, sem
börnin eiga að setja saman, og sé
það rétt gert, er hægt að láta
snáðann líta til beggja handa. Og
hægra megin er svo mynd af
þremur andabörnum, sem færa
vinum sínum afmæliskveðju.
6 ára börnin fá einnig ævin-
týrið um Halla, Lalla, Tralla,
Möllu og Köllu, en svo nefnast
andabörnin, sem hjálpa til við
kennsluna í umferðarskólanum.
Þegar Halli, Lalli, Tralli, Malla og
Kalla þurfa að fara yfir götu,
kenna mamma og pabbi þeim að
fara hvergi yfir nema þar sem
merktar gangbrautir eru og gá vel
í báðar áttir fyrst. Þegar enginn
bíll er að koma eða þegar allir
bílar eru stanzaðir, ganga Halli,
Lalli, Tralli, Malla og Kalla yfir
beinustu leið, en passa að hlaupa
ekki, því þá geta þau kannski
dottið eða hlaupið fyrir bíl, sem
þau sáu alls ekki. — Límið anda-
börnin á gangbrautina og pabba og
mömmu sitt hvorum megin.
4 VIKAN
8. tbl.
ern merkter. SumsTtaðaTTTTTtrTaðaT g ganSbrau‘h
sums staðar með strikum sitt hvorum mee.n nfca'lgbrantir ~ ‘ebrabrautir _
gylltum bólum. En ailir verða að passa að fara TT*"5 !taðar með s‘órum og
ohætt og aldrei að hlaupa, heldur gTve, báða T á-6ÖtUna Dema ÖUu se
hvort nokkur bíll cr að koma, sem ekki ætíar að f2 & leiðinnl tu <‘ð vita
er a„ra bezt, þegar iögregian gefur meTiTT £ ^yfiT ga"gbrantina- bað
þegar ijósið á móti er grænt. Það má alls ckki T BÖtu ncma
rautt. Og alltaf, þegar farið er yfir götu á að T T ’ Þegar Það er gnlt eða
ekk, að biða lengi, en ekki hlaupa því ‘þá getuTJ SV° ** b£larnir burtl
h«ng um sig, og kannski getur maður iíka d T T' * Séð n6gn vel 1
sem er grænt. ka dottlð- Það er alltaf neðsta Uósið,
8. tbl.