Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 46
Pðlumr briár uggur, í fyrsta skipti í sögunni 100%. Það er aðeins að fara nákvæmlega eftir leiðarvísinum, ein pilla á dag í þrjár vikur og síðan hlé í eina viku, en í þeirri viku koma blæðingar, nokkurs konar tíðir. Þar sem ekkert egglos verður, eru það ekki tíðir í venjulegri merkingu, enda oft minni og þægilegri. Blæðingin er slímhimnulos úr leginu, sem hefur verið að búa sig undir að fóstra eggið þar — sem svo ekkert var. Það væri hægt að koma alveg í veg fyrir blæðingu með því að taka pillurnar stanzlaust, en ekki er það talið óhætt, því að of mikið af hormónum gæti þá safnazt fyrir í líkamanum og valdið tjóni. Nokkra daga má þó fresta tíðum ef þannig stendur á, að skaðlausu. Raunverulegar tíðir koma hálfum mánuði eftir að hætt er að taka pillurnar. Hver pilla inniheldur nægt efni til að hindra eggframleiðslu ( einn sólarhring, en eftir það hættir hún að hafa áhrif. Þó er nóg að taka hana tólf tímum seinna, ef gleymist að taka hana í eitt skipti, t. d. að kvöldi, og þá morguninn eftir. Líði lengri tími verður að byrja á ný, og líður þá vika þar til fullt öryggi fæst. Eðlilegt er að marg- ar spyrji hvernig fari, verði konan ófrísk, en haldi áfram að taka pillurnar. Það er ekki vitað til að fóstrið bíði neitt tjón af því. Gildi þeirra sem læknislyf. Það má ekki gleyma því, að auk þess að hindra getnað, hafa pillurnar töluvert gildi sem læknislyf við ýmsum hormónatruflunum. Verkir og taugaspenna við tíðir minnka, þar sem ekk- ert egglos verður. Mjög mikil og óregluleg blóð- lát er hægt að minnka og laga með pillunum. Konur á breytingatímabilinu um fimmtugt hafa af þeim mikil not, og jafnvel konur, sem komnar eru yfir það tímabil, nota þær með oft undra- verðum árangri. Það er kannski of sagt, að búið sé að finna leið handa konum til að verða ungar fram í háa elli, en margir læknar halda því fram, að miklu sé hægt að koma til leiðar með pillun- um. Þær auðveldi breytingatímabilið og yngi konurnar upp, komi I veg fyrir ýmsa aldurs- sjúkdóma, svo sem beinarýrnun, hjartasjúkdóma og ýmiss konar andlega veiklun og hrörnun. Þótt það hljómi kannski undarlega, hafa þær einnig með góðum árangri verið notaðar við ófrjósemi kvenna. Það er í þeim tilfellum, þegar um hormónatruflun er að ræða og eggjastokk- arnir starfa ekki eðlilega. Með lyfinu fá þeir fullkomna hvíld og nýja starfsorku á eftir. Það verða þær konur líka að hafa í huga, sem taka sér „hvíld" inn á milli frá pillunum, e. t. v. einn og einn mánuð. Þann mánuð er hugsanlegt að þær verði að vera sérstaklega varkárar, vilji þær ekki eignast barn. Pillurnar eru yfirleitt ekki teknar meðan konan hefur barn á brjósti, því að þær trufla þá starf- semi líka. Sú nákvæmni, sem þarf við notkun þeirra, og það hve tiltölulega dýrar þær eru, hefur komið í veg fyrir að þær yrðu almennar þar sem þeirra er mest þörf, en það er hjá frumstæðum og fá- fróðum þjóðum. Þar er fólksfjölgun víða alvar- legt vandamál. Reyndar sjá óvelkomin börn enn dagsins Ijós, bæði hér og annars staðar, þrátt fyrir þessa fullkomnu vörn, en hún er ekki alveg gallalaus, eins og sjá má hér á eftir. Þess vegna er lika verið að leita eftir enn auðveldari leiðum og virðast þær vera á næsta leyti. Hverjir eru ókostirnir? Allir sjúkdómar, sem hugsanlega gætu stafað af pillunum, hafa verið til athugunar í flestum löndum. M. a. þess vegna er það mikilvægt, að konan hafi samráð við lækni sinn um töku pill- unnar. Reyndar fást þær ekki nema eftir lyfseðli, en komið getur fyrir, að læknar gefi út lyfseðil fyrir þeim gegnum sfma, án þess að þekkja heilsufar konunnar, og getur það ekki talizt æskilegt, nema þá um mjög stuttan tíma. Ymsar tilgátur um afleiðingar lyfsins hafa ver- ið bornar fram, en sumar þeirra hafa reynzt til- hæfulausar með öllu, eftir því sem bezt er vitað. Það virðist t. d. ekki vera neinar líkur til þess, að lyfið valdi krabbameini í legi eða brjóstum, nýjustu rannsóknir benda frekar til þess að það varni því. Þó er það talið mjög mikilvægt, að konan fari í móðurlífsrannsókn áður en hún tek- ur lyfið. Smáblæðingar koma oft af því í byrjun, en það sama gildir líka um krabbamein, þannig að blæðingar, sem konan héldi að stöfuðu af lyfinu gætu verið frá krabbameini, sem hefði verið þar fyrir. Gæti því verið að hún sinnti ekki þeim krabbameinseinkennum og kæmi þá of seint til lækninga. Gula eða sjúkdómar í lifur hafa verið nefndir sem ein afleiðing lyfsins. Það má til sanns vegar færa, þar sem konum með sjúka lifur getur versnað við töku þess, en það veldur ekki veik- inni, sé hún ekki þar fyrir. í þeim tilfellum gefur læknir konunni ekki þessar pillur. Migrenusjúklingar fá stundum tíðari höfuð- verkjarköst, einkum á dögunum sem pillurnar eru ekki teknar inn á milli, og það kemur fyrir að konan þolir pillurnar illa í magann. Aukin klæðaföll og erting í fæðingarvegi koma stundum fyrir við notkun pillanna. Sumar konur kvarta um þunglyndi og önug- lyndi við töku pillanna, en þess ber líka að geta, að pillurnar geta einmitt bætt sálarástand, eink- um hjá þeim, sem mikil taugaspenna fylgir tíð- um og egglosi. Flökurleiki og eymsli í brjóstum má telja nokk- uð eðlilegt í byrjun, þar sem ástand konunnar er eiginlega það sama og við þungun. Margar konur hætta þó við þær einmitt vegna þessara óþæginda. Sem dæmi um það, hve líkamsástand konunnar er svipað því að hún væri vanfær, má nefna að hár hennar tekur oft verr við perman- entliðun meðan hún tekur pillurnar, alveg eins og það gerir meðan hún gengur með barn. Ein alvarlegasta tilgátan er þó sú, að lyfið geti valdið blóðtappa. Það hefur ekki verið sannað, en sé nokkuð til í því, er álitið að það hafi ein- göngu áhrif á minni og ytri æðar, þar sem slíkt er ekki eins hættulegt og ef um stórar aðalæðar væri að ræða. Þó má benda á það, að þungun getur í sumum tilfellum aukið likur á blóðrásar- truflunum, t. d. hjá konum með æðahnúta, svo að hugsanlegt er að lyfið geti haft einhver áhrif í þessa átt. Margar konur hætta við pillurnar vegna þess að þær fitna og þyngjast óviðráðanlega. Það er sannarlega þungt á vogarskálunum hjá mörgum konum. Stundum bindur lyfið vökvann í líkam- anum, stundum eykst matarlystin, en eitthvað er það í fjölmörgum tilfellum, sem veldur því að konurnar fitna. Talað var í fyrstu um hættu á að konurnar yrðu ófrjóar af að taka pillurnar, en hið gagnstæða kom fljótt í Ijós, a. m. k. við stutta notkun þeirra, eins og talað var um hér að framan. Margir læknar hika við að gefa kornungum stúlkum þetta hormónalyf, þar sem ætla má að kirtlastarfsemi þeirra sé ekki komin í fast form og því ekki ráðlegt að valda þar neinum trufl- unum. Þó hafa margar ungar stúlkur fengið lyfið vegna tíðaverkja. Gengur sú saga í Danmörku, að undarlega margar skólastúlkur kvarti nú um slíkar kvalir, en pillurnar fást hjá skólalækni út á það! I fyrstu var óttazt, að það kynni að koma fyrir vansköpun á barni, sem konan eignaðist eftir að hafa tekið lyfið. Ekkert slíkt tilfelli hefur komið fram svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin World Healt Org- anisation telur lyfið hættulaust heilbrigðum kon- um og börnum þeirra, og í sumum tilfellum gagn- legt og heilsusamlegt. Það er þó eðlilegt að nokkur uggur sé bæði í almenningi og læknum við þessa röskun á einu viðkvæmasta og mikilvægasta starfi líkamans, starfi blóðkirtlanna. Tíu ár eru ekki langur tími til að dæma um áhrifin, þótt nokkuð glöggt sé vitað um áhrifin á konuna á þeim tíma sem lið- inn er frá uppgötvun þeirra — en minna hvað framtíðin ber í skauti sér. Margur læknir hefur sagt sem svo, að ! rauninni vissi mannkynið ekki hvað það væri að gera, og má víst færa þau um- mæli upp á fleiri tilraunir en þessar. Otti al-' mennings lýsir sér vel í svari einnar konu, sem ásamt nokkrum öðrum var spurð í dönsku blaði um álit sitt á pillunni: „Auðvitað getum við ekki fullyrt að hún sé hættulaus, við höfum ekki séð barnabörnin okkar ennþá." Sprauta einu sinni í mánuSi Tilraunir með sprautu einu sinni í mánuði með þessum sömu efnum og eru í fyrstu pillunni hafö farið fram undanfarið í Bandaríkjunum og þykja hafa gefizt vel. Áhrifin eru þau sömu að öllu leyti og af pillunni, nema hvað ( Ijós kom, að af V3 hluta tilraunakvenna var tiðalausa tímabilið ívið styttra og tíðatímabilið kannski 1—2 dögum lengra þótt blæðingar yrðu ekki meiri í heild en af pillun- um. Lyfið er nefnt Deladroxate og er framleitt af fyrirtækinu Squibb. Morguninn - eftir - pillan Sú pilla hefur áhrif, þegar ætla mætti að það væri orðið of seint. Eggið getur þá verið frjóvg- að í legpípunni, og ef ekkert væri aðhafzt, færi það ( rólegheitum niður pípuna, eða á þeim tíma, sem því væri nauðsynlegt að dvelja þat til að búa sig undir að festa sig í leginu. Það e< áðurnefndur Chang, sem telst uppfinningarmaðut þeirrar aðferðar, sem hér verður lýst, en eins oð við allar eða flestar aðrar nýjungar í læknisfræðí hafa tilraunir farið fram á dýrum í mörg ár áð- 40 VÍKAN tbl- ur en þær eru reyndar á mönnum. Aðferðin er fólgin í því, að auka hraðann á ferð eggsins eftir pípunni, en svo virðist sem það þurfi að dvelja þar vissan tíma til að hafa lífsmöguleika. Ýmis efni virtust hafa tilætluð áhrif, en í Ijós kom að Áthinyl-Östradiol bar fullkomlega ör- uggan árangur á dýrum, og, eins og siðar kom 1 Ijós, einnig á konum. Þetta lyf er efnafræðilegt afbrigði af kvenkynhormóninu Östrogen. Það var árið 1966 að Bandaríkjamaðurinn dr. Mc-Lean Morris, sérfræðingur í kvenlækningum við Yale háskólann, tók að sér að reyna lyfið á konum. Fyrstu tilraunirnar gerði hann a stulkum, sem nauðgað hafði verið í Chicago, og varð eng- in þeirra ófrísk. Þeim var þá haldið afram a fleiri konum, og á alþjóðamóti kvenlækna í Santi- ago í Chile í aprílmánuði 1967 gerði dr. Morris grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna: Af meira en hundrað konum á aldrinum þrettán til fjörutíu og eins árs, sem lyfið hafði verið reynt á, varð ekki ein einasta þunguð. Dr. Morris gerir þessa grein fyrir aðferðinni: „í fimm daga eftir samfarir er konunni gefið 0,5 2 milli- grömm Áthinyl-Östradiol og ber það 100% ör- uggan árangur. Sömu áhrif höfðu 24—50 milli- grömm Stilböstrol." Þessi lyf fást í flestum lyfja- búðum víðast um heim og hægt fyrir hvaða lækni sem er að skrifa lyfseðil upp á þau. Stundum ganga þau undir mismunandi nöfnum, eftir því 1 hvaða landi þau eru seld og hver framleiðir þau. ( Þýzkalandi stendur t. d. „Cyren á Stilböstrol- lyfinu, en „Progynon" á Áthinyl-Östradiol. Þessi lyf valda sem sagt hormónatruflun á þessu frumstigi þungunar, sem verður til þess, að frjóvgað egg ýtist hratt ur legpfpunni, og get- ur þá ekki bjargað sér í leginu. Dr. Morris telur lyfið hættulaust, þott tiltölu- lega lítið magn sé notað af því. Konum verður heldur ekki jafnillt af því og ætla mætti, en þó fylgir því oft mikill flökurleiki. Úr honum ma draga töluvert með því að neyta lyfsins með máltíðum, sömuleiðis með því að gefa önnur meðul samtímis til að koma í veg fyrir flökur- leika. Dr. Morris álítur, að enn megi endurbæta lyfið, þannig að þessara óþæginda verði síður vart. Ég spurðist fyrir um lyfið hjá íslenzkum kven- lækni, og taldi hann að þessi fjarlæging frjóvg- Niels Einar-Jensen, upphafsmaður nýju sænsku pillunnar. aða eggsins færi ekki átakalaust fram. Slím og blóð fylgdi þessu losi, þannig að aukablæðing verður um leið. Lyfið hefur ekki verið notað hér, og taldi íslenzki læknirinn, að það hefði ekki náð þeirri útbreiðslu, sem svo áhrifaríkt lyf hefði átt að fá, ef læknar sæju ekki einhverja ókosti við það. Aðallega fyrir ógiftar stúlkur. Það má segja að þetta lyf hafi enga kosti fram yfir fyrstu pilluna fyrir giftar konur og þær sem hafa oft og reglulega kynmök. Þær þyrftu þó að vísu að taka færri pillur, fimm í stað tutt- ugu og eins eða tveggja, eða þá daga, sem ætla mætti að eggið væri ( legpípunni, en séu tíðir ekki reglulegar, getur verið erfitt að vita það upp á hár. Að öðrum kosti yrðu þær að taka hana eftir hverjar samfarir til að vera öruggar. Stúlkur með engin föst ástasambönd losna hins vegar við að taka fyrstu pilluna meiri hluta man- aðarins, e. t. v. í langan tíma, aðeins til að vera viðbúnar ef eitthvað kæmi fyrir. Verði þeim á að „hrasa" er aðeins um það að ræða, að hlaupa næsta morgun út í apotek og taka pillu næstu fimm til sex dagana og þurfa þá ekki að hafa meiri áhyggjur — þ. e. a. s. þar sem þær fást. í Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum eru þessar pillur á markaðnum, auðvitað eftir lækn- isráði. Mánuði - seinna - pillan Það kann að fara svo, að þær endurbætur á pillunni, sem talað var um hér að framan, verði óþarfar. Reynist Svíþjóðar-pillan svokallaða eins vel og vonir standa til og ef ýmislegt annað verður ekki til að hindra notkun hennar, má segja að þessi mál séu leyst í eitt skipti fyrir öll. En þarna eru mörg sjónarmið og margt, sem taka verður tillit til, og verður nánar rætt um það hér á eftir. Fyrst verður hér skýrt frá því hvernig hún varð til og hvaða áhrif hún hefur. Leitað að öðru efni. Svíinn, sem telst hafa uppgötvað þetta lyf, heitir dr. Niels Einar-Jensen, en með honum hafa tveir aðrir vísindamenn unnið að rannsóknunum, m. a. tilraunum á dýrum. Þeir heita dr. Hans Larsson og dr. Ture Leidemann. Það var í rauninni verið að leita að meðali gegn krabbameini í legi, þegar þetta lyf upp- götvaðist. Eftir að hafa reynt fleiri hundruð af- brigði af Diphenylathyl-efnaflokki án þess að verða ágengt með það, sem verið var að leita að, varð efnið, sem nefnt hefur verið F 6103 til, og strax var byrjað á mjög umfangsmiklum rannsóknum á áhrifum þess. Sjálfur segir Einar- Jensen: „Við reyndum efnið í fimm ár á dýrum: músum, rottum, kanínum og öpum. Við gáfum þeim of mikið magn og við athuguðum áhrifin á næstu kynslóðir, en engir gallar komu ( Ijós. F 6103 virðist eins og af himnum sent." Það er Ferrosan lyfjagerðin í Malmö, sem framleiðir lyfið, og er samsetning þess algjört leyndarmál. Sagt er að sú nefnd sérfræðinga, sem fékk málið til meðferðar til að leggja til- lögur fyrir sænska þingið um leyfi til tilraunanna hafi ekki einu sinni fengið vitneskju um gerð þess. Það er vitað hvaða efni eru aðallega í þv! og hvaða áhrif þau hafa, en nákvæma uppskrift -------------------n ÞANNIG ER SETIÐ UM EGGIÐ Á ÞREMUR STÖÐUM Legpipa 1. FYRSTA PILLAN. Sú pilla á erindi við eggjastokkana. Hún stanzar starfsemina með fölskum hor- mónaboðum. tgg 2. MORGUNINN-EFTIR-PILLAN". Hún nær egginu frjóvguðu á leið sinni um legpipuna og ýtir því út og burt í skyndi. 3. „MÁNUÐI-SEINNA-PILLAN". Áfangastaður hennar er legið sjálft. Fóst- ur, sem þar hefur búið um sig, deyr af hennar völdum og skolast síðan út með tíðunum. L_______________________________________J ætlar lyfjagerðin sér að eiga sjálf. Þar sem lyfið er talið algjörlega örugg vörn gegn barnsburði, mjög auðvelt i meðförum og engin aukaáhrif komi fram á konunni, og þar að auki verði það ótrúlega ódýrt, er ekki að furða þott forstöðu- menn lyfjagerðarinnar geri sér vonir um óhemju- lega mikla útbreiðslu lyfsins, m. a. á þeim stóru svæðum í fjarlægum og frumstæðum löndum, sem önnur lyf hafa ekki náð fótfestu !. Verðið, sem áætlað hefur verið, gerir öllum konum hvar sem er í heiminum kleift að nota það. Það má segja að kostnaðurinn sé svo til enginn, talað hefur verið um upphæð, sem svarar 30,00 kr. íslenzkum á ári. Efnið horfið eftir tvo daga úr líkamanum. Þau milligrömm, sem konan tekur inn einu sinni í mánuði eða sjaldnar, þegar það hentar, segja vísindamennirnir að séu horfin að fullu og öllu eftir tvo daga úr líkama konunnar. Eins og áður er sagt, er pillan álitin að öllu leyti hættu- laus, svo hættulaus, að blómi sænskra kvenna hefur verið valinn til tilraunanna, konur og stúlk- ur, sem stunda nám við háskólann í Stokkhólmi. 8. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.