Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 29
Afturgöngur -
fastagestir
Framhald af bls. 13
gömlum stólum, með háum bökum,
gömlum, fallegum borðum var hrúg-
að saman um allt loftið. Janet
starði á þetta allt og gleymdi um
stund hvaða erindi þau áttu upp
á loftið. Hún var áköf og æst.
— Sjáðu Tim, sagði hún, — þetta
borð ( st(l Onnu drottningar er
hreinasta þing. Og sjáðu þessa
gömlu dragkistu. Og þarna er stór-
kostlega falleg, gömul kista. Það
er hreinn skrælingjaháttur að láta
þetta grotna niður hérna. Öll þessi
fallegu, gömlu húsgögn eru miklu
verðmætari en þetta drasl sem við
höfum týnt saman. Við getum gert
samkomusalinn alveg einstakan
með þessum húsgögnum.
Hún var rjóð af ákafa. Hún var
með ryk á nefinu, hendurnar svart-
ar af óhreinindum, en augu henn-
ar Ijómuðu.
— Þú veizt að ég hefi alltaf haft
áhuga á gömlum munum. Við gæt-
um hreinlega breytt öllu húsinu
með þessu, þetta eru dásamlegir
hlutir.
— Ég fer að halda að þú sért
hrifin af staðnum, sagði hann. A-
hugasvipurinn á andliti hennar föln-
aði.
— Já, það held ég, en nú er það
bara of seint.
— Það er ekki of seint, Tim var
nokkuð hvassyrtur. — Komdu, við
skulum vita hvað við finnum (
kistunni. Hann varð að beita kröft-
um til að snúa lyklinum i ryðguð-
um lásnum, en ( kistunni var ekk-
ert annað en gulnað l(n, sem ennþá
ilmaði af lavendel. Þau rannsökuðu
allt loftið, tommu fyrir tommu,
börðu á veggina og stöppuðu (
gólfið, en án nokkurs árangurs.
Þetta var aðeins stórt hanabjálka-
loft, fullt af gömlum munum, sem
fyrri kynslóðir höfðu orðið fullsadd-
ar af.
Tim og Janet gengu niður á næstu
hæð og fóru leitandi um hana. Þau
fóru inn í stóra gestaherbergið, sem
var geysilega stórt og fullt af göml-
um húsgögnum. Himinhvflan með
rauðu flauelstjöldunum var svo róm-
ant(sk að þau höfðu ekki tlmt að
hrófla neitt við þessu herbergi. Nú
þukluðu þau alla veggina, og allt
í einu rak Janet upp hljóð.
— Flýttu þér, komdu hérna og
sjáðu. Það er herbergi bak við rúm-
ið, — ég kom við veggborðið þarna
og þá rann það til hliðar.
Hún var himinlifandi en dauð-
hrædd um leið. Tim kveikti á eld-
spýtu og hélt henni að dimmu dyra-
opinu, þetta var geymsla, eins og
þær sem oft voru notaðar til að
geyma blaða og bréfadrasl, og
stundum verðmæt skjöl. Janet gekk
að hillu og greip handfylli af göml-
um bréfum. Þau fóru með þau út
að glugganum, og allt í einu fannst
þeim sem sorg og gleði frá liðn-
um tímum værl komin nær. Janet
U iítrv í Mraðiö
ÓTRÚLEGT
Hinn frjálsi innflutningur á bifreiðum gefur
mönnum völ á samanburði, samanburði sem
JEEPSTER - COMMANDO þarf ekki aS óttast.
Fjölbreytt útlit - til fjölbreytilegrar
notkunar. Fáanlegur með 160 hestafla V-6
vél - sjálfskiptingu.
EsiH ViMálmssBR H.
Laugaveg 118, sími 2-22-40.
L__________________________j
hélt nokkrum blöðum í hendinni og
það reyndust vera nokkur blöð úr
gamalli biblíu.
— Þetta gerir raunveruleikablæ
á þetta allt saman, sagði hún lágt
og svipur hennar var alvarlegur.
Þetta hefir verið venjulegt fólk,
eins og við tvö, og ég er viss um
að þeim hefir þótt vænt um þetta
hús.
Hún varð skyndilega náföl og
starði fram fyrir sig, skelfingu lost-
in.
— Heyrðu, heyrirðu þetta? Þetta
var barn, sem hljóp hlæjandi eft-
ir ganginum.
Hann lagði sterklega hönd sfna
yfir munn hennar. — Segðu ekki
meira. Þú hefir ekki heyrt nokkurn
skapaðan hlut, skilurðu það?
Hún sneri sig lausa, undrandi á
svlp.
— En ég er viss um að ég heyrði
það. Heyrðir þú það ekki líka?
— Nei, sagði Tim, frekar veiklu-
tega, — og það eina sem róar þessa
taugaveikluðu gesti okkar er að
við hvorki sjáum né heyrum nokkuð
óvenjulegt. Nú getum við ekki svar-
ið fyrir það, að minnsta kosti ekki
þú.
— Mér þykir þetta leiðinlegt,
sagði hún lágmælt. — En ég er viss
um að ég heyrði f barninu.
Þau fóru niður í eldhúsið og
byrjuðu að undirbúa kvöldmatinn,
þar sem þau höfðu orðið að sjá
á bak meistarakokkinum Pierre. Allt
í einu rauf Tim þögnina.
— Janet, ertu til í að gera eina
tilraun ennþá?
Hún leit upp frá pottunum og
sagði. — Auðvitað, ástin mín. Hef-
urðu hugsað um nokkuð sérstakt?
— Við skulum sitja ( stóra gesta-
herberginu ( nótt, þú og ég, sagði
hann rólega, — og vita hvort við
sjáum ekki afturgöngurnar.
Næturkyrrðin hafði lagzt yfir
gamla herragarðshótelið. Gestirnir
höfðu farið snemma í háttinn. Það
heyrðist ekkert nema ugluvæl inn
um gluggana. Janet nöttoði af
hræðslu og þrýsti sér fast upp að
Tim. Þau höfðu sett púða og teppi
á gólfið. Tim hafði vasaljós við
hlið sér og Janet hafði komið með
hitabrúsa með kaffi f og nokkrar
brauðsneiðar. Gluggatjöldin voru
dregin frá og bleikur máninn lýsti
herbergið upp. Skuggar, sem minntu
á svartklædda verði, voru sitt hvor-
um megin við fornlegt snyrtiborðið.
Þau bjuggu sig undir langa vöku-
nótt.
I fyrstu hrukku þau við við
minnsta hljóð. En eftir þv( sem
leið á kvöldið urðu þau rólegri,
fóru að slaka á. Tim fann að höf-
uðið á Janet var þyngra á öxl hans,
svo hann vissi að hún hafði fallið
f svefn. Vesalingurinn, hún hafði
átt erfiðan dag. Hann fann hve
erfitt hann átti með að halda aug-
unum opnum, en var samt ákveð-
inn í því að vaka.
Allt í einu stirðnaði hann upp. Það
heyrðist skröllt og eitthvert (skr-
andi hljóð utan úr garðinum. Hann
slakaði aftur á og skammaðist sín
fyrir að hrökkva svona við. Þetta
var auðvitað aðeins kettir!
Augnalok hans voru eins og blý,
og þegar hann hugsaði um þetta
sfðar, var hann viss um að hann
hafði l(ka blundað. Hljómurinn frá
kirkjuklukkunni, sem sló um mið-
nættið, vakti hann, og á fyrsta
augnablikinu sem hann var vakandi,
sá hann dyrnar á gestaherberginu
opnast hægt. Hann sat sem frosinn
væri og gat ekki hreyft sig. Hann
sá hana — veru í hvítum klæðum
með logandi kerti í hendinni.
Aður en hann gat komið upp
nokkru hljóði, var hún horfin. Það
var ekkert að sjá. Hann hafði sjálf-
ur læst dyrunum og þær voru læst-
ar. Hann fann kaldann svitann
spretta út um sig allan og hann
nötraði af skelfingu. Hann var glað-
ur yfir því að Janet vaknaði ekki.
En þegar hann náði sér eftir
þetta taugaáfall fór hann að hugsa
8. tbi. VIKAN 29