Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 32
HARÞURRKA HEIMILANNA
EiNKAUMBOÐ:
i. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK
32 VIKAN »-lbl
STJ'O RNUSPÁ*^
% Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þér berast fréttir sem sýna þér fram á að hegðun þín er óviturleg. Þú ættir að leggja þig betur fram til að ná fullkominni leikni í starfi þínu. Eyddu frí- tímunum til andlegrar uppbyggingar.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Kunningi þinn hefur fengið hlut, sem þú ert grænn af öfund yfir. Hafðu þess vegna gát á tungu þinni, þú gætir gert þér mikinn óleik ef þú létir það í ljósi. Líkur eru á fjölmennu samkvæmi.
II Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Kunningi þinn í fjarlægð þarfnast hjálpar þinnar og mnutu eyða miklum t:'ma í hans þágu. Líklega ferðu í fcrðalag, á vegum atvinnurekenda þíns. Þú færð sendibréf sem veldur þér miklum heilabrotum.
Krabbomerkið (22. júni — 23. júl(): Þú liefur svo mikið að gera að þér finnst þú ekki sjá fram úr því. Þú þarft að leggja hart að þér í nokk- urn tíma til þess að komast í rétt horf, og eftir það skaltu gæta þess að dragast ekki aftur úr.
f»r Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú ert illa upplagður og þess vegna skaltu ekki byrja á nýjum verkefnum. Þú ættir að taka þér frí um tíma, ef þess er nokkur kostur. Þú verður i fjöl- mennu boði í heimahúsi, líklega um heigina.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú átt erfitt með að koma þér að hlutunum, en þeg- ar þú ert loksins kominn í gang, gengur allt eins og í sögu. Kunningjar þínir gera þér óvæntan heiður, sem gerir þig mjög þakklátan.
Vogarmerkið (24. september — 23. október)) Vinur þinn gerir þér greiða og áttu eftir að búa lengi að hjálpsemi hans. Þér finnst þú uppgefinn, en það er öllu fremur leiðindi á daglegu umhverfi og verkefnum sem hrjáir þig.
■¥ Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur vanþakklátt og timafrekt starf með hönd- um, sem þú hefur engan hagnað af. Aðaláhugamál þín verða að sitja á hakanum um sinn, vegna fjár- skorts þíns. Mikilvægar staðreyndir verða þér ljósar.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Ymsir kunningjar þínir gera sér títt um þig og má að nokkru rekja það til breyttra aðstæðna þinna. Skemmtu þér eins og þig lystir og láttu ekki smá- muni spilla neinu fyrir þér.
& Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Ef þú átt þess nokkurn kost þá skaltu taka lífinu með ró. Þú nærð góðu samkomulagi við einhvern, en það er líka persóna í spilinu sem sér ofsjónum yfir kappsemi þinni. Heilladagur er fimmtudagur.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Áætlanir þinar breytast verulega, en við það verður ekkert ráðið. Afgreiðsla ákveðins máls verður fyrir töfum, sem valda þér nokkru tjóni. Kvöldstundirnar eru hentugastar til heimasetu.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hefur snert af innkaupaæði og hefur sankað að þér ýmsum hlutum sem þú hefur ekkert brúk fyrir eða þá ekki fyrr en eftir langan tíma. Þér er nauð- syn að leggja niður þennan sið hið bráðasta.