Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 49
vandamáli fólksins á þeim tíma. Það má vera, en offjölgun mannkyns hefur einnig fleiri vanda- mál í för með sér, og má t. d. benda á þá stað- reynd, að haldi svo áfram sem verið hefur, hef- ur hver mannvera á jörðinni aðeins einn fer- metra til að hreyfa sig á árið 2070. Líf eða ekki líf? Eins og kunnugt er, leyfir kaþólska kirkjan enga getnaðarvörn aðra en þá, að reikna út hvaða daga mánaðarins eggið er í legpípunni og þá um leið frjótt, og halda sér síðan frá sam- förum þann tíma. Það er alls ekki örugg aðferð, enda geta tíðir verið óreglulega hjá konum, þær eru misfrjóar og fleira kemur þarna til, enda sýna rannsóknir að líkur á barnsgetnaði með því móti er einn á móti fjórum eða 25%. Þetta er auðvitað meðaltal, en á ekki við hverja einstaka konu. Hins vegar er það vitað, að kaþólskar kon- ur í öllum löndum nota fyrstu pilluna meira eða minna, og nægir í því sambandi að benda á, að fyrstu tilraunir með hana voru einmitt gerðar á kaþólskum konum í Puerto Rico af Gregory Pin- cus árið 1955. Þúsundir kvenna gengu undir þá tilraun, með þeim stórkostlega árangri sem síð- ar varð heimskunnur. Einn af aðalmönnum við rannsóknir og tilraunir í Bandaríkjunum við fyrstu pilluna var dr. John Rock, yfirlæknir og prófessor við Harward háskólann, en hann er kaþólskur og vann þarna gegn kennisetningum þeirrar trúar vegna sannfæringar sinnar um nauðsyn og gildi þessa nýja lyfs. En prófessor Rock var einn sá fyrsti til að snú- ast gegn síðari pillunni, þeirri, sem hindrar frjóvgað egg f að þroskast f legpfpunni. „í mfn- um augum er það hrein og klár fóstureyðing" er haft eftir honum. Hann skýrir það með rökum kaþólskrar trúar: Frá þeirri sekúndu að eggið frjóvgast er nýr einstaklingur orðinn til, allir eiginleikar hinnar nýsköpuðu manneskju eru þá ákveðnir, andlegir og Ifkamlegir. Sá sem frá þvf augnabliki eyðileggur þetta frjóvgaða egg, deyð- ir um leið manneskju — og hver getur sagt um hvað er verið að deyða? spyr prófessor Rock, það getur verið nýr Goethe eða Einstein. Prófessor Rock fékk ekki stuðning starfsbræðra sinni f ameríska læknafélaginu. Þar var því sleg- ið föstu með miklum meiri hluta, að „þungun byrjaði fyrst, þegar fóstrið tengdist móðurinni með fylgjunni, enda sé ekki hægt að sanna sam- einingu karlsæðisins og eggsins fyrr en það væri komið í legið." Svipaða skoðun höfðu framá- menn læknafélaga f öðrum löndum. ( Þýzkalandi segir yfirmaður ráðleggingarstofnunar þjóðar- irtnar um f jölskyldumál, prófessor dr. Hans Harmsen, að frjóvgað egg sé konunni út af fyrir sig óviðkomandi, það sé fyrst eftir að það teng- ist móðurinni í leginu, að um þungun sé að ræða, þannig að þessi nýja pilla sé alls engin fóstur- eyðing. Þessa skoðun hafa vísindamenn um allan heim lengi aðhyllzt, því að þúsundum saman eru konuegg frjóvguð í rannsóknarstofum, aðeins til að vera eyðilögð aftur í tilraunaskyni. Á karl- mannssæði og konueggjum er enginn skortur, sæðið má geyma frosið árum saman, og egg- in má framleiða að vild síðan Englendingnum dr. Edwards tókst að láta eggjastokk úr konu halda áfram starfsemi sinni utan Ifkamans, þar sem hann framleiddi allt að 500.000 egg f vatnsupplausn. En þetta voru aðeins hugleiðingar um pilluna, sem eyðileggur frjóvgaða eggið í legpípunni. Hvað þá um þá þriðju? Það er víst, að þeir sem eru andvfgir Banda- ríkjapillunni síðari, viðurkenna aldrei þessa pillu. Raunsætsmenn benda á, að fóstur á þessu stigi sé varla þekkjanlegt frá fóstri dýra, en engar siðfræðilegar vangaveltur hafa farið fram vegna ótakmarkaðrar notkunar þeirra við tilraunir á öll- um sviðum. Reyndar hafa kristnir menn ekki alltaf litið þessum augum á málið, í frumkristni virðist sem nýfædd börn hafi varla verið talin með mönnum, hvað þá í móðurkviði eða fóstur á frumstigi. Það var ekki fyrr en um 400 árum eftir Krist, að fóstureyðing var álitin synd og þá aðallega vegna þess að tilvonandi barnið dó þannig óskírt. Þannig má lengi deila um keisarans skegg, eða væri kannski réttara að kalla það páfans skegg? Þeir menn, sem mestan þátt áttu í tilkomu Svíþjóðarpillunnar og tilraunum með hana, voru spurðir um álit sitt á trúarlegum eða siðfræði- legum tilverurétti pillunnar. Stig Nylén, forstjóri Ferrosan lyfjaverksmiðj- unnar, segir eitthvað á þá leið, að konur hugsi yfirleitt lítið um þá hlið málsins, enda geti þær bara tekið pilluna mánaðarlega og viti þá ekki hvað gerzt hafi. Dr. Hans Larsson, sá sem stjórnaði lífefnafræði- legum tilraunum í sambandi við lyfið, segist að vísu hafa unnið af áhuga við það, en sé frekar á móti því. Aðalmaðurinn dr. Einar-Jensen svarar spurn- ingunni með annarri spurningu: „Hvenær er manneskjan dáin? Frumum úr mannslíkaman- um er núorðið hægt að halda lifandi árum sam- an á rannsóknarstofum. Er maðurinn þá lifandi? í mínum augum er maðurinn dáinn, þegar öll heilastarfsemi er úr sögunni. Það er þv( ekki fjarri lagi að snúa þessu við, þannig að ég álíti það byrjun á mannslífi, þegar fóstrið sýnir fyrstu heilastarfsemi." Hvenær það er, getur hann hins vegar ekki sagt. Stjórnandi tilraunanna, dr. Lars Engström seg- ir: „Ég álít ekki fóstrið sjálfstæðan einstakling, fyrr en það á ekki allt sitt líf undir hormóna- starfsemi móðurinnar. Hjá mönnum verður þessi aðskilnaður ekki fyrr en sjö til átta vikum eftir frjóvgunina." Konan sjálf Auðvitað geta allir tekið undir spurningu pró- fessors Rock's um hvað það sé, sem við deyðum. Mörg okkar væru ekki til, ef mæður okkar og formæður hefðu getað ráðið því. Lítum lauslega í kringum okkur og sjáum hve mikils þjóðin hefði farið á mis, ef ekkert af óskilgetnum þegnum hennar væri til — lítið í eigin barm og til frænda og vina; hvers vildum við án vera? Hins vegar má líka hugsa um alla þá mögu- leika, sem felast í hverju eggi og hverri sáð- frumu. Við hvern getnað er um meira en sjö milljónir möguleika að ræða hvernig eigin- leikarnir skipast í tilvonandi barnið. Hugsum þá um allar þær billjónir, óteljandi og óendanlega möguleika, sem aldrei verða að veruleika, hafa skiljanlega aldrei tækifæri til þess, og um ör- litla brotið af þeim grúa, sem við viljandi neit- um um möguleika til að komast nærri þv( að frjóvgast. Þannig má fara út í endalausar hug- leiðingar, sem allar færa þessa örsmáu kúlu í legi konunnar úr brennipunkti mikilvægisins. — Eftir stendur þá aðeins konan sjálf, með þetta nýfengna frelsi sitt. Lítur konan yfirleitt á fóstur á frumstigi sem barn? Staðreyndirnar benda ekki til þess. í sum- um löndum er fóstureyðing leyfð ótakmarkað, eins og t. d. í Japan, í öðrum löndum vita allir að fóstureyðingar eru framkvæmdar í óhemju- lega stórum stíl. I Bandaríkjunum er áætlað að óleyfilegar fóstureyðingar séu ekki færri en tvær milljónir árlega, í V.-Þýzkalandi jafnmargar og barnsfæðingar, eða ein milljón. Þó er fóstrið venjulega helmingi þroskaðra þegar það er gert en það væri með sænsku aðferðinni. í báðum þessum löndum er töluverður hluti þjóðarinnar kaþólskur. Ekki tekur betra við í alkaþólskum löndum eins og S.-Ameríkulöndunum, þar sem fóstureyðingar eru yfirþyrmandi heilsufræðilegt vandamál. í Chile er álitið að fjórða hver kona framkvæmi stöðugt fóstureyðingu og að sumar þeirra eigi að baki ekki færri en þrjátíu og fimm slíkar við enda barnsburðatímabils síns. En það er athyglisvert, að öllum ber saman um, að flest- ar ef ekki allar þessar konur væru tilbúnar að láta lífið fyrir lifandi börnin sín, hvenær sem þess væri þörf. Engar slíkar tilfinningar ber kon- an yfirleitt til fósturs í móðurlífi, a. m. k. ekki fyrri hluta meðgöngutímans. Óskilgetin börn eru líka víða mikið þjóðfé- lags vandamál. Við vitum tiltölulega lítið af því á íslandi, en þó hefur mörg harmsagan gerzt af því tilefni hér. En við fréttum um margt utan úr heimi. Þessi klausa stóð t. d. í fréttabréfi frá íslenzkri konu í Skotlandi, sem birtist um daginn í íslenzku blaði: „ . . . því að börn, sem verða til í Bretlandi utan hjónabands, eru réttindalausir einstaklingar, sem fáa varðar um. Þess vegna finnast smábörn myrt í járnbrautarlestum eða yfirgefin hér og þar. Örvita mæður hafa ekki minnsta möguleika til þess að standa undir upp- eldi þeirra, hvorki andlega eða efnislega , . . ." (Þjóðviljinn 9. jan. '67). Þetta er evrópskt menn- ingarríki, og sé þetta satt, hvernig skyldi þá ástandið vera annars staðar? Fyrsta pillan hefur ekki megnað að leysa þetta hörmulega vandamál. Svíþjóðarpillan ber í sér miklu meiri möguleika til þess. En ekki eru öll börn óvelkomin, þótt svo virð- ist í svipinn. Hugsanlegt er að kona í fljótræði eyddi fóstri sínu, jafnvel ef henni yrði sundur- orða við mann sinn, og sæi svo eftir því á eftir. Þá má segja, að hún geti bara endurtekið til- raunina, orðið barnshafandi á ný, en þótt náð sé valdi yfir eyðileggingunni, er því ekki enn náð yfir sköpuninni. Hægt er að gera eitthvað óafturkallanlegt með þetta vopn i höndum. Þýzkt blað spyr eitthvað á þessa leið: Verður smámorð hluti hvers hjónabands? Verður náttborðsskúffa konunnar mesta vopnabúr í heimi? Allar þessar þrjár pillur hafa og eiga eftir að gjörbreyta lífi nútimakonunnar. Hún verður ekki lengur algjörlega háð duttlungum örlaganna, hún sfendur ekki eins berskjölduð og varnarlaus gagnvart tilviljunum og áður. Það er líklega óhætt að spá því, að það verði hvorki framtiðar- vandamál mannkynsins né trúarsetningar, sem ráða útbreiðslu Sviþjóðarpillunnar, heldur ósk nútímakonunnar, eins og kynsystra hennar um allar aldir, um að ráða yfir líkama sínum. Grein þessi er byggð á upplýsingum, sem ég hef fengið úr mörgum greinum í blöðum og timaritum frá Englandi, Þýzkalandi og Norður- löndum, og að nokkru frá læknum hér á landi, ásamt mínum eigin hugleiðingum. Ég hef enga þekkingu á þessum málum öðr- um fremur og get því ekki annað en vonað, að sæmilega rétt sé með farið. Auðvitað er þetta ekki ætlað sem neinn leiðarvísir handa konum, þvi að læknar munu sjá um þá hlið málsins, heldur sem almennar upplýsingar um hvað sé að gerast á þessu sviði og hvaða nýjungar séu væntanlegar. Frá þvi að greinin er skrifuð og þar til hún birtist getur eitthvað nýtt hafa komið fram. G. G. 8. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.