Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 37
Thord Bonde, hershöfðingi, nælir á Stálhnakka Vasamedalíu úr gulli, einu æösta
heiöursmerkí, sem sænskir hermenn geta fengið.
Maður er nefndur Torsten
Stálnacke, sænskur að þjóðerni
og fyrirliði í liði því, er sú þjóð
hefur lánað Sameinuðu þjóðun-
um til gæzlu á Kýpur. Um hann
má með sanni segja að hann
kafni ekki undir nafni, og kom
það greinilega í ljós í septem-
ber 1961 í Elisabethville í Kongó.
Þá átti herflokkur hans þar í
bardaga við lögregluhermenn
Tsjombes. Sviunum var ætlað að
hertaka helztu birgðastöð lög-
regluhermannanna, sem skutu
að þeim af miklum móði. Þá fékk
Þorsteinn Stálhnakki skot í and-
litið. Hann hugði sína síðustu
stund komna: „það varð spreng-
ing uppi í mér og ég gat ekki
dregið andann.“
Hann sleppti sprengjubyssunni,
sem hann var nýbúinn að eyði-
leggja einn af brynvögnum óvin-
anna með, og fann að hakan
“N
Skmw udd
28 sinnum
hékk niður á bringu. Hann tróð
fingrum niður í háls sér og dró
fram tunguna til að ná and-
anum. Með hinni hendinni plokk-
aði hann beinflísar og holdflyks-
ur frá munninum til að greiða
enn frekar fyrir önduninni.
Tungan var öll tætt í stykki og
neðri kjálkarnir sundurrifnir.
En honum tókst að koma
„stykkjunum í samt lag,“ og dró
sig svo til baka. Hann varð að
Þorsteinn Stálhnakki i Karolinska-
sjúkrahúsi haustið 1961. Skurðaðgerð-
irnar, sem björguðu niðurandlitl hans,
hata hafizt.
Nú er Stálhnakki aftur í þjónustu
Samcinuðu þjóðanna og i þetta sinn
á Kýpur. Hér er hann i Famagústa að
fylgjast með bj»ggingu á matsal fyrir
Sviana.
ganga kílómeters leið unz hann
kom þangað sem sjúkrabílar og
sjúkraliðar voru fyrir. Hann
bjargaði þannig ekki einungis
sjálfum sér, heldur liðsmönnum
sínum tveimur, sem voru alveg
búnir að missa móðinn í eld-
hríðinni og lágu þar sem þeir
voru komnir.
Stálhnakka var nú í hvelli
ekið til sjúkrahúss, sem ítalir
ráku fyrir Sameinuðu þjóðirn-
ar. En þegar hundrað metrar
voru eftir, varð bíllinn að stanza
vegna skothríðar. Þann spöl fór
Stálhnakki af eigin rammleik,
hljóp úr einu skjóli í annað unz
hann komst inn á skurðstofuna,
þar sem hann var svæfður og
gert að sárum hans. Þegar hann
hafði jafnað sig nokkuð, var
hann sendur heim til Svíþjóðar.
Þar tóku læknarnir á Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi við
honum og gerðu á honum hverja
skm’ðaðgerðina eftir aðra. Þær
eru nú orðnar tuttugu og átta,
en von er á fleirum í viðbót!
Haka hans var áður horfin eins
og hún lagði sig, en nú hefur
önnur ný verið búin til á hann
með því að flytja þangað bein
og húð frá rifjum og læri. Stál-
hnakki lítur því orðið sómasam-
lega út, en læknarnir við Karol-
inska vonast til að geta gert hann
enn fríðari með frekari skurð-
aðgerðum.
Stálhnakki þjónar nú, sem fyrr
er sagt, á Kýpur og hefur getiö
sér þar frábært orð sem lagim
og duglegur hermaður í i 'ó:
ekki síður en stríði. Hann er
einn frægasti garpurin í Sþ.-
liði Svía, svo til einu hersveit
þeirrar þjóðar, sem fundið hef-
ur púðurlykt í meira en hálfa
aðra óld. Þessir afkomendur
blástakka Karls tólfta hafa þjón-
að undir fánum Sameinuðu þjóð-
anna við Súes-skurð, Gasa, í
Kongó og á Kýpur. Og þótt Sví-
ar hælist nú mikið um hvílíkir
friðarvinir þeir séu, vantar þó
ekki að þeir séu drjúgmontnir
af þessum strákum sínum, sem
enn minna heiminn á „hur
svenska stalet biter.“ -fic
s. tbi. VIKAN 37