Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 39
— Það gæti hent sig, ungfrú Jackman. Klukkan var ellefu, þegar Breckenridge lagði bílnum sínum við Phelps bátahúsið við syðri enda Tylftarvafns. Sólin var kom- in fram og þegar hann kom út úr bílnum fann hann hvað hún var heit. Hann gekk að glugga á bátahúsinu, skýldi augunum fyrir sólinni beggja megin og lagði andlitið að gluggarúðunni. f rökkrinu sá hann stóran hrað- bát úr maghoní. Hann leit út fyrir að vera nógu hraðskreiður til að komast þangað sem Lu- cille hafði drukknað á fimmtán mínútum eða minna. Hann sá ekki húsin sitt hvoru megin við. Bæði var lóðin of stór og trén enn of laufguð. Hellulagður stig- ur lá upp að útitröppunum, upp sólsvalimar, sem vissu út að vatninu og rúmgóðum herbergj- unum þar innar af. Það var mjög hljótt. Hann heyrði vindinn þjóta í þurrum laufimum og hann heyrði tikkið í bílvélinni, sem var að kólna og öldurnar gjáifra við fjörusandinn. Framhald í næsta blaði. Ég er dæmdur bruggari Framhald af bls. 11 irnir. Og þrjá daga voru þeir á leiðinni suður eftir. Nú verður stutt þögn. Konráð fær sér í nefið, horfir fjarræn- um augum út í rökkrið. Loks spyr ég: — Voru ekki reimleikar þarna fyrir norðan? — Reimleikar? Ég veit ekki. Það var nú þarna draugur, sem var hamrammur nokkuð, svoköll- uð Skinnpilsa. Amma sáluga sagði mér, hvemig hún varð til. Það var einu sinni á Hofi bóndi sem hét Guðmundur, mesti gæða- maður en glíminn. Svo réðist einu sinni til hans kaupamaður, sem lét mikið yfir sér, og skor- aði á Guðmund að glíma við sig. Guðmundur færðist lengi undan, en lét svo til leiðast og kaupa- maður hafði ekki annað upp úr því en að hann datt, en kom þó Guðmundi á annað hnéð. Nema hvað kaupamaðurinn reiddist svona heiftarlega, og sagðist ein- hvern tíma myndi senda Guð- mundi það, sem kæmi honum á bæði hnén. Þessi maður var af Suðurnesj- um, og eftir sumarið fór hann heim til sín aftur. Guðmundur hafði fé nokkuð fyrir utan Hof; það heita Þröskuldar tveir melar þarna fyrir utan og er tjörn á milli þeirra í lægðinni. Það var einhvern tíma á jólaföstu þenn- an vetur, að Guðmundur fer út fyrir Þröskulda að sækja féð. Þegar hann er á leið heim með féð, og kominn í norðari þrösk- uldinn, þá mætir hann send- ingunni. Og hann var við hana alla vökuna. Og þegar hann komst heim, var hún búin að þjarma svo að honum, að hann sá ekki ljósið. En Skinnpilsa lét ekki þar við sitja, heldur fylgdi ættinni í níunda lið, og gott ef það vottar ekki fyrir henni enn. -— Hefur þú orðið var við hana? — Ég get eiginlega sagt þér tvær sögur af henni. Ég var um tíma í Kárdalstungu, sem er næsti bær fyrir framan Þórólfs- tungu. Einu sinni var ég á leið fram dalinn að Haukagili, í glaða tunglskini, góður vegur og allt autt. Þegar ég var kominn svona miðja vegu milli bæjanna, þá sé ég, að það kemur kvenmaður á móti mér. Ég skildi nú ekkert í því, það var orðið svo fram- orðið, komið fram yfir háttatíma. Það var stafalogn, og mér þótti einkennilegast, að það var eins

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.