Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 25
 „Nató er öflugasta hernaðarbandalag, sem nokkru sinni hefur verið til. Að kljúfa þann skjöld gengur fyrir öllu í hugsun góðra Sovétmanna, því svo lengi sem Nató stendur óhaggað, eiga Sovétríkin sér einskis frekari framgangs von í Vestur-Evrópu. Megintilgangur rannsóknastarfs míns var að finna veikan hlekk í Nató-keðjunni. Sá hlekkur er Frakkland.“ EFTIR LEON URIS - 4. HLUTI BLAÐARÉTTUR Á TSLANDI: VIKAN ,,Árið 1952," hóf W. Smith máls, ,,varstu sovézkur sendifulltrúi í Ber- lín, en þá kallaður til Moskvu. í hvaða tilgangi?" Kúsnetof vafðist tunga um tönn; hann leit til Andrés og vottaði fyrir hita í augum hans. Hinir biðu fullir eftirvæntingar. „Mér þætti gott að fá stóra töflu," sagði hann. Það var sent eftir töflunni og henni komið fyrir hjá Bórisi, þannig að allir viðstaddir höfðu góða sýn vfir hana. Hann tók sér krít í hönd og dró á töfluna nokkra ferhvrninga, sem án vafa áttu að sýna tignarröð yfirmanna einhverrar stofnunar. „Veiztu hvað þetta er, Devereaux?" „Ef til vill." Við þá brún töflunnar er frá Bórisi sneri teiknaði hann með stórum stöfum „SDECE", skammstöfun heitis frönsku leyniþjónustunnar. Hægt og af nákvæmni tók hann síðan að fylla út ferhvrningana og byrjaði efst með forstjóraskrifstofunni. Síðan sneri hann sér að ferhyrningunum vinstra megin á töflunni. „R-l er leyniþjónusta ykkar." Þar fyrir neðan krítaði hann í hvern fer- hyrninginn af öðrum-. R-2 Austur-Evrópa. R-3 Vestur-Evrópa. R-4 Afríka. R-5 Miðausturlönd. R-6 Austurlönd fjær. R-7 Ameríka — vesturhvel jarðar. Undir hvert þessara orða skrifaði Bóris nöfn hlutaðeigandi forstjóra og aðstoðarforstjóra, svo og leyninöfn þeirra. Þá beindi hann athygli sinni að töflunni miðri og fyllti þar út nýja röð ferhyrninga. „Franska gagnnjósnaþjónustan er þekkt undir heitinu Þjónusta 2," sagði Bóris. Hann skrifaði nú niður heiti þessarar stofnunar, er teygði anga sína um heim allan, þar á meðal „3/5 kommúnistadeild", sem dýpsta leynd átti að hvíla yfir. Hann skráði líka niður nöfn forstjóra deildar þessarar og helztu aðstoðarforstjóranna. Hægra megin á töflunni neðarlega fyllti hann út stóran ferhyrning, sem var ekki í tengslum við aðra, með orðunum: „Þjónustu 5 — Stjórn". Og lengst til hægri skrifaði hann: „Þjónusta 5 — Aðgerðir". Undirdeildir Aðgerðadeildar voru ,,A/1 — Hereftirlit", og að síðustu „FFF — Leynilegar aðgerðir". Kúsnetof lagði frá sér krítina, þurrkaði af höndum sér og var studdur til hjólastólsins. Siðan ávarpaði hann André. „FFF, deild ykkar fyrir leynilegar aðgerðir, er stjórnað af einum bezta vini þínum, Robert Proust. Leyninafn hans er Panorama." Þögnin í herberginu var mögnuð sem fyrr og andlit Andrés var eins og úr steini. „FFF er sérstaklega merkileg fyrir okkur alla, eins og þið munið brátt fá að heyra. FFF hefur eignazt gotúng, nýja undirdeild. Handgengnasti fylgdarsveinn Roberts Prousts, vinar þíns, er Ferdinand nokkur Fauchet. Þekkir þú Ferdinand Fauchet?" André kinkaði lítillega kolli. „Jæja, þá skulum við upplýsa okkar bandarísku vini IítiIsháttar. Ferdi- nand Fauchet hefur skrifstofu á Orly-fIugvelIi undir því vfirskini að hún sé notuð til tollaeftirlits. í raun og veru er skrifstofan mjög svo sómasam- lega útbúin með merkilegum hlustunartækjum, útbúnaði til Ijósmyndunar og haglega gerðum áhöldum til að sprengja upp lása og brjóta innsigli. Sérkunnátta Fauchets er sú að opna póstböggla frá sendifulltrúum, sem ekki ganga of vel frá sendingum sínum, og Ijósmvnda innihald þeirra. Svo að það er bezt fyrir vkkur að hugsa vkkur um tvisvar áður en þið sendið póstinn ykkar gegnum Parfs." André þótti sem hann hefði verið lostinn steini en leyndi því. „Lofið mér þá að segja ykkur dálítið meira um Robert Proust og svein hans Fauchet. Fauchet er tengiliður SDECE við vissa franska glæpamenn og undirheimafólk, sem annast flest þau mannrán, sem leyniaðgerða- deildin lætur framkvæma, svo og barsmíðar og dráp. Fvrir tveimur ár- um festi Fauchet kaup á litlu en góðu hóteli; Monarch heitir það og er staðsett í Rue du Montparnasse. En eins og þið skiljið er hann ekki eig- andinn, heldur franska leyniþjónustan." Sid Jaffe sleikti á sér varirnar. Hann minntist þess nú að hafa komið á barinn og í veitingasalinn í Monarch nokkrum sinnum, þar á meðal einu sinni með Michael Nordstrom, sem nú gaut til hans hornauga. „Undirheimarnir hafa séð eigendum hótelsins fvrir úrvali vændiskvenna, sem notið hafa frábærrar þjálfunar. Þær eru viðstaddar diplómatískar mótfökur á vegum SDECE, venjulega undir því yfirskini að þær séu sýn- ingardömur eða jafnvel húsmæður. Kvensamur eða fullur sendifulltrúi fer gjarnan úr móttökuveizlunni f fylgd með einhverri af bessum ungu hefðarkonum og lætur hana leiða sig til Monarch-hótels. í hverju her- bergi þar eru faldir hljóðnemar og myndavélar, sem hægt er að nota hvenær sem er til að Ijósmynda allt innanstokks." Kúsnetof klóraði sér á nefbroddinum og reyndi að rifja upp fyrir sér tölu. „Ef ég man rétt, eru í Frakklandi tuttugu og tvö þúsund símhler- unartæki og fjögur þúsund í París einni. Snúum okkur þá aftur að Ferdi- nandi Fauchet. Stundum grfpur hann ekki til glæpamannanna, heldur fær samtök ofstækisfullra hægrimanna til að framkvæma fyrir sig launmorðin." Kúsnetof lýsti nú í smáatriðum nokkrum morðum og fleiri aðgerðum. Var þar um að ræða atriði, sem aðeins menn með sérstök sambönd gátu vitað um. „Það sem þú hefur sagt okkur," sagði André, ,,er í raun réttri ekki annað en það að þú hafir sérstaklega góðar heimildir til upplýsingaöfl- unar um störf SDECE." ,,Þú óskar þá ekki eftir að leiðrétta neitt?" s. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.