Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 7
ur bókar eða blaðs. Ég kaupi ailltaf Vikuna og mér finnst blaðið alvég prýði- legt, góðar frásagnir og sög- ur, krossgátan og mynda- sögurnar og svo það sem er tilefni þessa bréfs, og það er „Örkin hans Nóa“. Ég leita alltaf að henni, en þegar ég ætla að skrifa á miðann sem að þið prentið með, þá get ég ekki klippt hann út, því að það eru ekki allir á heimilinu búnir að lesa blaðið, en á baksíð- unni eru framhaldssögur eða annað efni sem ekki má sleppa. Nú vildi ég koma með þá tillögu að þið hefðuð auglýsingu á bak- hliðinni svo að fleiri gætu orðið með, ef að þið eruð þá ekki að drukkna í bréf- um. Lifðu lengi í góðu gengi. Þakka allar ánægjustundir. Sólveig. Því miður, Sólveigs, er þetta ekki alltaf hægt. Við reynum að hafa auglýsingu á bakinu, þegar því verður við komið, en það er eins og þú sérð ekki alltaf hægt. Hafðu svo engar áhyggjur af að við drukknum í bréf- um, við lærðum nefnilega að synda — í bréfaskóla. KYNFRÆÐSLA. Kæra Vika- Ég læt nú loksins verða að því að skrifa þér. Ég er sautján ára stúlka og er í þann mund að fara að trú- lofa mig. Ég hef sofið hjá stráknum mínum oft og hvorki foreldrar mínir eða hans skipta sér af því. Þau eru mjög góð og vinsamleg við okkur bæði, en það er kannski sjaldgæft, þar sem við erum svo ,,ung“ í margra augum. Það bara gera svo fáir foreldrar sér grein fyrir því, að ungling- arnir ,,nú til dags“ eru tveimur til þremur árum á undan í þroska en þegar þau voru ung. Þetta er sannað af vísindamönnum. Jæja, nóg um það. Það sem mig langaði lil að koma á framfæri í Vikunni er það, hvort ekki sé hægt að veita einhverja almenna fræðslu um kynferðismál í gagn- fræðaskólum. Við lærum einn kafla í heilsufræðinni, þar sem talað er um kyn- færi, en ekkert um kyn- ferði. Það vantar algjör- lega. Eru menn virkilega svo heimskir að halda, að hvert par á aldrinum 15 (eða 14) til svona 17—18 ára, sem hefur verið saman í um tvo mánuði (stundum skemmri tíma) fari aldrei í rúmið saman? Ég spyr! En stundum getur eitthvað hindrað, að við þorum að hátta saman. Það er óttinn við að verða barnshafandi. Það kostar oftast nær tals- vert hugrekki að fara til læknis og biðja hann um hjálp í þessum efnum fyrir okkur sem erum 15—18 ára. Þegar við komum á biðstofuna sitja konur frá 20—45 ára og horfa hneykslunaraugum á mann. Sjálf hef ég reynt þetta og mér leið síður en svo vel á meðan ég beið. En ég sé samt ekki eftir að hafa far. ið. Það þarf að koma upp sérstakri lækningastofu fyrir stúlkur um 15—18 ára. Ertu ekki sammála? Ég vona að þið getið les- ið þetta krummaklór og 100.000 þakkir fyrir Ange- lique. A. Við þökkum þetta skor- inorffa bréf. Þaff er frófflegt aff kynnast viðhorfi 17 ára gamallar stúlku til kyn- ferffismála nú á dögum. En ekki getum við stillt okkur um að taka fram, hversu gífurlegar breytingar hafa orffiff í þessum efnum síffan við vorum ungir. Jú, það er líklega þörf á því aff opna sérstaka lækninga- stofu fyrir ykkur, ungu stúlkumar, — svo aff þiff getið sofið hjá óttalausar og alsælar. SLÍPUN. Kæri Póstur! Nú ætla ég að leita á náð- ir þínar. Ég á í miklum erf- iðleikum með bakið á mér og bringuna, því allt er í ölum eftir bólur. Ein vinkona mín sagði mér einu sinni, að hægt væri að láta slípa þennan ósóma af sér. Er það hægt? Og ef svo er, hvar er það þá gert? Og til hvers á að snúa sér? Ágústa. Jú, þaff er hægt aff slípa húff og gera liana slétta og fína. Þetta mun meira aff segja hafa verið gert hér á landi. Þú skalt snúa þér til einhvers góffs húðsjúk- dómalæknis. Ilann mun gefa þér allar nánari upp- lýsingar. JÁ, VIB HIIIM SMHWALft 95 Hún er bœði fallegri og fullkomnari" CENTRIFUGAL WASH C.W. 620 (T) ÞVÆR, @ HITAR, © SÝÐUR, (?) MARGSKOLAR, (?) ÞEYTIVINDUR mmi mn —Öll IFMI” sápa Sópuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður skoleln 1 Tekur sjálf inn sérstakt skolefni 811 1 ef þér óskið að nota það Flf^líÍíi ^v,v,r^' afbragðs llUlily Þeytivinding i nerkjalji ín sýna þvottagang fDQfI||j Ju og hitastig luutsfis! I Þarf ekki að festast | niður með boltum efn j NœlonhúðuS að utan — fínsllpað, Sérlega f PliflSllfl | ryðfrítt stál að innan auðveld 1.OEiI|fi81l|| SÍMl 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála NAFN ...................................... HEIAAILI................................... TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavik s. tw. vilvA'N-7-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.