Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 6
E'" .....m~S RAFTÆKJAVERZLUN HEIMILISTÆKI: Frystikistur í þrem stærðum Frystiskápar Kæliskápar Eldavélar og fleira. VERZLUNARTÆKI: Djúpfrystir Kæliborð Kælihillur Kæliklefar og fleira. Sendum gegn póstkröfu. nt. Stigahlíð 45 - Suðurveri - Sími 37637 GREKSÁSVEGI22-24 SINIAR: 30280-32262 UTAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stær8ir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. Barrystaines linoleum parket gólfflísar Stærðir 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ HA? Kæri Póstur! (P. S. af hverju byrja allir svona?). Þú sem veizt allt, og get- ur svarað öllu, þá langar mig gjarnan til þess að spyrja þig nokkurra spurn- inja. vegna þess að ég meina allt sem ég segi í bréfinu, og hér koma þá spurningarnar: 1. Hvers vegna er Vikan svona dýr? 2. Hvers vegna eru tann- læknar svona dýrir? 3. Hvers vegna er ekki hægt að fá vinnu nema á hafnarbakkanum? 4. Hvers vegna er ekki hægt að hafa hunda í Reykjavík? 5. Hvers vegna verð ég að vera fullur til að bjóða stelpu upp? 6. Hvers vegna á ég svo lítinn sjens í stelpur, (nema þá kannski einhverjar for- ljótar?). 7. Hvers vegna er ég svo feiminn við stelpur í partý- um, að ég þori ekki að reyna við þær? 8. Hvers vegna bjóða stelpur strákum upp í dans? 9. Hvers vegna er ég svo bólugrafinn að öllum flökr- ar þegar þeir sjá mig? 10. Hvers vegna er ég svo klikkaður að ég get helzt ekki lifað? 11. Hver eru fyrstu ein- kenni þess, þegar maður verður hrifinn af einhverri stelpu (ég hef aldrei orðið hrifinn af stúlku)? 12. Hvað merkir það þeg- ar stelpa hringir í strák og býður honum í partý? 13. Hvað heitir nýja fegr- unarlyfið sem þeir eru allt- af að auglýsa í blöðunum? 14. Hvar get ég leitað mér sálfræðings? 15. Ef þú getur svarað þessu öllu þá ertu ekki eins vitlaus og maður heldur. Vertu svo margblessaður og sæll. Einn snarvitlaus. Í.—IO., 12. og P. S.: Af því bara. 11.: Maður fer að skrifa fáránleg bréf. 13.: Þorskalýsi. 14.: Heima hjá honum. 15.: Ef ég hefði far- ið að svara þessu, væri ég ennþá vitlausari en þú heldur. EF HÚN MAMMA VISSI! Elsku Póstur minn! Nú er ég nú í vandræð- um. Getur þú nú ekki hjálpað mér? Svo er nú mál með vexti, já ef mamma kæmist að þessu, þá veit ég svei mér ekki hvað eftir yrði af mér. Því ég skal segja þér að hún er sko ekkert að spara höggin. Hún myndi segja að þetta væri sko hreint og beint „niðurlægjandi fyrir ætt- ina“. Annars finnst mér þetta ekkert agalegt. Hjálp- aðu mér nú Póstur minn. Fyndist þér að ég ætti að segja mömmu frá þessu eða láta bara eins og ekkert sé? Ég æfcla nú ekkert að minnast á útúrsnúningana. Ein hoplaus. Já. AÐ LESA ÚR RITHENDI. Kæra Vika. Mig langar til að láta lesa úr rithendi minni. Er nokk- ur hér á landi, sem gerir slíkt? Ein forvitin. P. S. Hvernig er skriftin? Sé einhver hér á landi, sem les úr rithöndum, er hann beðinn að gefa sig fram. HANN HEITIR JÓNAS. Góði Póstur. Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og biðja þig að gefa mér upplýsing- ar og læt ég nú loksins verða af því. Mig langar ti'l að biðja þig, að komast eftir því fyrir mig hvað skólastjóri Stýrimannaskól- ans í Reykjavík heitir og hvar hann á heima. Með fyrirfram þökk fyrir greinagóð svör og enga út- úrsnúninga. Hvernig er skriftin. í símaskránni stendur að hann heiti Jónas Sigurðs- son og eigi heima að Kirkjuteigi 27. Skriftin er vond. ÖRKIN OG BLAÐIÐ. Kæri Póstur! Það er gott, eftir eril- saman dag, að setjast nið- ur og „slappa af“ við lest- 6 VTKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.