Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 21
HUMDAR OG BÖRN Síðustu mánuðina hefur Johnson verið lítið vinsæll í Banda- ríkjunum, ef treysta má skoðanakönnunum. Og hann gerir það og hans menn. Hann hefur um nokkurt skeið ekkert farið og fáa hitt nema í öflugri lífvörzlu. Hann þorir ekki að treysta nema fáum vinum, svo sem ómálga börnum og hundum. Óvinir kapitalismans í austri kváðu vilja hafa hann forseta áfram. — Þeir eru farnir að þekkja viðbrögð hans svo vel. UNDIR VERNDARHENDI Á erfiðu ári, bæði heima og að heiman, er huggun fyrir Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, að eiga yfir sér verndarhendi Georges Brown, utanríkisráðherra. HETJA EÐA UPPREISNARSEGGUR Che Guevara ætlaði að leiða uppreisn í Bolivíu að kúbanskri fyrirmynd. Það mistókst, og Che var drep- inn — að sögn Bólivíumanna. Bróðir lians hefur neit- að trúa því, en Fidel Castro er sannfærður og hef- ur boðizt til að láta af hendi fjölda lifandi fanga í staðinn fyrir lík Ches Guevara. KASTAÐIST í ELDHAFIÐ 4. júní var flugsýning í París. Einn flugmannanna lyfti flugvélinni of seint og hrapaði rétt við heiðursstúkuna. Á myndinni sjáum við hann kastast frá vélinni út í eldhafið — hálf milljón manna horfði á. 8. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.