Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 14
FRAMHALDSSAGAN 11. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - ÞETTA HAFÐI ALLT VERIÐ RAUÐHÆRÐA BARNINU AÐ KENNA. ÞVf VARÐ EKKI NEITAÐ AÐ ÞETTA VAR EFTIRTEKTARVERÐUR KRAKKI MEÐ ANDLITSDRÆTTI MÓÐUR SINNAR OG BROS. Og hún hafði raunar hjálpað honum, þessi litla kapella. Allt það sem hann hafði látið gera í leynum og borgað ríkulega fyrir, lék nú sitt hlutverk með sannri prýði. Neðanjarðargöngin leiddu hann inn i miðja Paris hann gat klöngrazt upp úr brunninum, svo að segja inn i sitt yf- irgefna heimili, Beautreillis. Af óskýranlegri forsjálni hafði hann látið gera leynihólf í kapellu hússins, og þar hafði hann falið töluverð auð- æfi í gulli og gimsteinum. Þegar hann hélt skríninu að brjósti sér, var hann gagntekinn þeirri kennd að hann hefði lokið öðrum áfanga ferðar sinnar frá helju. Með auðæíin i fanginu var hann ekki lengur varnarlaus. Hann myndi örugglega fá vagn fyrir demant og hest fyrir tvo gullpeninga ...... Pyngja full af peningum myndi í dag gera að vini þann mann, sem hafði sýnt honum lítilsvirðingu, og hann myndi 'geta flúið og yfirgefið konungdæmið. En einmitt á þeirri stundu hafði hann fundið klær dauðans hremma sig. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafði hann fundið dauðann jafn nærri, eins og þetta andartak, þegar hann féll allt i einu örmagna á gólfið og hlustaði með hryllingi og kvíða á hjartaslögin verða strjálii og veikari. Hann fann að hann gat með engu móti komizt aftur ofan i brunninn. Ætti hann að kalla á gamla Pascalou, húsvörðinn og leita hjálpar hans? En gamli mað- urinn var orðinn hálf elliær, og þegar hann kom auga á hann á leið- inni inn i kapelluna, hafði hann greinilega haldið að hann væri aft- urganga og þotið burtu, sennilega til að leita hjáilpar nágrannanna. ’ En hvar gat hann vonast til að finna hjálparhönd? Orðið hjálpar- hönd minnti hann á mjósleginn handlegg, sem hafði stutt hann á leið- inni til bálsins, handlegg litla prestsins, sem sendur hafði verið til að hlýða á síðustu játningu hans. Suma menn er hvorki hægt að kaupa með gulli eða dýrum steinum. Greifinn af Toulouse, sem var mikill mannþekkjari gerði sér þetta vel ljóst, og viðurkenndi það á sama hátt og hann viðurkenndi spillinguna í flestum mannlegum verum. Sumir menn hafa fengið guðlegan neista af himnum; litli presturinn var einn þeirra. Og þar að auki varð de Peyrac að trúa einhverjum fyrir sér. Hann tók nú á öllu Því sem hann átti eftir, yfirgaf rue de Beau- treillis, gegnum gróðurhúsdyrnar; hann kunni á lásinn þar — og nokkr- um andartökum seinna knúði hann dyra í klaustrinu, sem hann vissi að var rétt hjá húsinu hans. Hann hafði tekið saman í huganum, það sem hann ætlaði að segja við föður Anthony. Það átti að verða einskonar trúarleg fyndni: Hjálpaðu mér faðir, því guð vill ekki að ég deyi ...... Og ég er nær dauða en lifi, en hann kom ekki upp nokkru orði. Hann hafði veitt því athygli nokkrum dögum áður, að hann var mállaus. Joffrey de Peyrac kinkaði kolli, fann skipið Gouldsboro bifast undir fótum sér og brosti. — Ah! Faðir Anthony? Ef til vill hefur hann verið bezti vinurinn sem ég hef eignazt. Hann var sannarlega sá trygg- asti og sjálfselskulausasti maður sem ég hef nokkru sinni hitt. Því hann de Peyrac, sem hafði stjómað öllu Aquitaine héraði og ráðið yfir meiri auðæfum, en nokkur annar maður i öllu Frakklandi, hafði svo vikum skipti reitt sig á vernd þessara mjóu úlnliða, sem 14 VTKAN 8 tbl stóðu út úr ermunum á slitnum kuflinum. Það var ekki aðeins að presturínn hefði hjúkrað honum og falið hann, heldur hafði hann fengið þá snjöllu hugmynd að fela de Peyrac undir nafni eins af glæpamönnunum í hópi sem stefndi til Marseilies og setja greiiann i stað glæpamannsins. Faðir Anthony átti að fylgja hópnum. Þessi umræddi glæpamaður hafði reynzt lögregluspæjari, og samfangar hans höfðu myrt hann. Faðir Anthony, sem nýlega hafði verið skipaður prestur þessara ógæfusömu galeiðuþræia, hafði sjálfur komið þessu í kring. Gengið var frá Joffrey de Peyrac í vagni, fullum af heyi og þjáningarbræður hans höfðu aldrei komið upp um , hann, þeir voru of fegnir að sleppa með það sem þeir höfðu gert. Varðmennirnir voru grófir og leiðinlegir hrottar og þeir spurðu engra spurninga um fang- ana, sem þeir báru ábyrgð á. En faðir Antony faldi skrínið með auð- ævum greifans, í sinum fátæklegu föggum, sem raunar höfðu ekki annað inni að halda en það, sem nauðsynlegt var til að geta sungið messu á íerðalaginu. — Hann var dásamlegur maður! 1 Marseilles hafði bætzt í hópinn svarti þrællirm Kouassi-Ba, sem einnig var dæmdur til galeiðuþrBelkunar. Og hvex var það annar en presturinn sem leiddi þrælinn tíl húsbónda sins, þar sem hann lá. Sú staðreynd að Joffrey de Peyrac var hálf lamaður í fótunum, hafði neytt nefndina, sem sá um að skipta galeiðuþrælunum niður í verk- hópa, til að dæma hann sem „ónothæían", með þeirri afleiðingu að hann var ekki settur um borð í skip, jafn fljótt og hinir. Þessi stað- reynd gerði það auðveldara fyrir han,n og Kouassi-Ba að flýja. Hann og þrællinn hans höfðu flúið til hins austurlenzka hluta borg- arinnar, þar sem þeir voru raunar frjálsir, þótt yfir þeim vofði að nást aftur, meðan þeir væru á franskri grund. Hann hafði eytt löng- uim tima í að fá tækifæri til að komast um borð i skip á haf út, en hann vildi ekki gera það fyrr en hann hefði komið sér upp nýju nafni og gert nokkrar varúðarráðstafanir, svo hann gæti ferðast um meðal Berba, hættulaust. Þar af leiðandi hafði hann skrifað hinum háheilaga múfta, Abd-el- Mechrat, hálærðum Araba, sem hann hafði skrifast á við í langan tíma og lært mikið af, i sambandi við nýjar efnafræðilegar uppgötv- anir, þótt það væri meira en hann hafði þorað að vona, hafði seaidi- boði hans fundið hinn heilaga Múhameðstrúarmann i heimaborg sinni, Fez, þeirri frægu og dularfullu borg. Svar hans bar með sér þann hreinleika hugans, sem viðkennir þau ein mörk milli manns og manns, sem greina heimsku frá gáfum og fávisi frá þekkingu. Á myrkri, tunglskinslausri nótt, axlaði Kouassi-Ba fatlaðan húsbónda sinn og fikraði sig niður að lítilli vík, skammt frá St. Tropez. Berbarn- ir voru þar og biðu eftir þeim í hvítum skikkjum, með öll segl reiðu- búin. Þeir þekktu þennan stað, því þeir höfðu iðulega komið hingað til að hitta fagrar, franskar stúlkur með ljóst hörund og biksvört augu. Ferðin til baka var ævintýralaus og nýtt svið opnaðist manninum, sem liafði verið bjangað frá bálinu. Mikil vinátta blómstraöi milli hans og Abd-el-Mechrats, sem fimum höndum læknaði sár hans, hann hafði kynnzt Mulai Ismail, sem eftir að senda hann til Súdan og hefja gullnámugröft þar, hafði sent hann sem sendiherra sinn til

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.