Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 23
...
LEIFTURHÖGG ÍSRAELS
5. júní þoldu Israelsmenn ekki lengur síendurteknar
ögranir og skemmdarverk Araba um mörg ár. Arab-
arnir spörkuðu a.f sér stígvélunum til að eiga hægara
með að flýja, og eftir sex daga voru herir Egyptalands,
Sýrlands og Jórdaníu splundraðir. Egypzki flugherinn
var strax úr leik. Nasser, sem storkað hafði Israel um
of, bauðst ti) að segja af sér, en lýðurinn bað hann
grátandi að gera það ekki.
v____________________________________________z
H-SAMVINNAN í SVÍÞJÓÐ
H-dagurinn í Svíþjóð var meðal viðburðanna. Svíum
gekk vel að færa sig milli vegarhelfta enda var við-
búnaðurinn mikill; vel vandað til undirbúnings og
styrkur lögreglunnar sjöfaldaður til eftirlits, meðan
breytingin væri að komast á. Svíar segja þetta árangur
fjölmennustu samvinnu, sem sögur fari af: 15.000 leið-
beinendur, 2.200 hermenn, 1.200 mótorhjólalögreglu-
þjónar og 35 þyrlur.
BANDARÍKJA-
HATUR DRAP
370
21. maí fórust 370 manns
í Briissel, þegar kvikn-
aði í stóru vöruhúsi. —
Margir álíta, að í því
hafi verið kveikt í
hefndar- og mótmæla-
skyni, eða beinlínis af
Bandaríkjahatri. Gegn-
um eldgnýinn heyrðist
hrópa'ð: „Ég fórna lífi
mínu fyrir Víetnam.“
Þegar þetta gerðist,
hafði vöruhúsið nýlokið
svonefndri „Ameríku-
viku“, sem það tileink-
aði kynningu á banda-
rískum varningi.
8. tbi. VIKAN 23