Vikan


Vikan - 07.03.1968, Síða 8

Vikan - 07.03.1968, Síða 8
SVIRMYNDIR IÍR FERÐ TIL EGYRTALANDS 1. HLUTI TEXTI: GYLFI GRÖNDAL Þegar flogið er til Egyptalands ( janúarmán- uði, á þeim tíma sem (sland ber einna helzt nafn með réttu, er sú kennd efst ( huga, hversu und- arlegt hljóti að vera að standa allt ( einu undir heiðum himni og heitri sól á bökkum Nflar. En staðreyndum fækkar ( henni veröld; veðrið geng- ur úr skorðum jafnt sem annað. Hópur (slenzkra blaðamanna og forstjóra ferðaskrifstofa fékk að reyna þetta ( tfu daga reisu um Egyptaland ( boði Arabfska sambands- lýðveldisins. Ferðin var farin fyrir milligöngu Flugfélags Islands. Þegar flogið var yfir Bret- land var hvftt yfir öllu; lítil ástæða til að fækka klæðum er stigið var út úr Gullfaxa á Lundúna- flugvelli; þar var snöggtum kaldara en heima. En yfirmaður United Arab Airlines ( Evrópu, hr. Gazarinl, lofaði þægilegum hita ( Kairo að kveldi og steikjandi sól strax daginn eftir. Hann tók á móti okkur ( London, leiddi okkur langan veg og fræddi um framandi slóðir, óvenju að- laðandi maður og góður og skemmtilegur félagi. Þrátt fyrir alla sína kosti fókk hann þó ekki við veðrið ráðið. Um kvöldið var fyrirheitna landið enn langt ( burtu með allt sitt sólskin. ( staðinn barst að vitum okkar (skaldur gustur á Grikkjagrund, veðurlag sem ( því landi er venjulega miklu fjarlægara en sjálft lýðræðið. Comet-vél arabfska flugfélagsins hafði við- komu í Parfs og Róm. Þar var sami kuldinn og ( London. Frá Róm var stefnt til Kairó, en á leið- inni bárust fréttir um sandrok af eyðimörkinni. Slíkt fyrirbæri er skiljanlega hættulegt skrúfum flugvéla. Við urðum því að lenda í Aþenu. Sand- rok stendur venjulega yfir ( eina klukkustund eða svo, var okkur sagt. En ekki vildi rokinu linna að þessu sinni. Var þv( ekki annað ráð vænna en taka hús á Grikkjum og láta fyrirberast ( Aþenu um nóttina. Enn var sandrok í Kairó morguninn eftir. Gafst því óvænt tækifæri til að skoða sig um f Aþenu, sér ( lagi fyrir þá sem ekki höfðu áður augum litið þá eðlu borg. Næst Egyptalandi geymir Grikkland flestar minjar liðinna alda. Og næst Egyptalandi hefur Ifklega Grikkland komið mest 8 VIKAN 10- «•

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.