Vikan


Vikan - 07.03.1968, Síða 9

Vikan - 07.03.1968, Síða 9
við sögu heimsfrétta síðustu mánuði. Það var því ekki amalegt að fá slíkan viðauka við girnilega reisu. Það væsti ekki um okkur um nóttina á Hilton- hóteli, sem kunnugir telja eitthvert glæsilegasta lúxushótel ( allri Evrópu. Á efstu hæð þess eru svalir allt um kring og sér vftt og breitt um borg- ina alla. Ekki grunar ókunnugan, að Aþena geti verið svo hvít og hrein til að sjá. Það jók á hreinleik þessarar morgunstundar, að sólin gægðist milli skýja og skein glatt, þótt býsna væri andkalt og veðrið minnti á íslenzka vor- kulda. Og þarna blasir Akropolis við sýn. Ekki má láta undir höfuð leggiast að stíga fæti á svo frægan blett. Við ökum þangað snarlega f sýn- isbíl og leggjum á brattann. Sólskinið f morgun hefur reynzt dagmálaglenna. Það er komið há- vaðarok. Frakkakragar eru brettir upp, höndum stungið djúpt í vasa og stigið hvert steinþrepið á fætur öðru. Loks verður ekki hærra komizt. Maður finnur til smæðar sinnar við hlið þessara hvítu rústa og risasúlna. Það er hem á pollum. Sumir reyna að berja sér milli þess sem myndir eru teknar af hópnum. Þarna er annar hópur ferðamanna ásamt skírmæltum leiðsögumanni. Gríska goðafræðin rennur upp úr honum eins og skrúfað hafi verið frá útvarpi. Þarna er kínversk fjölskylda, hjón með son sinn. Snáðinn hoppar f hemuðum poll- unum á meðan foreldrar hans mæna upp eftir súlunum. Rödd leiðsögumannsins yfirgnæfir rok- ið. Nöfnin hljóma kunnuglega; minna á syfju- lega kennslustund við Lækjargötu í grálýsi fs- lenzks vetrarmorguns. Ósköp kemur Akropolis kunnuglega fyrir sjón- ir, þótt aldrei hafi maður séð hana fyrr með ber- um augum. Kannski er það sjónvarpinu að kenna. Það var einmitt f vetur sem leikkonan Melina Mercouri sýndi okkur hana og sjálfa sig á skerminum ( bak og fyrir. Það er eins og mað- ur hafi komið hér áður. Og þól Það vantaði þriðju vfddina í sjónvarpinu. Það vantaði Ifka lyktina og birtuna og rokið og hemið á pollun- um. Það hefur líklega vantað það sem mestu máli skiptir, þegar allt kemur til alls. Enn er óvfst hvort hægt verður að fljúga til Kairó í dag. Sumum Ifzt ekki á þetta déskotans sandrok, sem venjulega gengur yfir á einni klukkustund. Þeir skyldu þó ekki vera farnir að strfða aftur? Hvað eru líka friðsamir eyjar- skeggjar að flækjast þetta um hávetur? En slfkar hugrenningar ná ekki að festa ræt- ur f framandi umhverfi. Forvitnin rekur okkur aftur út að skoða grfskt þjóðlíf í einni sjónhend- ingu. Strax á flugvellinum sáum við hanga uppi stórar myndir af Konstantfn og Önnu Marfu f fullum skrúða. Þessar myndir áttu alls ekki að hanga þarna samkvæmt fréttum heima. Við mar- sérum niður í miðborgina í leit að nýjum sann- indum. Við sjáum konungshöllina, þar sem eng- inn kóngur býr, og gerum okkur til dundurs að telja lögregluþjóna f þessu óttalega lögreglu- ríki. Fingur beggja handa nægja við þá talningu. Um kvöldið var loks flugfært til Kairó. 10. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.