Vikan


Vikan - 07.03.1968, Side 11

Vikan - 07.03.1968, Side 11
SVIPMYNDIR ÚR FERÐ TIL EGYPTALANDS Strax á flugvellinum í Kairó má sjá minjar sex daga stríðsins: Töturlega búin kona með sof- andi kornabarn í fanginu situr hjá búslóð sinni, sem rúmast ( tveimur stórum pokum. Fleiri börn sitt á hverju ári standa hjá. Andlit konunnar lýsir ótta og þjáningu, og það er undarleg spurn í augum barnanna. Slík sjón kemur við hjartað í virðulegum íbúum velferðarríkis, sem aðeins hafa séð slíkt á myndum. Þeir standa eins og glópar andspænis fjarlægum veruleika: hörm- ungum styrjaldar. Við Ökum frá flugvellinum til borgarinnar. Menn teygja sig nær gluggunum til þess að gleypa í sig framandi umhverfi. Það er kalt í veðri, aðeins nokkurra stiga hiti og alskýjað eins og heima. Slíkt veður er afar sjaldgæft á þessum árstíma í Egyptalandi. Hr. Gazarini þykir leitt, að forsjónin skyldi ómerkja svo gróflega lýsingu hans á heiðríkju og glaðasól heimalandsins. En hann brosir, bregður á glens, skellir skuldinni á okkur: — Þið hafið komið með þennan kulda frá ís- landil Götulíf í Kairo: Hvdík hringiða fjölbreytilegs mannlífs! Arabi situr með krosslagða fætur á kerru og hottar letilega á asnann sinn, sem er skreyttur bjöllum og glingri. Á eftir honum ekur maður á hjóli með gríðarstóran bakka á höfð- inu. Bakkinn er þakinn nýbökuðum brauðum. Maðurinn hefur aðra hönd á stýrinu en styður hinni við bakkann. Bflpr þjóta hjá og þenja flautuna í sffellu. í umferðinni í Kairó er það flautan sem gildir. Á gangstéttum úir og grúir af fólki: Berfættir Arabar í skósíðum kyrtlum með túrbana á höfði, Egyptar í Vesturlandaklæðum, hermenn f Ijósgrænum einkennisbúningum, kon- ur í síðum, svörtum pilsum eins og nunnur. Á næturklúbbi í Kairó. Stúlka dansar egypzkan magadans af mikilli list. 10 VIKAN 10. tbl. Sé8 yfir Níl og pýramídana. Yzt til hægri er Keops-pýramídinn, sem er stærstur, þá kemur pýramídi Kephrens og loks pýramídi Mykerinos- ar og síSan smærri pýramídar, þar sem drottn- ingar, ráðherrar og annaS fyrirfólk var lagt til hinztu hvíldar. — Á neðri myndinni er sfinxinn, steinljónið undarlega, sem hefur varðveitt leynd- armál sitt í fimm þúsund ár. Kairó er stærsta borg í Afrfku. íbúar eru um fjórar milljónir. Allt frá því að Þúsund og ein nótt var lesin í bernsku hefur þessi borg verið sveipuð ævintýraljóma [ hug- anum. Sú sjón tekur á sig mynd veruleikans, þegar ekið er um gamla bæinn. Hann ber f fyllsta máta austurlenzkan svip með hvolf- þökum, musterum og mínarettum sem teygja sig til himins. En ann- ars staðar eru nýrri borgarhverfi á vesturlenzka vísu, jafnvel nokkrar nýtfzkulegar byggingar í tuttugustu aldar stfl. Vfða sjást minjar strfðs- ins: Sandpokavirki við stórbygging- ar, varnarveggir hlaðnir úr múr- steini við dyr og húsasund. Það dimmir f einni svipan eins og tjald sé dregið fyrir himininn. Við snæðum glæsilegan kvöldverð á Hilton-hóteli. Hótel Hiltons eru nú orðin 22 utan Bandarfkjanna, óbrigðul tálbeita fyrir amerfska túrista, sem vilja taka þægindi heimalandsins með sér á ferðalög- um. Við neytum dýrðlegs matar á efstu hæð og njótum um leið útsýn- is yfir Kairó f Ijósadýrð næturinnar. í fjarska grillir í dökka þríhyrninga: pýramídarnir, hin voldugu eilffðar- tákn. Sunnudagur. Það er rúmhelgur dagur hér um slóðir. Þá eru búðir opnar, börn ganga í skóla og menn til vinnu sinnar. Föstudagurinn er hinn helgi dagur Múhameðstrúar- manna. Ekki sér til sólar þennan fyrsta morgun okkar í Egyptalandi. Á leið- inni til Egypzka safnsins ( Kairó hefur leiðsögumaður okkar orð á þvf, að hnötturinn hljóti að vera að frjósa. Um morguninn hafði hann hlýtt á fréttir um gffurlegt vetrar- ríki suður um alla Evrópu. Safnhúsið stendur á eystri bakka Nílar. Hópur af sölumönnum tekur á móti okkur. Þeir eru reiðubúnir til að eiga við okkur viðskipti, veifa hálsfestum og öðrum minjagripum og láta hringla í. Síðar f ferðinni kynntumst við betur sérkennilegum verzlunarmáta Egypta. Verðið er hátt í fyrstu, en síðan upphefst miskunnarlaust prútt. Okkur var sagt, að eðlilegt væri að koma verðinu niður um 30% eða jafnvel helming. Einn okkar fær ágirnd á háls- meni, þar sem vangasvipur drottn- ingarinnar Nefretiti er greiptur á silfurplötu. Hún var kona Amenho- teps IV., sem rfkti 1361—1340 fyr- ir Krist. Undarleg kyrrð og göfgi er yfir svip þessarar drottningar. Mynd hennar er orðið tákn túris- mans í Egyptalandi. - 60 pjastras, segir sölumaður- inn. - No, 301 - 501 - No, 301 - 401 - No, 301 — No, no, noi Listenl I am ban- krupt. I have not seen a tourist for mounths. Come onl 40 pjastras! - Nol - Alrightl 35. Þar með er verðið komið niður um nær helming og kaupin eru gerð. Þessi sölumennska er hrein- asta fþrótt og veitir mörgum óblandna ánægju. Maður er sann- færður um að hafa gert reyfara- kaup. Stundum vill þó koma f Ijós síðar, að það var Arabinn sem græddi á viðskiptunum. Hálsmen af nákvæmlega sömu gerð og hér um ræðir keyptu sumir sfðar f ferðinni fyrir aðeins 20 pjastra. Á safninu eru varðveittir yfir 100.000 dýrgripir. Þetta er stærsta og verðmætasta safn fornegypzkrar listar í vfðri veröld. Við stönzuðum við hverja stytt- una á fætur annarri: styttu af My- cerinusi konungi með tvær gyðjur sitt til hvorrar handar, alabasturs- styttu af Khephren, kalksteinsstyttu af Djoser og þannig mætti lengi telja. En merki atburða líðandi stundar draga athyglina frá þess- um dýrmætu fornminjum. Sandpok- ar eru hlaðnir f kringum hverja einustu meiriháttar styttu og límt f kross yfir alla glerkassa. Meðan styrjöldin geisaði bjuggu Egyptar sig undir að geta flutt safnið á brott á skömmum tfma. Þeir voru reiðubúnir að leggja á flótta með fortíðina f höndunum. Dýrmætustu gripirnir, eins og til dæmis gull- gríma Tutankhamons, voru fjar- lægðir meðan á stríðinu stóð og höfðu ekki enn verið settir á sfna staði aftur. Víða f Egyptalandi keppa einkennilegar andstæður um athygli manns, eins og þarna f safninu, þar sem gullnum minjum um glæsta menningu fyrir þúsund árum var skýlt með gráum sand- pokum. Dagurinn Ifður eins og örskot. Það er snæddur hádegisverður f skemmtigarði að nafni Maryland, horft á veðreiðar á nýjum skeið- velli og veðjað á háfætta gæðinga með engum árangri, þrátt fyrir að- stoð véfréttar og færustu sérfræð- inga. Það er meira að segja komið sólskin f landi sólguðsins. En allt þetta hverfur f skugga kvöldsins. „Sound and Light" stend- ur f prógramminu, og okkur er sagt, að það sé nafn á sýningu: pýramfdarnir upplýstir og saga þeirra sögð um leið. Ósjálfrátt vaknar tortryggni: Er ekki of langt gengið að ofurselja sjálfa pýra- mfdana tæknibrellum tuttugustu aldar — til þess að þóknast ferða- mönnum? En ótti af þessu tagi var ástæðu- laus. Við drekkum bjór f snotru veitingahúsi og bfðum þess að klukkan verði sex. Á leiðinni sá- um við sólina setjast: svarta must- eristurna bar við eldrauðan himin. Á slaginu klukkan sex göngum við út úr veitingahúsinu, setjumst á þægilega stóla f mjúkum eyði- merkursandinum undir kolsvörtum himni. Það er nístandi næturkuldi og hrollur í manni, þrátt fyrir þykk teppi. Skyndilega hefst /Sýningin: Allt sviðið er upplýst fölgrænu Ijósi: pýramfdarnir þrfr, sfinxinn, grafar- rústir. Þetta er mikilfengleg sjón, Framhald á bls. 34. 10. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.