Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 14
FRAMHALDSSAGA 5. HLUTI
EFTIR J. D. McDONALD
Skip hélt honum í lausu lofti, svo andlit þeirra voru í sömu hæð. Það var ekki nema hálft fet á
milli þeirra. Axlavöðvar Skips nötruðu af áreynslunni og sinarnar á hálsinum voru eins og skorn-
ar í tré....
Þegar Guz kom meS glösin
aftur inn í baðherbergið var Skip
Kimberton bak við mattar dyrn-
ar fyrir stóra steypibaðsklefan-
um og heitt vatnið sprautaðist
með, gný úr úðurunum. Steypi-
baðklefinn, baðherbergið og kló-
settið úr ryðfríu stáli, var allt
búið sérstaklega til fyrir Skip
Kimberton. Guz Hemandez
fannst hann vera eins og illa
þrifinn dvergur inni í þessu her-
bergi.
Nokkrum mínútum eftir að
skrúfað hafði verið fyrir úð-
arana í steypibaðinu, gekk Guz
aftur að baðherbergisdyrunum.
Skip stóð við vaskinn og var að
raka sig með stórt handklæði
hnýtt um mittið.
— Ég ætlaði að fara þangað
með Lucee og sýna henni stað-
inn, sagði Skip. — Hana langaði
að sjá hann. Hann strauk fingr-
unum um kjammana og hreins-
aði af rakvélinni undir heita-
vatnskrananum. — Ég gekk
þrjátíu til fjörutíu kílómetra á
dag. Henni fannst gaman að
ganga. Líka Kitty. Þær voru á
margan hátt líkar.
Guz vék sér imdan, þegar Skip
kom út úr baðherberginu. Hann
fór inn í búningsklefann við hlið-
ina á svefnherberginu og fór í
hrein föt, hvíta skyrtu, dökkblátt
bindi og dökk föt. Þrátt fyrir
gallalausan fráganginn á klæð-
skerasaumuðum fötunum fannst
Guz ævinlega að Kimberton væri
framandi í svona fötum, gróf
föt fóru honum miklu betur, fóru
miklu betur við þetta veðurbitna
andlit og stórar, iðnar hendurn-
ar.
Kimberton blandaði sér sjálf-
ur í glas og leit á Guz Hern-
andez með ofurlitlu brosi, sem
þó var líkara sársaukagrettu. —
Kominn í sparifötin, en get svo
ekkert farið. Ég skal segja þér
að þegar við höfum komið þessu
frá er ég að hugsa um að taka
mér frí um sinn. Ef til vill fara
í siglingu umhverfis hnöttinn.
Guz fylgdi honum eftir inn í
setustofuna. Skip lét fallast í
stóran leðursófa og sveiflaði öðr-
um fætinum yfir armhvíluna.
— Áður en þú ferð, sagði Guz,
— verðum við að koma málun-
um á hreint. Á ég að segja þér
hvað ég hef í huga?
— Þú ert enn við sama hey-
garðshornið, vertu þá stuttorður
og segðu eitthvað af viti.
— Það er sá stóri, sem þeir
eru á hnotskóg eftir. Ef þú reyn-
ir að losa þig úr því með að
nota eitthvað sem ekki hefur
komið fram, verðurðu ekki í að-
stöðu til að leggja fram nauð-
synlega tryggingu fyrir þeim
verkum sem þú kannt að vilja
bjóða í. Þú verður að afla þér
fjárins á einhvern augljósan hátt.
Greiðasta leiðin væri að selja
Weston lóðina.
— Kannski vil ég halda í
hana.
— Skip, nú þýða engar hunda-
kúnstir. Þeir vaka yfir hverri
hreyfingu. Ég kemst af við þá
vegna þess að ég hugsa eins og
þeir, ég nota þeirra aðferðir. Þú
hefur aldrei verið fullkomlega
hreinskilinn við mig, Skip. Það
er það sem ég hef áhyggjur af.
Skip þyngdist á brúnina.
— Það er eins og þú ætlir að
fara að tala af viti.
— Ég reiknaði út á sama hátt
og þeir gera. Ég fór aftur á bak,
um mörg, mörg ár. Ég grand-
skoðaði allar gömlu skýrslurnar
þínar. Ég reiknaði tekjurnar eft-
ir sköttunum, bætti við hinum
nauðsynlega lífeyri og þar að
auki allvænni fúlgu í vasapen-
inga, og ég fékk allt aðra upp-
hæð en þá sem við sýnum í
bókunum, Skip.
Kimberton reis mjúklega á
fætur: — Hvað munaði það
miklu?
— Nógu miklu til að fullvissa
mig um að þú hefðir skotið all
verulega undan, Skip. í reiðu-
fé. Eitthvað á milli sjötíu og
fimm og hundrað og fimmtíu
þúsund. Og það sem ég er að
reyna að segja þér er, að þú
getur ekki snert þessa peninga.
Þú getur ekki veitt þeim aftur
inn í starfsemi þína og notað
þá til að borga hluta af þessum
skattreikningi. Ef þú reynir það
sitjum við báðir í súpunni.
Skip Kimberton tók tvö löng
skref, læsti hrömmunum um
upphandleggi Guz Hernadez og
kippti honum upp úr stólnum.
Glasið féll úr máttvana hendi
Guz, og hann rak upp lítinn
skræk af sársauka og undrun.
Skip hélt honum í lausu lofti,
svo andlit þeirra voru í sömu
hæð. Það var ekki nema hálft
fet á milli þeirra. Axlavöðvar
Skips nötruðu af áreynslunni og
sinarnar á hálsinum voru eins
og skornar í tré. Með mildu
brosi og mjúkri rödd spurði
hann: — Hvar myndi ég geyma
þannig peninga?
— Á .... góðum stað. Drott-
inn minn Skip! Slepptu mér!
— Eins og hvar?
— Ég ... ég veit það ekki.
Skip Kimberton sagði með ís-
ikaldri og óheillavænlegri ná-
kvæmni: — Ég gef djöfulinn í
það hvað um mig verður héð-
an í frá, Gussi. Ég veit að þú
ert að ljúga að mér. Þú færð
eitt tækifæri til að segja mér
hvar þessir peningar eru faldir,
svo ef þú bendir á rangan stað,
skal ég með mínum eigin hönd-
um, rífa þitt íeita kjöt frá bein-
unum og enginn heyrir í þér
hljóðin.
— Skip! Láttu ekki svona! Við
höfum þekkzt í....
Það var eins og járnkrumlurn-
ar sökktu sér dýpra í hand-
leggi hans. — Það er eins gott
fyrir þig að benda á réttan stað
strax.
— Fyrir guðs skuld! Þú ....
baðst Lucille fyrir þá.
Hann leit inn í samankipruð
augu Skip Kimbertons og sá
dauðann. Allt í einu sleppti Skip
honum. Guz lenti á hælunum og
tungan varð milli tanngarðanna.
Það var sárt. Hann stundi og
lyppaðist niður á gólfið eins og
feitt, örmagna barn. Hendurnar
voru beinhvítar og máttvana.
Þegar harm reyndi að hreyfa
fingurna fann hann til sársauka-
fulls náladofa. Hann kjökraði
einu sinni, hljóðið var eins og
af snöggum hiksta.
Skip settist á hækjur sér, greip
með öðrum hramminum um and-
lit Guz og sneri á honum höfð-
inu. svo hann gæti horfzt í augu
við hann.
— Þú horfist í augu við dauð-
ann, svo þú skalt tala meðan
þú getur. Guz vonaði að hann
meinti þetta ekki, en svo sá hann
þetta hræðilega augnaráð, þessi
steinhörðu augu, hann sá svit-
ann og grámann á andliti Skips
og varð gagntekinn af ólýsan-
legri skelfingu í fyrsta sinn á æv-
inni.
— Ég gerði ekki neitt. Ég sver
við guð! Þegar ég vissi að þú
hafðir stungið þessu undan
reyndi ég að geta mér þess til
hvar það myndi vera. Kannski
hér. Kannski í sumarbústaðnum.
Ekki í geymsluhólfi. Þá mynd-
irðu hafa orðið að skrifa undir
yfirlýsingu og þá hefðu verið
gefnar út kvittanir og þesshátt-
ar. Svo ég hélt bara áfram að
hugsa og hugsa og ég varð að
komast að því. Þú varst á eftir
mér dag eftir dag, til þess að
spyrja mig hvort það væri
minnsti möguleiki á því hvort
þú yrðir dæmdur ' sekur um
skattsvik og settur í tukthúsið
Heldur myndirðu flýja, svo pen-
ingarnir hlutu að vera hjá ein-
hverjum sem gætu fært þér þá,
hitt þig einhversstaðar ef allt
gengi úrskeiðis. Mér flaug í hug
hvort Lucille geymdi þá fyrir
þig og ég... vildi ganga úr
skugga um það.
— Hvenær?
— Fyrir mánuði. Þú varst ekki
í borginni... Ég rakst á hana
af tilviljun á götunni, ég bauð
henni upp á kaffibolla. Þetta var
á laugardagssíðdegi. Ég spurði
hana kæruleysislega hvort hún..
hefði þetta í öryggishólfi. Það
14 VIKAN
10. tbl.