Vikan - 07.03.1968, Síða 17
og hann horfði undrandi á unga
og fallega stúlku í fangi sér.
— Þér verðið að læsa, sagði
hún og greip andann á lofti. —
Læsið hurðinni strax! Þeir eru
á eftir mér og ætla að drepa
mig...
— Er einhver sem eltir yður?
— Já, í guðanna bænum ger-
ið það fyrir mig að læsa hurð-
inni eins kyrfilega og hægt er.
Fróði flýtti sér að læsa hurð-
inni og í sömu andrá heyrði
hann fótatak fyrir utan. Það var
tekið í húninn, en síðan lagzt
á hurðina og reynt að opna hana
með afli. Síðan hrópaði hrjúf
karlmannsrödd:
— Ef þér opnið ekki, skjótum
við lásinn í sundur!
Stúlkan hrópaði upp yfir sig.
Fróði leit á hana. Andlitið var
náfölt. Skelfilegum hugsunum
laust niður í hug hans eins og
eldingu. Það var stöðugt hamr-
að á dyrnar:
— Opnið! Annars skjótum við,
var hrópað.
— Bakdyrnar, hvíslaði stúlk-
an. — Er nokkur annar inn-
gangur inn í húsið?
Hann greip hönd hennar, dró
hana með sér gegnum stofuna
og inn í eldhúsið. Þegar hann
opnaði dyrnar fram á eldhús-
ganginn, heyrði hann að barið
var harkalega á bakdyrnar. Hann
ýtti ungu stúlkunni frá sér, hljóp
inn í stofuna og opnaði stóra
skápinn. Hann tók fram kassa
með skotum í, greip veiðibyss-
una sína, sem hann hafði eitt
sinn verið svo stoltur af, og
setti skot í hana. Hann vonaði,
að hún væri í lagi. Síðan gekk
hann að aðaldyrunum. Það var
enn barið á þær stöðugt. Hann
otaði fram byssunni og kallaði:
— Hvað viljið þér?
— Við viljum komast inn. Við
viljum ná í þessa ungu stúlku,
var svarað.
— I-Ivers vegna?
— Það kemur yður ekkert við?
Opnið, annars skjótum við lás-
inn og það verður verst fjo-ir
yður sjálfan.
Fróði tók fastar um byssuna.
— Ég er vopnaður, sagði hann,
og ráðlegg ykkur að hverfa á
brott þegar í stað.
Það var þögn stundarkorn, en
síðan var sagt með sömu rödd:
— Þér sleppið ekki svona auð-
veldlega. Við höfum nógan tíma
til að bíða.
Hann heyrði fótatak fjarlægj-
ast hægt og hægt. Andartak stóð
hann kyrr og hlustaði. Síðan
hraðaði hann sér í gegnum stof-
una og inn í eldhúsið. Hann tók
eftir því, að það var dimmt í
stofunni. Unga stúlkan hafði
slökkt 'ljósið. Hann stóð um
stund við bakdyrnar. Allt virt-
ist vera hljótt úti. Hann hélt
enn á byssunni 1 hendinni og
gekk inn í stofuna aftur. Ljósið
úr eldhúsinu féll á gólfteppið
og herbergið var hálfrökkvað.
Unga stúlkan horfði 'á hann.
Brún augu hennar minntu á dá-
dýrsaugu, hjálparvana og ótta-
slegin.
— Hvað er eiginlega á seyði,
spurði hann. Hingað til höfðu
viðbrögð hans verið sjálfráð og
ómeðvituð. Honum hafði ekki
gefizt tími til að leiða hugann að
því, hvað var í rauninni að ger-
ast.
— Hafið þér síma, sagði hún
skjálfandi röddu.
— Nei, svaraði hann. Honum
heyrðist hún stynja þungt og
mæðulega. Hún var klædd ljósri
regnkápu. Kastaníubrúnt hárið
var í óreiðu. Hún hlaut að hafa
hlaupið mjög hratt. Allt í einu
hljóp hún til hans og kastaði
sér í fangið á honum. Hann tók
utan um hana með annarri hend-
inni, en hélt hinni fast um byss-
una.
— Ég er svo hrædd, grét hún.
— Þeir ætla að drepa mig.
— Hvers vegna?
Rödd hans var róleg. Honum
tókst að leyna því, að hann var
allur í uppnámi. Hvað var eig-
inlega að gerast? Þessi mjúka
vera hélt dauðahaldi í hann!
— Af því að ég sá, þegar
þeir . .. þegar þeir myrtu mann.
— Myrtu mann?
Rödd hans lýsti tortryggni.
— Já, ég þekki þá. Þeir hafa
með sér glæpaflokk. Sonur ná-
granna okkar er i flokknum.
Hann og hinir myrtu mann úti
á götu. Ég var á leiðinni heim
og sá það, og þeir vita, að ég
sá það.
Rödd hennar skalf, hún þagn-
aði um stund, en hélt síðan á-
fram:
— Ég hljóp, því að ég vissi
að þeir mundu reyna að ná í
mig. Ég var vitni. Ég varð að
leita hjálpar hjá einhverjum. Ég
hljóp og hljóp og svo kom ég
auga á þetta hús hér og sá ljós-
ið . . .
Hann losaði hana varfærnis-
lega úr fangi sér og gekk að
glugganum. Hann dró þung
gluggatjöldin fyrir og kveikti á
litlum lampa. Síðan benti hann
henni á sófann:
— Setjizt þér.
Hún settist. Hún var enn ná-
föl og starandi augun sýndu, að
hún hafði fengið alvarlegt tauga-
áfall. Hann gekk að útihurðinni,
stóð þar andartak og hlustaði.
Allt var hljótt. Síðan gekk hann
að bakdyrunum. Þar var einnig
kyrrt og hljótt. Hún hlaut að
hafa gert of mikið úr þessu. Þeir
voru farnir. Hann gekk aftur í
gegnum eldhúsið, en skyndilega
heyrðist hár smellur og suð-
andi hljóð frá glugganum. Brot
úr sekúndu starði hann agndofa
á litla holu í veggnum rétt fyrir
ofan hann. Síðan kastaði hann
sér flötum á eldhúsgólfið. Guð
minn góður! Hún hafði rétt fyrir
sér. Þessir menn viriust einskis
svífast,
Hann skreið á fjórum fótum
að stofudyrunum, reis upp til
hálfs og slökkti ljósið í eldhús-
inu. Síðan skreið hann áfram
inn í stofuna og stóð á fætur.
Unga stúlkan sat enn í sófanum
í nákvæmlega sömu stellingum
og þegar hann fór fram. Hún
starði sljóum augum út í loftið.
Fróði lagði byssuna frá sér í
hægindastól, opnaði skáp og tók
fram flösku og glas. Hann hellti
glasið fullt og gekk að stúlk-
unni. Þegar hann þrýsti glasinu
að vörum hennar, drakk hún fús-
lega, en hún fór að hósta strax
eftir fyrsta sopann. Það var eins
og hóstakastið hefði vakið hana
aftur til fullrar meðvitundar.
Hún leit skelfingu lostin á hann:
— Hvað........ hvað gerðist,
spurði hún.
— Þeir eru enn þarna úti,
sagði hann. — En þér skuluð
ekki vera hrædd. Enginn mun
fá að gera yður neitt mein.
Hann óskaði þess, að hann
gæti staðið við þetta loforð. Hann
var einn í húsi ásamt stúlku,
sem hann þekkti ekkert og
glæpamenn lágu í leyni allt í
kringum húsið... En svo var
að sjá sem hún treysti honum
fullkomlega, því að hún reyndi
nú að harka af sér, enda þótt
enn væri hún nábleik af ótta og
skelfingu.
— Hvað eru þeir margir,
spurði hann.
— Ég held að þeir séu fimm.
En það getur verið að þeir séu
fleiri.
— Við hljótum að geta kallað
á lögregluna með einhverju móti,
sagði hann hugsi.
— Hvað með nágranna, spurði
hún og það birti yfir svip henn-
ar. En Fróði hristi höfuðið.
— Drekkið meira úr glasinu,
sagði hann. — Ég á enga ná-
granna ennþá. Þetta hverfi er
alveg nýtt og fólk er ekki enn
flutt i hús sín. Ég er sá eini,
sem bý hér. Næsti nágranni
minn býr hérna niður á horn-
inu, en það eru minnst hundrað
metrar þangað.
— Við erum sem sagt... al-
ein?
Hann kinkaði kolli.
— En nú megið þér ekki verða
hræddar aftur.
— Þeir reyna áreiðanlega að
brjótast inn í húsið og síðan
skjóta þeir okkur bæði.
— Þeir vita að ég er vopnað-
ur, og munu því hugsa sig um
tvisvar, áður en þeir gera það.
Hann gaut augunum í áttina að
gluggunum. Ef þeir mundu skjóta
á þykk og dökk gluggatjöldin,
máttu þeir vera heppnir ef þeir
hæfðu þau. En það var rétt hjá
henni, að þau voru í mikilli lífs-
hættu. Þessir náungar þarna úti
voru bersýnilega miskunnarlaus-
ir. Það gagnaði víst lítið, að all-
ir gluggarnir voru hai-ðlæstir.
Hann hlustaði. En allt var svo
Framhald á bls. 36.
I°.tbi. VIKAN 17