Vikan - 07.03.1968, Side 20
VETTUIIIiGUR DHGA FfiLKSINS
Að kynnlngu f Vikunni lokinni, koma stúlkurnar fram á skemmtun f Austur-
bæjarbíól 3. apríl næstkomandi. Úrslitin verða síðan kunngerð á sama stað 5.
aprfl. Á báðum þessum skemmtunum skemmtir úrval skemmtikrafta unga
fólksins, ekki aðeins með popmúsik, heldur verða einnig sígild skemtiatriðl á
vegum ungs fólks. Lcitað hefur verið til skóla og ýmissa félagasamtaka unga
fólksins, og á skemmtununum tveimur leiðir þetta fólk saman hesta sina og
sýnir, hvað f þvf býr. Þessar tvær skemmtanir má þvf með réttu kalfa VETX-
VANG UNGA FÓLKSINS.
NO. 2 TIL ÚRSLITA
RAG Nll 110 Rl PÉTUISDÖTTIB
MEISTARAVÖLLUM 9. REYKJAVlK
RagnheiSur er 16 ára, fædd 6. febrúar 1952. Foreldrar hennar eru
Þórunn Matthíasdóttir og Pétur Valdimarsson. Hún er 174 sm á hæð,
með grágræn augu, kastaníubrúnt hár. Hún er í þriðja bekk Haga-
skólans og uppáhaldsnámsgreinarnar eru íslenzka og fslandssaga. Á
sumrum hefur hún verið í unglingavinnunni, nema síðasta sumar,
þegar hún gerði víðreist og heimsótti Bretlandseyjar og Danmörku.
Hún er í módelsamtökunum og hyggur á frekari frama á því sviði,
þegar námi í Hagaskóla lýkur. Henni er það áhugamál, að verða góð
sýningardama. Tómstundirnar notar hún að nokkru til undirbúnings
þess, en tekur lítinn þátt í félagslífi skólans annan en fara á skóla-
böllin einu sinni í mánuði, en hún fer ekki á „plötuböllin". Við og
við sækir hún unglingadansleiki, en þekkir sveitaböll tæpast nema
af afspurn. Hún telur að unga fólkið neyti áfengis til að losna við
feimni og til að losa um málbeinið, sumir kannski af monti. Hún
álítur unglingavandamálið mjög orðum aukið, segir að unglingar al-
mennt séu ekkert vandamál.
Ragnheiður segist ævinlega biðja um leyfi, þegar hún ætlar út að
skemmta sér, og tilgreina hvert ferðinni sé heitið. Hún telur þó ekki,
að það sé almenn regla meðal unglinga. Að hennar dómi eiga ungar
stúlkur ekki að hugsa til hjónabands fyrr en 18 ára, og piltarnir ekki
fyrr en 21 árs. En hún leggur áherzlu á, að hjónaefnin eigi að hafa
langan kunningsskap að baki.
Væri hún ekki íslenzk, kysi hún helzt að vera ensk, því hún kunni
mætavel við sig í Englandi, er hún heimsótti það í sumar. En hún
vildi alls ekki velja sér hlutskipti neinnar af íslenzkum konum sög-
unnar, sagðist ekki vilja hafa verið uppi þá.
WHHií!
i . ;
20 VIKAN 10-tbl-