Vikan - 07.03.1968, Side 22
FRAMHALDSSAGAN 13, HUUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON -
MULAI ISMAIL TÓK Á MÓTI HONUM MEÐ POMT OG PRAKT. ÞAÐ VAR LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ
MULAI FYNDIST NOKKUR SKUGGI FALLA Á HANN AF FRÆGÐ ÞESSA KRISTNA VITRINGS,
ÞVERT Á MÖTI VAR HONUM LJÓS SÁ HEIÐUR, SEM HONUM VAR AF ÞVÍ AÐ HAFA FENGIÐ
SVO VIÐHLUTAMIKLA HJÁLP, FRÁ DE PEYRAC, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞURFT AÐ AUÐMÝKJA
HANN EÐA BEITA ÞVINGUNUM EÐA PYNTINGUM. OSMAN FARAJI LÉT HVERGI SJÁ SIG, EN
HANN HAFÐI BRÝNT FYRIR SODLÁNINUM AÐ TALFÆRA EKKI EINU SINNI í NÁVIST ÞESSA
GESTS SÍNS, ÞAÐ SEM HONUM VAR HUGLEIKAST, MÖGULEIKANA Á ÞVÍ AÐ ÞESSI GÁFAÐI
HÆFILEIKAMAÐUR, SEM AF TILVILJUN HAFÐI FÆÐZT RÖNGU MEGIN VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ,
LÉTI SNÚAST TIL MÚHAMEÐSTRÚAR.
•r* * * * * *★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ * * * ★★★★★★★★★★★★★★★★*★★** r
19. KAFLI.
Sá dagur kom loksins að Abd-el Mechrat sagði honum írá þeim
valdamönnum, sem gerðu það kleift að de Peyrac, þótt skrýtinn væri
gæti lifað góðu lífi i hjarta Islam, i einskonar dularfullum verndarhring,
þar sem ekkert illt virtist geta náð til hans. Hann gerði sér Ijóst að
með þessu var læknirinn að gefa honum til kynna að hann áliti sig-
urinn uninn og það væri ekki nema spurning um daga, þangað til
hann hefði að l'ullu náð sér.
Arabiski læknirinn tók að segja honum um blóðugar styrjaldirnar
og uppreisnirnar, sem geysað höfðu yfir konungdæmi Marokkó. Honum
kom á óvart að komast að því að jafnvel Fez varð endrum og eins
vitni að stórkostlegum blóðböðum. Raunar hefði hann ekki þurft annað
en líta út fyrir hallarveggina til að sjá fjöldann allan af gálgum og
krossum, sem fleiri eða færri hræjum og eina breytingin var sú hvort
hræin voru gömul eða ný, þann daginn. Allur þessi forgangur var vegna
þess að stjórn Mulai Archys var i dauðateygjunum og bróðir hans,
Mulai Ismail var að hrifsa til sín völdin frá honum með grimmd ungs
hræfugls.
Mulai Ismail var orðinn æðsti maður þjóðarinnar og hann hafði
vonazt til að geta notað sér vísindaþekkingu hins mikla, kristna vitr-
ings eða öllu heidur fullfrúi hans gerði það, yfirgeldingurinn Osman
Faraji, sem hafði stjórnað gerðum hins unga soldáns allt frá bernsku.
Osman Faraji, maðurinn sem raunverulega hélt i stjórnartaumana,
bak við hásætið, sem enn var ótryggt var svartur Semíti, fæddur í
þrældómi meðal marokkóanskra Araba. Hann var fluggáfaður og nógu
slyngur til að vita að hann myndi aldrei standa af sér kynþáttamis-
muninn, nema hann gerði sjálfan sig óbætanlegan.
Svo hann hafði tekið sér fyrir hendur fjölmörg mismunandi mál
og áætlanir með fimi og nákvæmni kóngulóar í vef sinum, kippti fyrst
ofurlítið í þennan spottann, kastaði síðan út og hnýtti annan, þar
til honum að lokum heppnaðist að umkringja fórnarlambið, sem hann
hafði af svo mikilli leikni gert að bandingja sínum.
Þessi svarti forsætisráðherra hafði vökult auga á skærum milli
prinsanna og fólksins i landinu, sem voru Arabar, Berbar og Márar
22 VIKAN 10-tbl-
og allir þessir kynþættir voru jaín fávísir um grundvallaratriði, hag-
fræði og félagsvísindi, höfðu fyrirlitningu á verzlun og viðskiptum og
sóuðu öllu i stríð og blygðunarlausa eyðslu. Geldingurinn var hins-
vegar varfærinn og þjálfaður í viðskiptum og kunni leyndardóma hag-
fræðinnar upp á sína tiu fingur.
Sigrar Ismaiis höfðu fært honum yfirráð yfir landsvæðunum á
bökkum Niger, þar sem þrælar drottningarinnar af Saba höfðu einu
sinni unnið guli. Nú náðu völd þessa nýja þjóðhöfðingja alla leið inn
i skóga Guineu, þ£ir sem enn mátti sjá marga svertingja vinna i
skuggunum af risavöxnum bombaxtrjám og jafnvel ofan í þrjú hundr-
uð feta djúpum göngum.
Osman Farai áleit öll þessi auðæfi árangurríkustu aðferðirnar til að
treysta völd skjólstæðings síns, þvi það sem hafði öðru fremur gert
fyrrverandi soldán vallan í sessi, hafði verið vankiunnátta hans á
fjármálastjórn. Mulai Ismail vissi engu meira um íjármálastjórnina,
en ef aðeins hægt væri að virkja þær námur, sem sverð hans hafði
unniö, þannig að þær gæfu af sér svipað og á dögum Salómons og
drottningarinnar af Saba, var Osman Faraji tilbúinn að fullyrða að
völd hans myndu vara ævina út.
Fyrsta áfallið kom, þegar sendiboðarnir, sem hann hafði sent suð-
ur, sendu heim skýrslur um yfirgengilega leti og illvilja hinna inn-
fæddu svertingja. Gull var þeim einskis virði nama sem offur til
guðanna, eða til að gera úr skartgripi handa kvenfólkinu, sem ekkert
bar annað. Á hinn bóginn yrði þegar i stað eitrað fyrir hvern þann
sem reyndi að koma inn hjá þeim öðrum hugmyndum.
En þessir skurðgoðadýrkandi svertingjar i skógarlöndunum, voru
þeir einu sem þekktu leyndarmál gullsins. Ef þeir yrðu beittir nokkr-
um þvingunum myndu þeir yfirgefa námurnar og steinhætta allri
vinnsiu. Þeir voru sigraðir í stríði, en þeir voru enn í aðstöðu til að
setja sigurvegurum sínum úrslitakosti.
Yfirgeldingurinn hafði einmitt náð svona langt í viðleitni sinni, þeg-
njósnarar hans komust í bréf Joffrey de Peyrac til töfralæknisins í
Fez.
Hefðirðu aðeins verið kristinn vinur minn, hefði ég lent í mesta
vanda með að gera nokkuð til að vernda þig, útskýrði, Abd-el-Mechrat.