Vikan - 07.03.1968, Síða 23
— Þvi alda miskunnarleysis er í þann veginn að skella yfir Marokkó.
Mulai Ismail hefur tekið sér titilinn „Sverð Múhameðs", sem betur
fór skírskotaðir þú til þess sem við áttum einu sinni saman að sælda,
með góðmálma. Þú hefðir varla getað fundið þér neitt heppilegra til
að segja.
Osman Faraji hafði borið sig saman við stjörnurnar, sem veittu hon-
um þær upplýsingar að de Peyrac væri sendur af forlögunum. Hann
vissi þegar að valdaræninginn, sem hann hafði sett í hásætið, myndi
sitja lengi og valdatími hans verða gullinn, og stjörnurnar sögðu
honum að maður sem væri töframaður, þótt hann væri allslaus út-
lendingur myndi færa mikinn auð í bú, því eins og Salómon héldi fyrir
hann lyklinum að auðæfum jarðarinnar. Þegar Abd-el-Mechrmat var
yfirheyrður staðfesti hann þessa spá. Þessi lærði, kristni maður,
vinur hans, vissi meira um gull, en nokkur annar lifandi maður.
Með því að nota efnatækni hafði honum jafpvel heppnazt að vinna
gull úr steinum, þar sem ekki vottaði fyrir minnsta gla'mpa, jafnvel
þótt þeir væru fínmalaðir.
Þegai’ í stað voru sendar út skipanir, svo þessi maður, sem hafði
svo heppilega fyrir Mulai Ismail, verið hrakinn úr Frakklandi, yrði
ekki fyrir minnsta mótlæti. — Héðan í frá ertu heilagur i Islam,
endurtók arabiski læknirinn. — Um leið og ég ,lýsi því yfir að þú sért
heill heilsu aftur leggurðu af stað til Súdan með fullu fylgdarliði,
jafnvel her, ef þú telur það nauðsynlegt. Þú munt fá alla þá hjálp
er þú krefst og í staðinn verður þú að senda, eins fljótt og þú getur,
gull til hans hágöfgi, yfingeldingsins.
Joffrey de Peyrac hugsaði sig um. Hann hafði að því er virtist ekki
um neitt annað að velja en að vinna fyrir soldáninn og ráðgjafa hans.
Og þar að auki var þetta tilboð það bezta sem hann, sem vísinda-
maður og ferðamaður gat óskað sér. Þvi hann hafði í mörg ár dreymt
um landið sem nú átti að senda hann til, landið sem Kouassi-Ba kom
upprunalega frá og sem hann talaði svo oft um.
—■ Ég myndi samþykkja þetta, sagði hann að lokum. -— Ég myndi
samþykkja þetta, já, jafnvel með ákefð ef ég væri viss um að þess
væri ekki vænzt af mér að ég verði Múhameðstrúarmaður ofan í kaup-
ið. Mér er fullljóst að fólk þitt er jafn óbilgjarnt og mitt. 1 meira en
tíu aldir hafa krossinn og hálfmáninn átt í átökum. Sjálfur hef ég
alltaf borið mikla virðingu fyrir þeim helgiritum, sem mennirnir hafa
gert sér og valið til að tigna skapara sinn og ég vona að sjónarmið
mín virði virt á sama hátt, þvi þótt nafn forfeðra minna hafi dregizt
niður i svaðið með niðurlægingu minni, get ég ekki og vil ekki bæta
á þá svívirðu með því að kasta trú.
— Ég hafði búizt við þessu. Hefðum við einungis átt viðskipti við
Mulai Ismail hefðu verið miklar líkur til að gengið yrði að þessum
óskum þínum. Hann hefði áreiðanlega kosið að sjá einum þjóni Allah
meira á jörðinni, heldur en láta fylla kistur sínar með gulli. E’n Osman
Faraji hefur annað i hyggju, þótt hann sé ákafur trúmaður sjáifur.
Það er hann sem þú átt að þjóna og enginn ætlast til þess af þér að
þú gerir það sem þú ekki vilt sjálfur.
Og iitli. gaimli maðurinn bætti við með skærri röddu:
— Ég kem að sjálfsögðu með þér. Ég verð að hafa auga með lieilsu
þinni og hjálpa þér í dýrmætu starfi þínu og ég gæti jafnvel reynzt
þess megnugur að koma í veg fyrir að þú lentir í einhverri gildru,
sem vafalítið mun verða á leið þinni. Land okkar er mjög frábrugðið
þínu og mér dettur ekki í hug að igeía þig á vald forlögunum og hætt-
unum sem leynast á leiðum okkar.
Franski aðalsmaðurinn hafði eytt til þess nokkrum næstu árum að
ferðast um sólsviðin lönd Súdans og svalari, en jafn hættulega skóga
Guineu og Fílalands.
Þetta starf hans að finna gull og vinna það bættist við könnun
iandsins. Hann ferðaðist meðal þjóðflokka sem hingað til höfðu verið
óþekktir og liklegri voru til að gripa til opinnar mótspyrnu, heldur
en sveigjast til hlýðni en þeir sáu múskettur marokkóönsku varð-
mannanna, sem hann neyddist til að hafa með sér. Hann hafði unnið
þá, kynþátt eftir kynþátt með því að nota þann eina hlekk sem
var til milli hans sjálfs og þessara nöktu villimanna — heilshugar ást
á landinu og leyndardómum þess. Þegar hann gerði sér ljósa ákefð-
ina í arfgengri ástriðunni, sem gegnum kynslóðirnar hafði knúið
svertingjana á þessum slóðum til að leita ofan í iður jarðarinnar,
þótt þeir hættu til þess lifum sínum, þótt þeir aðeins gætu við og við
komið upp með ofurlítið gull til að offra skurðgoðum sínum, gerði
hann sér ljóst að hann var sannarlega bróðir þeirra.
Stundum eyddi hann mörgum mánuðum í senn í skóginum, sem
fyiltu félaga hans hryllingi, en þeir voru ýmist frá eyðimörkinni eða
Sahei. Jafnvel Kouassi-Ba hikaði þegar þeir komu að skógarjaðrinum.
Aðeins Abdullah fylgdi honum eftir. Hann var ungur og ofstækis-
fullur þræll, sem hafði ákveðið í eitt skipti fyrir öil að þessi hviti
galdramaður réði yfir baraka eða yfirnáttúrulegum verndarvætti, því
það kom aldrei neitt fyrir hann. Aðalstarf marokkóönsku varðlið-
anna hans var að fylgja gulllestunum norður á bóginn. Svo tók Abd-
el-Mechrat að hvetja Peyrac til að leggja af stað noi’öur eftir sjálfur,
á ný. Osman Faraji, yfirgeldingurinn var meira en ánægður með ár-
angurinn sem hviti töframaðurinn hafði náð og hafði flutt boð frá
Mulai Ismail um að hann óskaði að taka á móti honum opinberlega
í höfuðborg sinni í Meknés. Þegar hér var komið voru völd soldánsins
mjög traust. Jafnvel í fjarlægustu löndunum voru þegnar hans teknir
að verða áþreifanlega varir við hagnaðinn af stjórn hans. Hann var
sjálfur með svertingjablóð, frá móður sinni, fyrsta konan hans var
súdönsk, og hann hafði valið beztu menn af öllum þjóðum, sem und-
ir hann heyrðu, í her sem var honum fullkomlega tryggur. Þegar
Joffrey de Peyrac kom til Fez, skildi hann eftir blómstrandi starf i
héruðunum, þar sem ekki hafði rikt annað en óreiða, þegar hann kom
bangað. Staðarhöfðingjarnir höfðu ákveðið að gera sitt bezta og hvöttu
nú þegna sína til að vinna Þá vinnu sem höfðingjarnir i norðri óskuðu,
en i staðinn fengu þeir ýmisskonar glingur, íburðarmikla vefnað-
arvöru og múskettur, þótt hið síðastnefnda væri varningur sem farið
var mjög varlega með og aðeins spart gefið til tryggustu þegna.
Eftir rauðar, villimannlegar hallirnar á bökkum Nigerfljóts var
Meknés með allri sinni fegurð og rikidæmi, iðandi lífi og grænum
görðum, eins og miðgarður menningarinnar sjálfrar.
Joffrey féll vel íburðarmikill smekkur Arabanna. Hann hafði sjálf-
ur mikil áhrif á Mulai Ismail, þegar hann reið inn i borgina með fylgd-
arliði sínu og allir voru klæddir í fínustu skikkjur, berandi dýr vopn,
sem þeir höfðu keypt af portúgölskum kaupmönnum á ströndinni eða
Egyptum, inni í landinu.
Tortrygginn þjóðhöfðingi hefði látið hann iðrast þessa mikillætis.
Það var nokkuð sem de Peyrac greifi hafði lært dýru verði, af reynslu
sinni hjá Lúðvik XIV., en hann áleit það ekki nægilega ástæðu tii að
bregða út af vana sínum. Og þegar hann reið í gegnurn borgina á
svörtum hestinum, klæddur í hvíta ullarskikkjuna með silfurútsaum-
inum, fann hann að hann leit aðeins lauslega á kristnu þrælana, sem
gengu um göturnar, illa á sig komnir og báru byrðar sinar undir
svipum Joidakanna, hinna þróttmiklu hersveita Mulai Ismails.
Mulai lsmail tók á móti honum með pomt og prakt. Það var langt
frá þvi að Mulai fyndist nokkur skuggi falla á hann af frægð þessa
kristna vitrings, þvert á móti var honum Ijós sá heiður, sem honum
var af því að hafa fengið svo viðurhlutamikla hjálp, frá de Peyrac, án
þess að hafa þurft að auðmýkja hann eða beita þvingunum eða pynt-
ingum. Osman Faraji lét hvergi sjá sig, en hann hafði brýnt fyrir
soldáninum að talfæra ekki einu sinni i návist þessa gests sins, það
sem honum var hugleiknast, möguleikana á því að þessi gáfaði hæfi-
leikamaður, sem af tilviljun hafði fæðzt röngu megin við Miðjarðar-
hafið, léti snúast tii Múhameðstrúar.
Vinátta þeirra var innsigluð eftir þriggja daga fögnuð. Að fagnað-
mum loknum tilkynnti Mulai Ismail Joffrey de Peyrac að hann ætlaði
að senda hann til Konstantinópel, sem sendiherra sinn, til Stór-
tyrkjans.
Franski aðalsmaðurinn mótmælti, sagðist ekki hafa hæfileika til að
fara slíka för, en þá sortnaði soldáninn í framan. Hann varð að við-
urkenna fyrir Peyrac að hann væri ennþá þegn soldúnsins i Konstanti-
nópel og það væri raunar sá hái herra, sem hefði beðið um hvíta
galdramanninn. Stórtyrkinn vildi láta hann endurtaka, að Þessu sinni
með silfri, kraftaverkið sem hann hafði gert með gull, fyrir hinn
ágæta þegn sinn, soldáninn í Marokkó.
— Þessir hundar, þessir veiku og vatnsdaufu trúmenn virðast ímynda
sér að ég hafi haldið yður la'stum inni í turni og að þér hafið fram-
leitt fyrir mig gull úr úlfaldaskít, öskraði Mulai Ismail og reif
skikkjuna sína, til merkis úm fyrirlitninguna.
Joffrey de Peyrac fuilvissaði soidáninn um að hann myndi verða
honum trúr og ekki gera neitt það sem gæti mögulega skaðað stjórn-
anda Marokkó.
Skömmu síðar kom hann til Algier. Eftir þrjú ár á ferðalagi um
Mið-Afríku var þessi maður, sem einu sinni hafði verið yfirheyrður
og dæmdur og hafði fyrir eitthvert kraftaverk bjargazt úr fangelsi
Frakkiandskonungs, aftur á ströndu Miðjarðarhafsins, líkaminn endur-
nýjaður, en ör á sálihni.
Hafði hann hugsað mikið um Angelique, konu sína þessi löngu ár?
Hafði hann haft sérstakar áhyggjur af því livað hafði komið fyrir
ástvini hans? Satt að segja vissi hann nægilega vel hvernig konur
hugsuðu, til að gera sér ljóst að allar konur myndu, jafnvel þær beztu
gerðu, liafa tekið hann alvarlega tii bæna fvrir að hafa nokkurntím-
an á þessum árum látið af sárri iðrun sinni, eftirsjá og harmasöng.
En hann var karlmaður og hafði alltaf lifað heilsliugar í nútíðinni.
Og það sem meira var, hann hafði beitt sér heilshugar að einu verk-
ofni og aðeins einu — að iifa og komast af — og hað hafði reynzt
næstum ÓP'erlegt. Joffrey de Peyrac minntist þeirra tíma, þegar óbæri-
leg líkamskvöi og breyta hafði siökkt eid hugsananna. Það eina sem
hann hafði gert ’sér grein fyrir þá, var dauðahringurinn sem sífellt
hrengdist í kringum hann, hungrið, veikindin og ógnir mannanna
sem ofsóftu hann og hann varð að sleppa undan. Og það var það sem
gerði hann þess megnugan að dragast ofurlitinn spotta enn.
Maður sem hefur kom'ð aftur frá helju man aldrei mikið um ferð
s;na. Strax og henn hafði náð heilsunni aftur í Fez hafði hann hætt
að snyrja. Framtíðin var tryggð með þvi starfí sem soldáninn í Marokkó
lmfði gefið honum i Súdan Því til hvers hefði það verið að iifna við
á ný. ef allir hefðu úthýst honum, ef hann ætti sér engan stað meðai
hinna lifandi? E'n nú gekk hann eðlilega. Það gaf honum ótrúlega
notakennd! Læknirinn hans hafði hvatt hann til að ríða og hann
hafði farið langar leiðir á hestbaki á eyðimörkinni, meðan hann
huesaði nákvæmlega hvert smáatriði í sambandi við leiðangur sinn.
Maður sem fær eitt tækifæri hjá verndara sínum. hefur ekki efni á
bvi að láta sér verða á mistök af misgáningi. né heldur má hann
voga sér að hugsa um neiitt annað. en það sem hann hefur fvrir stafni.
Og þó. kvöld nokkurt í Fez, þegar hann kom heim til íbúðar þeirra,
sem honum hafði verið fengin i höll Abd-el-Mechrat, brá honum í brún,
begav hann fann fallega stúlku liggjandi á sessum, bíða eftir honum
i t’.inelsskininu. Hún hafði fögur dúfuaugu, munnur hennar undir
ijósri slæðunni var eins og granatepli og gagnsær serkurinn gaf í skyn
línur fullkomins líkama.
Hann. fyrrverandi meistari við hirð ástarinnar i Languedoc, var svo
fjarri bví að hugsa um ást að hann hélt að þetta hlyti að vera þjón-
ustustúlka að gantast við hann og hann var í þann veginn að senda
hana burt. þegar hún sagði honum að hinn heilagi vitringur hefði
s.iáifur falið henni að lifga upp nóttu gestsins, því hann áliti sjúkling
sinn nú aftur nógu sterkan til að njóta lífsins á þennan hátt.
Fyrst hló hann. Hann horfði á hana leysa af sér slæðurnar með
leiknu látleysi starfsgreinar sinnar, glettinni blöndu af látleysi og
ástleitni. Svo tók hjarta hans að slð örar og ákafar og hann fann
votta fyrir þrá.
Á sama hátt og hann bafði dregizt að brauðinu, þegar hann var
að deyja úr hungri og að vatninu, þegar hann var að deyja úr þorsta,
á sama hátt uppgötvaði hann þessa nótt, þegar hann komst i snertingu
við hörund þessarar konu, sem angaði af rafi og jasmínu, að hann
var heill og lifandi.
Það var þessa nótt, sem hann hugsaði um Angelique í fyrsta skipti
i marga, langa mánuði, og minningarnar voru svo skarpar og nístandi
að hann fékk ekki sofið.
Konan iá sofandi á gólfinu, friðsæl, ung vera, andardráttur hennar
varð varla greindur. En hann teygði úr sér á austurlenzkum hæg-
indum og minntist iiðinna daga. Síðast þegar hann hélt konu I örm-
Framhald á bls. 40.
10. tbi. VIKAN 23