Vikan


Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 25
 „Ég hef séð þá koma og fara, en þú ert slungnasti tíkarsonurinn af þeim öllum. Þú notar alla. Þú notar forseta Frakklands til aS koma óþverranum frá þér á framfæri. Þú notaðir Brune kóló- nela og lézt hann vinna fyrir þig skítverkin. Þú notaðir mig.“ ! EFTIR LEON URIS - 6. HLUTI BLAÐARÉTTUR A ISLANDI: VIKAN „Fyrst í stað," sagði Brune, „völdu Bandaríkjamenn sér ekki Devere- aux, enda þótt þeir treystu m|ög á hann til upplýsingaöflunar á Kúbu. Þess í stað suðu þeir saman og hrundu í framkvaemd snilldarlegri óætlun, í hverri Devereaux var hafður sem gljáagn. Kúbanskur svikari í sendi- nefnd lands sfns hjá Sameinuðu þjóðunum kjöri sér Frakkana að fórnar- lömbum sökum þess að hann var á mála hjá Bandaríkjamönnum og hafði fengið skipanir um að rugla fölskum skjölum saman við önnur ekta og láta svo Frakka stela þeim. Fulltrúa Devereaux sjálfs í New York grunaði einmitt þetta og varaði við því að gildra hefði verið lögð fyrir okkur. En engu að síður gerði Devereaux og kom í framkvæmd áætlun um að stela skjölum þessum frá hóteli einu f New York. Fölskum skjölum hafði verið blandað saman við þau er ekta voru. Fölsku skjölin vöktu hjá Dev- ereaux grunsemdir um eldflaugar á Kúbu. Flann flutti síðan Bandarfkja- mönnunum upplýsingar þessar, sem upprunalega voru frá þeim komnar. Nú, fyrst Devereaux hafði gengið þetta langt, gat hann varla skorazt undan því að fara til Kúbu. Flann sá það sem Bandaríkjamenn og Rússar vildu að hann sæi, hvorki meira né minna. Enginn, Monsieur !e Président, getur skýrt hversvegna eldflaugarnar voru fluttar gegnum Flavana. Dev- ereaux segir að vídd ganganna undir höfnina hafi verið misreiknuð. Við höldum þvf fram að ef Rússarnir hefðu viljað leyna þessum varningi, þá hefðu þeir skipað honum upp f höfn á suðurströnd eyjarinnar. Eld- flaugarnar svokölluðu voru fluttar gegnum Flavana sökum þess að ætl- azt var til að Devereaux sæi þær. Ennfremur," hélt Brune áfram og færðist stöðugt f aukana, "vissu Rúss- arnir hversvegna Devereaux var á Kúbu. Þeir vissu að hann var fransk- ur njósnari og fortfð hans sýndi að hann var vinveittur Bandaríkjamönn- um.Er hægt að trúa því að þeir hefðu sleppt honum frá Kúbu með slfkar upplýsingar, nema þeir hafi viljað að hann bæri þær út? Jæja, svo þegar Devereaux hafði verið blekktur nægilega, voru Banda- ríkjamenn nógu klókir til að biðja hann að fara til Frakklands og segja okkur fréttirnar, þar eð líklegt þótti að hann yrði tekinn trúanlegur. Hann er ábyggilegur embættismaður, sem nýtur trausts og orð hans hlutu þvf að hafa óhemju áhrif." „Ég er viss um að Devereaux skrifar ekki undir þessa skýrslu ykkar," sagði La Croix. „Auðvitað ekki. Enginn embættismaður f hans stöðu myndi nokkurn tfma viðurkenna slík reginmistök. Engu að síður — og án þess að við ákærum nokkurn — höfum við um langt skeið verið mjög tortryggnir varðandi njósnaþjónustu okkar á Kúbu." „Vera má að leikið hafi verið þar á okkur mánuðum saman," bætti Rochefort við. „Og niðurstaða ykkar, er sú, að aldrei hafi verið neinar árásareld- flaugar á Kúbu?" „Rétt er það, Monsieúr le Président." „Ég þakka ykkur, herrar mínir. Góða nótt," sagði forsetinn stuttur f spuna. Þeir stóðu upp, hneigðu sig lítillega og gengu aftur á bak út. „Eftir á að hyggja," kallaði La Croix á eftir þeim, „hvað hafið þið frekar að segja mér varðandi þetta Topazar-bréf?" „Rannsóknarnefnd okkar er ( Washington," sagði Brune, „en mig er farið að gruna að einnig bréfið sé liður f þessu sama sovézk-bandarfska samsæri." Þegar þeir höfðu lokað á eftir sér, setti Pierre La Croix upp gleraug- un og pældi gegnum skýrsluna. Hann varð ekki tekinn með einu áhlaupi. Hann vissi að engir kærleikar voru með þeim Brune og Devereaux. Kannski var Brune annt um að fella Devereaux í áliti sem fyrst til að draga úr hneykslinu, sem leyniþjónustan hlaut að verða fyrir, ef Topazar- ákæran reyndist á rökum reist. Forsetinn vissi að Devereaux var pólitfskt viðrini, en Frakki var hann samt. En Devereaux gat hafa orðið fórnardýr snilldarlegs samsæris. Röksemdir Brunes virtust ábyggilegar. Þær komu líka heima við þær skuggaathafnir, sem Frakkland hafði grunað Banda- ríkin um síðan f sfðari heimsstyrjöld. Þegar drægi úr látunum út af eld- flaugunum, myndu Washington og Moskva leggja beina sfmalínu sfn á milli. Þessi milliliðalausu, óvenjulegu tengsli myndu vissulega verða túlkuð sem tákn samkomulags milli Sovétmanna og Bandarfkjamanna um skiptingu áhrifasvæða. Frakklandi yrði þá ætlað að verða annars flokks rfki. Eldflaugadeilan gæfi Bandarfkjunum og Sovétrfkjunum Ifka tækifæri til að efla heri sfna. Þar með fengju þau aðstöðu til að styrkja áhrifavald það, sem þau höfðu yfir bandamönnum sfnum. Og með þvf að flækja jafn háttsettan yfirmann úr frönsku leyniþjónustunni og Devere- aux f málið, var hægt að neyða Frakkland til að fylgja stefnu Bandarfkj- anna án mótmæla og bollategginga. Og hver vissi nema Bretar væru f viðorði með Bandarfkjamönnum í von um að sjá Frakkland Iftillækkað? Brune kólóneli æddi um rúmgóða skrifstofu sína f aðalstöðvum SDECE á Mortier-búlevarði; þar hafði gömlum herskálum verið breytt svo þetr hæfðu núverandi hlutverki. Hann stanzaði sem snöggvast við gluggann og leit niður í garðinn, sneri svo aftur að skrifborðinu. Brune hrifsaði upp vikublaðið Moniteur. Það var fullt af hnjóðsyrðum um La Croix, eins og venjulega. En dálkurinn eftir Francois Picard var í rauðum ramma: Það er kynlegur fnykur á Mortier-búlevarði. Orðrómur, sem inn- an skamms verður staðfestur, lyktar af hneykslisbruggi innan SDECE. Það hefur lengi verið vitað að franska leyniþjónustan er gegnrotin. Svo alvarlegur er lekinn að fáir bandamenn Frakklands þora leng- ur að trúa þvf fyrir leyndarmálum. En raunar kærir forsetinn okkar sig ekki um bandamenn .... Brune fleygði blaðinu reiður. Augljóslega hafði Devéreaux komið þessu 10. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.