Vikan


Vikan - 07.03.1968, Síða 28

Vikan - 07.03.1968, Síða 28
„Ég er að reyna að kjafta þig út úr þessu andskotans brjólæði þínu. Þeir í leyniþjónustunni vita, að persónulega myndi ég aldrei framkvæma skipun um að vinna þér mein, en Fauchet hefur fyrirmæli þér viðvíkjandi. Brune fékk honum þau persónulega." André hló og lét sem hann heyrði ekki viðvörunina. „Hefurðu ennþó einkapósthólfið þitt ó stöðinni við Rue des Capucines?" „J á." „Gott. Að einum eða tveimur dögum liðnum verður þar bréf til þín. Það mun innihalda lausnarbeiðni mína og afhjúpun merkilegrar persónu. Þú verður að sjó til þess að það komist milliliðalaust í hendur La Croix forseta. í öðru umslagi verður afrit, sem þú mótt lesa sjólfur þér til ónægju og fróðleiks." „I guðanna bæunm, André, hættu við þetta." „Ég geri þetta ekki fyrir neina guði, heldur Frakkland. Ætlarðu að koma bréfinu fró mér til forsetans?" „Jó, ég lofa því." Sveitasetur Jacques Granvilles í Normandii var umlukt skóglendi og veiðilöndum, sem eigninni fylgdu. í því voru þrjótíu og sex herbergi, er öll voru þannig búin að vitni bar um fróbærlega góðan smekk. Jacques gekk að hreyfanlegum bar nálægt skrifborði sínu og tók upp flösku af bourbon. „Hvernig lízt þér á?" „Þig rámar í veikleika mína," sagði André. „Hvenær ferðu aftur til Washington?" „Ég býst við að verða kominn á faraldsfót von bráðar." „Ég er feginn að við gátum varið þessari helgi saman. Þú veizt að ég færði úr stað himin og jörð til að koma þér í sendiherraembættið í Nýja-Sjálandi. En ég var einfaldlega borinn ráðum. Allir halda að þú sért svo verðmætur í Washington. Kristur minn, André, ég get ennþá komið þér í sendiherrastöðuna ef þú vilt hugleiða það mál og sækja það með mér." „Ég hef þegar svarað því tilboði. Ég fer ekki til Nýja-Sjálands." „Ég er aðeins að reyna að hjálpa þér," sagði Jacques. „Ég veit hvers konar eldskírn þessar síðustu vikur hafa verið þér og hversu sár þú ert. En þú verður að líta á málin frá öllum hliðum, á breiðtjaldi. Pierre La Croix hefur á réttu að standa. Að minnsta kosti fyrir Frakkland. Við er- um ekki þessháttar fólk að Við látum nokkra utanaðkomandi rfkja yfir okkur eða hafa áhrif á gerðir okkar. Ég er ekki haldinn neinni hefndar- fýsn gagnvart Bandaríkjamönnum og get ekki tileinkað mér þessa ofsa- fengnu andúð á Bandaríkjunum, sem nú er í tízku, en engu að síður, þá höfum við rétt á að gera okkar mistök sjálfir. Nú, hvað viðvíkur þessari nýju deild varðandi vísindanjósnirnar, þá vona ég að þú sendir okkur einhverjar góðar upplýsingar." „Ég geri mitt bezta eins og alltaf." „Og taktu þetta rólega. Þú færð fleira starfslið. Komdu sem mestu af púlinu yfir á það. Þegar Kúba tilheyrir ekki lengur þínu umdæmi, hef- urðu aðstöðu til að taka lífinu léttar." „Ég býst við að ég sé þreyttur." „Þið eruð undarlegar plöntur, þessir leyniþjónustumenn. Ég hef oft hugleitt hversvegna þið Robert hélduð áfram í þessu eftir stríðið." „Hvað Robert snerti, var þetta eins og hver önnur atvinna. Flestir liðs- menn flestra leyniþjónustustofnana eru einfaldlega dyggir og heiðarleg- ir, opinberir starfsmenn." „En þú ert mér gáta, André. Þú hefðir getað eignazt heiminn eins og hann leggur sig." „Ég hef eignazt þann heim sem ég raunverulega kærði mig um. Ég hef unnið með þess konar körlum og konum, sem eru fegurri sem fólk og hugrakkari og hugsjónaríkari en nokkrar aðrar manneskjur f heimin- um. Aðeins þeir, sem elskað geta land sitt á djúpan og dulúðugan hátt, geta þjónað á þennan hátt, ( kyrrþey." „Ójú," sagði Jacques, "en hvað um hina? Skálkana, barkaskerana, þá tvíbentu?" „Ég hef einnig kynnzt afhraki jarðarinnar. Ég hrífst alltaf af svikur-' um. Ég hef aldrei hætt að furða mig á, hvernig maður getur snúizt gegn ættlandi sínu." André lagði frá sér glasið, tók saman höndum fyrir aftan bak og starði framhjá brókaðitjöldunum á birkilund, sem skar sig úr nekt haustsins. „Sumir, eins og Bóris Kúsnetof, strjúka af ótta eða hræðilegum vonbrigð- um. Henri Jarré var svo gegnsýrður af hatri að það var enginn glæpur í hans augum að njósna um Nató, því honum fannst í fullri einlægn! að það væri í þágu föðurlandsins. Það eru meðal okkar trúir kommúnistar, sem njósna vegna þess að þeir trúa á kommúnismann, og lýðræðissinnar sem njósna vegna þess að þeir trúa á lýðræðið. Svo eru það þeir, sem halda að Rússland muni um síðir buga Vesturveldin og vilja vera með þeim, sem betur hefur. Það má ekki gleyma smáfiskunum, sem eru staðn- ir að verki í rúmum, sem þeir eiga ekki að hátta sig ofan í, eða með lúkurnar á kafi í peningakössum. Þeir eru fengnir til njósna með ógnun- um." „Jæja . . . látum það vera. André, meginástæðan til þess að ég vildi hitta þig er sú, að fá þig til að hætta að gera veður út af þessu Topazar- 28 VIICAN 10- «*. máli. Hreinskilnislega sagt veit ég ekki enn, hvort Topaz er til eða ekki, en ég veit að þú hefur slegið vindhögg. Láttu mig og aðra, sem eru á varðbergi, sjá um Brune kólónela þegar okkar tími kemur." „Brune? Ég hafði rangt fyrir mér honum viðvíkjandi." „Hvað áttu við?" „Ég miklaði hann óhæfilega fyrir mér. í rauninni er hann ekki annað en skrifstofublók, sem berst fyrir lífi sínu hræddur við eigin meðalmennsku. Hann hefur látlzt vera andstæðingur Bandaríkjanna og Devereaux og hallað réttu máli í skýrslum sínum vegna þess að hann hélt að það lík- aði La Croix vel og einnig sökum þess að aðrir aðilar sögðu honum að gera það. En það versta, sem hægt er að saka Brune um, er að hann er spilltur embættismaður og snýst eins og vindurinn blæs f stjórnmálunum hverju sinni og hefur látið það viðgangast að leyniþjónustan grotnaði niður. En að hann sé sovézkur njósnari? Nei. Brune er ekki sá seki. Þegar hann sá Topasar-hneykslið vofa yfir sér, átti hann ekki nema um tvennt að velja: að fella mig í áliti eða láta sparka sér með skömm." André sneri sér við og gekk frá glugganum, framhjá stórfenglegu safni af verkum Dumasar, Voltaires, Hugos. „Maður á borð við Brune kólónela er auðveldur f meðförum. Hann er eins og strengbrúða, og honum hefur verið stjórnað af klókum, lasta- fullum djöfli." André hallaði sér upp að þykkri plötu borðs f renessansstíl. „Það er slæmt að þú skulir ekki hafa kynnzt Bandaríkjunum sæmilega, Jacques." „Þú veizt hvernig það hefur verið. Ég kem þangað f opinberum erind- um og stend stutt við." „En slæmt. Bandaríkin búa yfir ótrúlegri tilbreytni f náttúrufegurð. Ég hætti aldrei að dá hana. Það eru fjögur tímasvæði f þessu eina landi. Hugsaðu þér. Sjóndeildarhringir sem af guðum gerðir, kraftaverk unn- in af mannahöndum. Alger dýrð. Ég held ég sé hrifnastur af Colorado. AAikil fjöll óbyggð, hrjóstursvæði og veðraðar rústir gamalla námuborga. Buslandi lækir fullir af silungi. Fyrri hluta sumars, á hálendinu umhverfis Aspen, eru dalirnir og engin teppi af villiblómum." „Guð minn góður, André. Hvaðan kom öll þessi heimþrá yfir þig?" „Frá villiblómunum." Vottur af brosi sást á andliti Jacquesar. Hann setti frá sér glasið og tók sér sæti við borðið. „Segðu mér eitthvað um villiblómin." „Þú hlýtur að kannast við blómið, sem er ríkistákn Colorado. Þið ber- ið bæði sama nafnið, þú og það . . . Columbine." Granville spratt sviti af grön og hann dró út efstu skúffuna í borð- inu, þumlung fyrir þumlung. „Þú ert orðinn yfirgengilega skemmtilegur," sagði hann. „Við voru'm að tala um svikara," hélt André áfram. „Menn sem eru verri en hórur, melludólgar og leigðir kyrkingamenn. En botnfall alls, mesta viðurstyggð meðal manna er sá, er svíkur föðurland sitt fyrir pen- inga." Fingur Granvilles þreifuðu um skúffubotninn unz þeir fundu kaldan málm skammbyssunnar, sem hann leitaði að. Hann kreppti höndina um vopnið, hægt. „Jacques, þú virðist klumsa. Nú skulum við líta á, hvernig þetta allt gekk til. Meðan á stríðinu stóð, skrappstu nokkrum sinnum til Moskvu á vegum Frjálsra Frakka. Rússarnir sáu í þér hrífandi ungmenni og ger- spillt, sem áfram myndi standa nálægt La Croix, en þeir vissu að einhvern tfma kæmi að því að hann stjórnaði Frakklandi. Þeir fóru því á fjörurnar við þig, og fyrir átján árum var farið að þjálfa þig. Komist maður inn í slíkt völundarhús, er vonlaust að sleppa út aftur. Þú hefur lifað tvöföldu lífi óvenju lengi. En jafnvel þótt tekinn sé til greina eðlilegur afrakstur embættis þíns, auður tvegqja fyrrverandi eiginkvenna og eigin arfur, þá hrekkur það ekki til að lifa jafn hátt og þú gerir . . . og þú lifir hátt, Jacques. Hvílík sambönd þú hefur við svissnesku bankana í Genf," hélt André áfram. „Það er ekkert smáræði, sem þú hagnast á þessu, en þarf nokkurn að furða á þvf þegar Sovétríkin hafa einn njósnara sinna til að mata hálfblinda forsetann okkar á villuupplýsingum? Ég hef séð þá koma og fara, en Guð minn góður, Jacques, þú ert slungnasti tíkarsonurinn af þeim öllum. Þú notar alla. Þú notar forseta Frakklands til að koma óþverranum frá þér á framfæri. Þú notaðir Brune kólónela, ruglaðir öllu fyrir honum og lézt hann vinna fyrir þig skftverk- in undir því yfirskyni, að þú værir vinur hans og vildir forða honum frá embættismissi. Þú notaðir mig." Granville hafði snúið sér við og að skrifstofudyrunum. Hann læsti þeim snarlega og sneri sér að André og miðaði á hann lítilli Beretta-skamm- byssu. „Nú skulum við tala saman," urraðl Granville. „Það er komið að þér að tala, Jacques, en leggðu frá þér þessa skammbyssu. Þú lítur út eins og bjáni." Jacques miðaði á hann áfram. André gekk til hans. Granville titraði. Hendur hans urðu sleipar af svita. André tók af honum skammbyssuna sem væri hún óheppilegt leikfang, tók úr henni skotin og fleygði þeim á borðið. „Þú hefur aldrei haft manndóm til að taka í gikkinn sjálfur. En ef þér skyldi detta í hug að siga böðlunum þínum á mig, er rétt að láta þig

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.