Vikan


Vikan - 07.03.1968, Qupperneq 34

Vikan - 07.03.1968, Qupperneq 34
 VORSENDING A OBREITTU VERÐI AÐEINS KR. 195.000,00 TAKMARKAÐUR FJÖLDI. - SKRÁIÐ YÐUR FYRIR BÍL STRAX. NOTAÐs BlLLINN TEKINN UPP í. Svipmyndir frá Egyptalandi Framhald af bls. 11. tvímælalaust stórkostlegasta leik- svið sem um getur. Fyrr en varir hl|ómar máttug tónlist í mögnuðu hátalarakerfi. Það er eins og tón- arnir berist úr öllum áttum. Djúp rödd segir okkur hvar við erum stödd: í borg dauðans, þar sem sagan hófst . . . til að hlýða rödd eyðimerkurinnar. Ljósin dofna hægt og hægt, unz sviðið verður al- myrkvað andartak. Þá er Ijósi beint á sfinxinn. Það er eins og þetta einkennilega steinljón með manns- höfði færist nær. Hin dularfulla ásjóna, sem hefur varðveitt leynd- armál sitt í fimm þúsund ár, blasir við sýn. Um leið hliómar rödd sfinxins í hátalarakerfinu: „í hvert skipti sem dagar sé ég sólguðinn rísa á eystribakka Nílar. Fyrstu geislar hans eru helgaðir ásjónu minni, sem veit mót honum. í fimm þúsund ár hef ég augum litið hveria einustu sólaruppkomu. Ég sá sögu Egyptalands, glóð sem var tendruð í árdaga,- á morgun mun ég sjá austrið brenna skærum loga. Ég er hinn trúi vörður við fótskör guðs þessa lands, tryggur og ár- vakur og svo nálægur honum, að hann gaf mér ásjónu sína. Ég er félagi faraósins, og ég er hann, faraóinn. í aldaraðir hef ég þeg- ið mörg nöfn af fólki sem hefur komið til að votta mér aðdáun sína og virðingu: Ó, Harmakis! Þú ert bjargvættur lífs mínsl Horus, verndaðu mig! Mikli guð! Mætti ég aðeins sjá þig á hverium degi! Herra eyðimerkurinnar! Drottinn himnanna! Konungur eillfðarinnar! En nafnið sem hefur festst við mig þáði ég af grískum ferða- manni: Herodotusi, föður mann- kynssögunnar. Hann kallaði mig sfinx, eins og ég væri frá landi hans. Síðan hef ég borið það nafn." Það er slökkt á sfinxinum og pýramídinn mikli upplýstur: „Þetta er gröf Kheops, sem var faraó fjórðu konungsættar og lifði fyrir fjögur þúsund og fimm hundr- uð árum. Hér er hinn mikli pýra- mídi, sem hann reisti til að verja sig gegn dauðanum. Hann er 455 fet á hæð og var hæsta bygging, sem reist hafði verið af manna- höndum. St. Péturskirkjan I Róm, dómkirkjurnar í Flórens og Mílanó, Westminster Abbey og St. Páls- kirkjan — allar gætu þær staðið á grunni Kheops-pýramídans. Hinir dyggu verkamenn Kheops konungs þurftu að nota þrjár milljónir stein- blakka, sem sumar vega þrjú tonn, við byggingu þessa einstæða minn- ismerkis. í miðjum pýramldanum er herbergi faraósins, þar sem smurlingur hans átti að hvíla um aldir alda. Við rætur þessa pýramída var 34 VIKAN 10-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.