Vikan - 07.03.1968, Qupperneq 39
VALB PBIISEN HF.
Suöuplandsbraut tO - Sitnap 38520, 31142
RAKARASTOFA BLOMAVERZLUN M I A DTA D D
JÓNSOG GARÐARS PAUL V. MICHELSEN F~IJAKIAKD
VALD. POULSEN HF.
SUÐURLANDSBRAUT 10
Allskonar hand- og
rafmagnsverkfæri
Fenner V-reimar og reimskífur.
Boltar, skrúfur, rær.
Kranar, alls koríar.
SENDUM GEGN PÖSTKRÖFU.
héldu þeir Örugglega, aS hann
mundi standa vakt þarna. Hann
sneri sér að ungu stúlkunni, sem
hnipraði sig saman í sófanum í
stofunni.
-— Standið hérna í dyrunum
og hafið auga með glugganum.
En ekki stinga höfðinu of langt
fram. Ef þér sjáið, að einhver
reynir að komast inn, þá kailið
til mín.
Hann flýtti sér aftur inn í
svefnherbergið og setti ný skot
í byssuna á leiðinni. Skuggi
hreyfðist í garðinum ekki langt
frá glugganum, og hann opnaði
hann varlega og miðaði byss-
unni á fætur skuggans. Angistar-
óp rétt eftir að hann hleypti af
gaf honum til kynna, að hann
hefði hitt.
í sama bili kom hann auga á
ljósin á götunni spölkorn frá.
Þarna bjó fólk. Þarna stóðu ný-
leg einbýlishús. Ljósastaurinn,
sem næst stóð, var líklega um
tvö hundruð metra í burtu, en
ef til vill mundi hann geta hæft
hann með byssunni. Hann gat
líka reynt að miða á einhvem
þakglugga. Ef skot heyrðust á
þessum slóðum, gat það orðið
þeim til bjargar.
Hann leit leiftursnöggt út í
garðinn, en gat ekki séð, að þar
væri neinn á ferli. Hann hlóð
byssuna, hóf hana á loft og mið-
aði á næsta ljósastaurinn. Hann
hleypti af tveimur skotum og við
síðara skotið slokknaði á per-
unni. Hann hlóð byssuna aftur í
hendingskasti og miðaði á þak
á húsi, þar sem ljós logaði í
gluggum. Skuggi hreyfðist þá
allt í einu úti í garðinum og
hann kastaði sér niður í sama
mund og kúla festist í veggn-
um rétt fyrir ofan hann. í sama
bili heyrði hann kallað úr stof-
unni. Hann skreið þangað inn
og miðaði byssunni á eldhús-
gluggann. Vibeke stóð i skjóli
við dyrakarminn, en hún hristi
höfuðið.
— Hann fór aftur, sagði hún.
— Það var einhver við glugg-
ann, en hann fór.
Rödd hennar skalf eilítið.
Fróði hlóð byssuna enn einu
sinni og hraðaði sér fram í for-
stofuna. Þegar hann opnaði dyrn-
ar þangað inn, barst reykur á
móti honum. Án þess að hugsa
sig um skaut hann í gegnum
útidyrnar. Ekkert óp heyrðist,
en einhver hljóp í burtu. Hann
teygði sig í slökkvarann og
slökkti ljósið. Hendur hans hríð-
skulfu, þegar hann bjó sig und-
ir að hlaða byssuna enn á ný.
Þá barst honum til eyrna kær-
komið hljóð: væl sírenu, sem
færðist stöðugt nær. Enn einn
gluggi var brotinn og hann flýtti
sér að glugganum í svefnher-
berginu og skaut. Það heyrðist
hvinur í hemlum bifreiðar. Hann
æddi fram í eldhús og skaut
miskunnarlaust út um gluggann.
Hann gaf sér ekki einu sinni
tíma til að huga að ungu stúlk-
unni eða gæta að, hvaða áhrif
skot hans hefðu. í staðinn þaut
hann í gegnum stofuna og fram
í anddyrið. Nokkur fleiri skot
heyrðust.
Síðan varð allt hljótt, unz aft-
ur heyrðist væl í sírenu. Reyk-
urinn úr anddyrinu var orðinn
þéttari og Fróði horfði á hann
á meðan hann þurrkaði svit-
ann af enninu. Þá sneri hann
sér að ungu stúlkunni. Hún stóð
náföl við eldhúsdyrnar og starði
á hann. Það var barið harkalega
á bakdyrnar og ákveðin rödd
kallaði:
— Opnið! Það er lögreglan!
Hann lét byssuna síga og gekk
fram í eldhúsið. Þegar hann gekk
framhjá henni, greip hún í hand-
legginn á honum, leit skelfingu
lostin á hann og sagði:
— Þetta getur verið gildra hjá
þeim...
Hann reyndi að brosa.
— Nei, ég held að þetta sé
lögreglan. Að minnsta kosti ætla
ég að hætta á að opna.
Á svipstundu fylltist húsið af
einkennisklæddum mönnum. En
þá heyrðist væl í sírenu. í þetta
skipti var sennilega slökkvilið-
ið að koma. Hann lagði hand-
legginn um axlir Vibeke. Hún
virtist vera að því komin að
falla í öngvit.
— Hvað hefur eiginlega gerzt
hér, var spurt. — Við vorum
kallaðir upp í gegnum talstöð-
ina, af því að maður hér í ná-
grenninu kvartaði yfir því, að
einhver hefði gert sér leik að
því að skjóta peru í ljósastaur.
En hér hefur eitthvað gerzt, er
ég hræddur um.
Fróði reyndi að brosa.
— Já, það ber ekki á öðru,
sagði hann. Og það í nýja, fína
húsinu mínu.
Hann sneri sér að Vibeke.
— Nú er hættan loksins liðin
hjá, sagði hann. — Nú eruð þér
komin í öruggar hendur.
Hún kinkaði kolli og herpti
saman varirnar. Hún reyndi að
brosa. Það var í fyrsta skiptið
sem hann sá hana brosa. Það
gerði hana enn fallegri í hans
augum.
— Takk, sagði hún. — Þús-
und þakkir!
Fróði stóð og horfði á hana.
Hann hugsaði með sér, að þeg-
ar allt þetta væri um garð geng-
ið og búið að gera við húsið,
mundi hann bjóða henni að
koma hingað aftur.
Hún var að vísu ekki há og
grönn og ljóshærð og með blá
augu. En hún var samt ung
stúlka, sem hann vildi gjarnan
kynnast betur — við svolítið
rólegri og friðsamlegri aðstæð-
ur..... ☆
Eftir eyranu
Framhald af bls. 7.
koma margir þekktir spilarar við
sögu, þar á meðal Gunnar Þórð-
arson, sem leikur á mandólín og
Karl Sighvatsson (Flowers), sem
leikur á víbrafón og orgel. Gunn-
ar og Karl útsettu lagið í sam-
einingu, og er útkoman í senn
skemmtileg og óvenjuleg. Þess
má geta, að Gunnar Jökull Há-
konarson leikur á trommurnar í
þessu lagi, en Gunnar hefur áð-
ur leikið á hljómplötu með
brezku hljómsveitinni „Syn“,
eins og flestum mun eflaust
kunnugt.
Eins og fyrr segir er útkomu
þessarar hljómplötu Sigrúnar
Harðardóttur að vænta bráðlega,
en platan var hljóðrituð í janú-
ar sl., og sá Jón Þór Hannesson
um þá hlið málsins.
to. tbi. YIKAN 39