Vikan


Vikan - 07.03.1968, Page 40

Vikan - 07.03.1968, Page 40
Nú er réttl tfminn fsrrir megrurtarkexið BragSbezta kexið er nú sem fyrr LIMMETS og TRIMETS. Látið LIMMETS og TRIMETS stjórna þyngdinni. HEILDSÖLUBIRGÐIR: G. Mm lil. - v.......................................) Eldhúsbord á einum fseti ITALHUSG'O'GN ■ meira gólf pláss ■ lett ■ gott verff ■ ■ allar gerffir og stærffir ■ ■ stólar bekkir kollar ■ ■ greiffsluskilmálar ■ betra ad sitja betra ad hreinsa betra ad rada Framhald af bls. 23. um sér var það hún, Angelique, konan hans, litla huldumærin frá Poitou fenjunum, litla, græneygða gyðjan hans. Timinn hafði breitt blæjur sínar yfir allt það. Hann hafði einstaka sinnum velt því fyrir sér stundarkorn hvað hefði orðið um hana, en hann hafði ekki áhyggjur af henni. Hann vissi að hún átti fjölskyldu og hún myndi vernda hana frá einmanaleik og skorti. Því hann hafði gefið Molines, gömlum viðskiptavini sínum frá Poitou, fyrirmæli um að líta eftir fjárhag hinnar ungu konu sinnar, ef eitthvað skyldi nokkurn tíman koma fyrir hann. Hún hlyti að hafa leitað skjóls í Poitou, fullvissaði hann sjálfan sig um með syni þeirra tvo. Svo fann hann allt í einu að hann þoldi ekki lengur þennan aðskilnað, þetta djúp þagnar og allsleysis, sem hafði opnazt frammi fyrir hon- um. Áköf og snögg likamleg þrá hans eftir henni, var svo gagnger að hann settist upp og litaðist um, eins og í leit að einhverjum töfr- um, sem gætu þeytt honum yfir gapandi djúp eyðileggingarinnar, svo hann fengið snúið aftur til þeirra daga sem þau höfðu átt saman og þeirra nátta, þegar hann hafði haldið henni í örmum sér. Þegar hann ákvað að giftast, heima i Toulouse^ var hann þritugur að aldri og hafði þegar orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með kven- fólk. Hann hafði á engan hátt vænzt þess að finna þvilíka fegurð i því, sem upprunalega var aðeins viðskiptasamningur. I fyrsta lagi kom fegurð hennar honum á óvart og meiri varð þó undrun hans, þegar hann komst að því að hún var jómfrú, því hún hafði einskis manns notið á undan honum. Ljúfasta endurminningin úr allri hans ástar- reynslu, var fyrsta nóttin með þessari heillandi stúlku, sem var í senn ótrúlega munaðarfull og feimin, eins og ung fjallageit. Tilvist annarra kvenna þurrkaðist út fyrir honum, bæði þeirra sem hann þekkti þá og hafði kynnzt áður, og hann hafði átt erfitt með að rifja upp fyrir sér svo mikið sem nöfn þeirra eða andlit. Hann hafði leitt hana um stigu ástar og holdlegs munaðar. Hann hafði einnig kennt henni annað, ýmislegt sem hann hafði alltaf haldið að enginn kárlmaður gæti nokkru sinni kennt konu. Hugar þeirra og hjörtu höfðu tengzt sterkum böndum og hann hafði séð nýjan svip færast í augu hennar, hann hafði fylgzt imeð breytingum á iíkama hennar og limaburði. 1 þrjú ár hafði hún hvilt í örmum hans. Hún haíði borið honum einn son, og vænzt annars. Hafði hið síðara barn fæðzt ? Á þeim tíma hafði hann ekki getað hugsað sér tilveni án hennar. Hún var honum allt í öllu og nú hafði hann glatað henni. Daginn eftir var hann svo annars hugar, úti á þekju að Abd-el- Mechrat spurði hógværlega, hvort hann hefði kvartanir fram að færa um þá skemmtun, sem honum hafði verið látin i té eða hvort hann hefði ef til vill orðið fyrir vonbrigðum og hefði áhyggjur út af ein- hverju sem læknavísindin gætu lagfært. Joffrey de Peyrac fullvissaði hann um að það væri allt í lagi, en sagði honum ekki af hverju hann hefði áhyggjur. Þrátt fyrir gagnkvæma virðingu og hlýhug sem milli þeirra var, vissi hann að Abd-el-Mechrat myndi aldrei geta skilið hann. Múhameðstrúarmenn bindast mjög sjaldan einni, ákveðinni konu, þvi í þeirra augum eru konur aðeins gleðigjafi og eingöngu líkamlega og þeir sjá ekkert athugavert við það að láta eina konu koma fyrir aðra. Þeir eru síður en svo sama sinnis um hes,t eða karlkyns vin. Joffrey de Peyrac gerði sitt bezta til að hrista þetta af sér og það var ekki laust við að hann skammaðist sín. Fram til þessa hafði honum ævinlega heppnazt að losa sig undan tilfinningalegum fjötrum, og hann áleit það veikleika að láta ástina hafa áhrif á frelsi sitt eða starf. Atti hann nú að uppgötva að Angelique hefði náð á honum órjúfandi töfratökum með mjúkum höndum sínum og perluhvítu bros- inu? En hvað gat hann gert? Þjóta af stað að leita hennar. Þótt hann væri ekki fangi gerði hann sér fyllilega grein fyrir því að þrátt fyrir aila þá virðingu, sem hann naut var hann ekki frjáls að þvi að hafna þeirri vernd, sem jafn valdamiklir menn og Mulai Ismail, soldán, og ráðgjafi hans, Osman Faraji, buðu honum og að þeir héldu örlögum hans i sínum höndum. Loks náði hann aftur valdi á sjálfum sér. Hann taldi sér trú um að tíminn og þolinmæðin myndi um síðir sameina hann aftur kon- unni, sem hann gat aldrei gleymt. Þannig atvikaðist það, að þegar hann stóð aftur á ströndu Mið- jarðarhafsins, varð honum það fyrst fyrir að senda sendiboða til Mar- seilles, til að afla frétta af konu sinni og syni eða sonum. Eftir að hafa velt málinu vandlega fyrir sér ákvað hann að sýna sig ekki meðal fyrrverandi vina í Frakklandi. Þeir myndu allir hafa gleymt honum fyrir langa löngu. 1 annað sinn sneri hann sér til föður Anthony, prests galeiðuþrælanna, og bað hann að fara til Parísar og hafa upp á lögfræðingi, að nafni Desgrez. Lögfræðingur þessi var vel gefinn og hugmyndaríkur og hafði varið hann af fimi og atorku, meðan mál hans var fyrir dómi og de Peyrac treysti honum. Á meðan lagði hann sjálfur af stað til Konstantínópel. Nokkru áður hafði hann fengið spánskan handverksmann frá Bona til að gera nokkrar grimur úr góðu, en stifu leðri, sem hann ætlaði að hylja með andlit sitt, því hann óskaði ekki eftir að verða þekktur. Hann myndi áreiðanlega rekast á einhverja þegna, hans hágöfgi Frakk- 40 VIKAN 10- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.