Vikan - 07.03.1968, Síða 41
landskonungS, og það vai' ekki óhugsandi að hann rækist á einhverja
fjarskylda ættingja sína, því eins og allar aðrar háttsettar aðalsættir,
lágu greinar ættar hans viða um lönd. Hann átti tvo frændur meðal
Mölturiddarareglunnar, því Miðjarðarhafið var ein víglína, þar sem
barist var móti villutrúarmönnum og í þvi stríði tóku þátt menn af
öllum göfugustu ættum Evrópu.
Fyrrverandi aðalsmaðurinn frá Toulouse reið nú undir berbneskum
fánum. Hans eigið fólk hafði kastað honum frá sér og nú hafði hann
gengið í lið með heimi, sem var gersamlega gagnstæður hans eigin,
heimi Múhameðstrúarmannanna, sem um aldir höfðu átt í eilifum
átökum við kristin lönd, og veitti ýmsum betur. Mörg lönd, sem eitt
sinn voru fullkristin — Serbía, Albanía og Grikkland, höfðu fallið
í trúarslen og Týrkjir réðu þar nú ríkjum. Eftir fáein ár myndu
þeir knýja á borgarhlið Vinar. Riddarar, úr reglu heilags Jóhannes-
ar, frá Jerúsalem, höfðu fyrst tapað eynni Krít, siðan Rhodos og nú
héldu þeir velli, aðeins á smáeynni Möltu.
Nú var Joffrey de Peyrac á leið til fundar við Stórtyrkjann og
samt var samvizka hans fullkomlega róleg; því hann var hér ekki
sem kristinn maður að hjálpa óvinum trúar sinnar, og hann hafði
ekki afneitað þeirri trú.
Hann hafði aðrar fyrirætlanir. Hann sá fullgreinilega að það öng-
þveiti, sem ríkti á Miðjarðarhafinu, var engu síður að kenna hinni
kristnu Evrópu, heldur en berbneskum sjóræningjum og hersveitum
Tyrkja. Þegar fram í sækti myndi litilfjörlegt svindl Tyrkjanna, sem
voru til þess að gera barnalegir í viðskiptamálum, mega sín lítils
á móti stórfelldum prettum feneyskra, franskra og spánskra fjár-
málamanna. E’nginn hafði enn fundið upp á því að endurreisa mynt,
til að færa sér þannig friðsamlega björg i bú. En Joffrey de Peyrac
hafði aðstöðu til að gera nákvæmlega það, því hann hafði vald á
þeim tveim vogarstöngum sem voru þær einu sem megnuðu slíkt —
gull og silfur — og hann hafði ákveðið með sjálfum sér hvernig hann
skyldi fara að því.
Eftir nokkrar viðræður við soldán soldánanna og ráðgjafa hans,
setti hann sér upp aðalstöðvar í Candiu, í höll rétt utan við borgina.
Þar hafði hann einmitt verið að halda dansleik, þegar sendiboði kom
frá Frakklandi. Um leið stjakaði hann öllum skyldum tli hliðar og
yfirgaf gestina til að taka á móti hinum arabiska þjóni sínum. —
Komdu inn, fljótur! Segðu mér hvað þú hefur uppgötvað.
Maðurinn rétti honum bréf frá föður Anthony. Presturinn sagði
honum stuttlega i ákaflega ópersónulegum stil, hverjar hefðu orðið
niðurstöðurnar af fyrirspurnum hans i París. Lögfræðingurinn Desgrez
hafði tilkynnt honum að fyrrverandi greifafrú de Peyrac, ekkja
aðalsmanns, sem allir álitu að brenndur hefði verið á báli, á Place
de Gréve, hefði gengið að eiga frænda sinn, du Plessis markgreifa og
hefði eignazt með honum son og hún væri við hirðina í Versölum
og nyti þar mikillar hylli.
Hann kuðlaði bréfið saman í hendi sér.
í fyrstu hafði hann átt erfitt með að trúa þessu. Þetta var óhugs-
andi! Svo, smám saman varð honum hinn augljósi sannleikur skýrsl-
unnar 1 jós og hann sá eins og tjaldi hefði verið svipt til hliðar í
huga hans, hve barnalegur hann hafði verið að ímynda sér nokkurn
tíman annað. Og hvað var svo sem eðlilegra? Átti ekkja, sem var
svo heillandi ung og fögur að graf sig lifandi í gamalli höll, úti í
sveit, við að sauma veggteppi eins og Phenelope?
Að vera eftirsótt og giftast og skarta við hirð Frakklandskonungs,
það höfðu örugglega verið hennar forlög. Hversvegna hafði hann ekki
gert sér grein fyrir þvi fyrr? Hversvegna hafði hann ekki búið sig
undir þetta áfall? Hversvegna fékk það svo á hann?
Ástin gerir menn heimska. Ástin gerir menn blinda. Og hinn lærði
de Peyrac greifi var eini maðurinn á jörðinni sem ekki hafði gert
sér það skiljanlegt. Þótt hann hefði skapað hana eftir sínum smekk,
var þá nokkur ástæða til þess að hún yrði að eilífu undir áhrifavaldi
hans? Lífið er á sífelldri breytingu og konurnar eru næmar fyrir
þeim breytingum, hann hefði átt að vita það. Hans mistök voru þau
að ætla að ganga að of miklu vísu.
Sú staðreynd að hún hafði einnig verið konan hans hafði stuðlað að
þvi að styrkja Þá tilfinningu, sem hún hafði gefið honum, að hún
væri til aðeins vegna hans og fyrir hann. Hann hafði látið giepjast
af þeirri gleði, sem þessi unga kona veitti honum. Auðugri, kátri,
örlátri og flæðandi, eins og fjallalæk. Ifann var aðeins nýbyrjaður
að njóta þeirrar tilfinningar að hún væri tengd honum eilífum bönd-
um, þegar örlögin höfðu svipt þeim sundur. Honum var kastað til
hliðar og sviptur öllu, svo hversvegna vænti hann þess að hún yrði
minningunni um hann trú? Konan sem hann unni, eiginkona hans,
listaverk hans, gimsteinninn hans, hafði gefizt öðrum.
En hvað var eðlilegra, spurði hann sig aftur. Hafði hún blindað
hann svo að hann hefði aldrei haft minnsta grun um þessar blund-
andi tilhneigingar í henni? Kona sem hefur hlotið slika fegurð
og aðra eiginleika, í vöggugjöf, á ekki auðvelt með að vera trú. Vissi
hann ekki af persónulegri reynslu hve heillandi hún gat verið, hvernig
hver liennar hreyfing, minnsta látbragð, var svo geislandi að þokki
hennar var næstum áþreifanlegur. Konur eins og hún, sem eru fæddar
til að heilla menn eru sjaldgæfari en margur skyldi ætla. Og það er
ekki aðeins einn útvalinn maður sem þær heilla, heldur hver sá mað-
ur sem ber þær augum. Angelique var ein af þessum sjaldgæfu kon-
um. Gersamlega ómeðvitað, fyililega sakleysisleg, eða svo hafði hann
haldið. Hvaða áætlanir voru þegar teknar að mótast í huga hennar,
þegar hann tók hana með sér til brúðkaups konungsins? Þótt hún
hefði verið svo ung þá, varia meira en unglingur, gerði hann sér
fyllilega grein fyrir að hún bjó yfir hæfileikum, sem voru jafn hættu-
legir og þeir voru aðiaðandi — járnvilja, ótrúlega góðum gáfum, og
vissri flærð.
Ef hún beitti þessum hæfileikum til að koma sér áfram, hve langt
gæti hún þá ekki komizt?
Jú, raunar. Hún gat: orðið eiginkona hins glæsilega du Plessis mark-
greifa, eftirlæti Monsieur, einkabróður konungsins.
Hún gæti jafnvel náð til konungsins sjálfs. Hversvegna ekki?
Hann hafði haft fullkomlega rétt fyrir sér að hafa ekki áhyggjur
af henni!
Sendiboðinn sá að augu húsbónda hans skutu gneistum og kastaði
sér flötum frammi fyrir honum, lamaður af ótta, meðan Joffrey de
DANISH
GOLF
Nýr stór! góctur
smávinaill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægj a er ad kynnast.D ANISH GOLF
erframleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kauþid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
10. tw. VIKAN 41