Vikan


Vikan - 07.03.1968, Qupperneq 43

Vikan - 07.03.1968, Qupperneq 43
Peyrac kreisti bréfiö í hendi sér, eins og hann heföi fingurna um hvitan háls Angelique. Svo hafði hann rekið upp hlátur. En hláturinn stóð í honum og hafði nærri kæft hann. Því síðan rödd hans brast hafði hann'aldrei getað hlegið fyllilega og Abd-el-Mechrat hafði ekki getað lagað það. Hann hafði orðið að láta við það sitja að hjálpa honum til að tala sæmilega aftur. Fyrir honum var ekki framar um hlátur að ræða, ekki framar um söng að ræða. Honum fannst eins og járnflibbi væri hertur að hálsi sér. Söngur getur þurrkað dapurleika úr sál. Jafnvel nú, árum siðar var eins og lungu hans fylltust stundum af ópum, sem hann gat ekki lengur komið frá sér. Hann var orðinn vanur þessari vangetu, en það var þegar hann var sorgmæddur, sem hann átti erfiðast með að um- bera það. Og það var Angelique, Angelique ein sem gerði hann óham- ingjusaman. Hann hafði hugsað um það hvað eftir annað að úr öllum öðrum raunum hefði hann komið óskaddaður — úr þeim pynd- ingum sem likami hans hafði orðið að þola, úr útlegð sinni og allsleysi. Hann hafði getað umborið allt þetta, því hún hafði verið þar. Hún hafði verið hans eini veikleiki. Hún hafði verið eina konan sem nokkurn tíman gæti komið honum til að þjást. Og þetta harmaði hann lika. Því þegar allt kemur til alls er það ekki afbrigðilegt að ástin skuli geta valdið manni slíkri sorg eða kona skuli hafa vald til slíks. Nú voru þau aftur saman um borð í Gouldsboro. Langt, langt burt frá því sem skapað hafði þeirra fyrri ævi, á leið gegnum nótt norð- ursins. Og nú var hann aðeins Rescator, sjóræningi, brenndur af sjáv- arseltu og ströngu ævintýralífi, lífi fullu af or.ustum, svikum og hatri manna, sem berjast fyrir völdum, með sverði, eldi, gulli eða silfri, nú þegar Angelique var orðin svo frábrugðin konunni, sem einu sinni hafði komið honum til að þjást, átti hann þá aftur að verða skotspónn þeirrar þjáningar og eftirsjár, sem hann hélt sig vera lausan við. Hann tók að æða fram og aftur í klefa sínum. Hann nam staðar við kistu, opnaði hana og tók upp gítar, sem var vandlega vafinn inn í filt og silki. Hann hafði keypt þetta hljóð- færi í Cremona, einu sinni þegar hann hafði von um að fá röddina aftur, en eins og hann sjálfur hafði hijóðfærið allt of oft verið þögult. Endrum og eins hafði hann látið það óma ofurlítið til að gleðja einhvern félaga sinn, en hann hafði ekki ánægju af gítaróm- inum, án þess að söngur fylgdi. E’n hann hafði ekki gleymt sinni gömlu leikni. Hann lék á hljóðfærið af óvenjulegri snilli, á áreynslu- lausan og eðlilegan hátt, sem heillaði þá sem á hlustuðu. En svo kom alltaf stundin, þegar tónlistin bar hann oíurliði, og hann fann lungun fyllast af lofti og kraft söngsins lyfta sér á vængi ljóðsins. Nú reyndi hann einu sinni enn að syngja. Gróf, brostin og hrjúf riöddin glumdi hörkulega og skemmdi lagið, hann þagnaði og hristi höfuðið. — Hvílikt barn er ég! Geta gamlir menn aldrei séð eða viður- kennt þær skorður, sem lífið setur þeim? Því eldri sem maðurinn verð- ur, því meir langar hann að halda í allt það, sem hann hefur einu sinni átt. En það eru lög lífsins að nýjar kringumstæður koma í stað þeirra gömlu. Getur nokkur kynnst gleði ástarinnar og samt verið frjáls? Svo allt í einu varð hann gagntekinn af undarlegum grun, þaut yfir káetuna og reif opnar dyrnar út á pallinn. Þar stóð hún, skuggamynd- in af hinni konunni. Það glampaði á andlitið i næturhúminu, höfðingleg og dulahfull í svartri skikkjunni, og minnti hann á hina konuna, sem hann hafði einmitt verið að hugsa um, en einhvernveginn var hún ekki lifandi ímynd hennar. Hann fann til einkennilegrar smánarkenndar yfir því að hún skyldi hafa heyrt misheppnaðar tilraunir hans til að syngja, og þessi smánar- tilfinning gerði hann einkar ókurteisan. -— Hvað eruð Þér að rápa hér? Getið þér ekki hlýtt reglum skipsins? Farþegum er ekki leyft að vera úti á þiijum nema á ákveðnum tímum sólarhrihgsins. Og Þér leyfið yður að vaða um allt, þegar yður sjálfri þóknast! Angelique brá svo við þessar ákúrur, að hún beit á vörina. Andartaki áður, þegar hún gekk upp að káetu eiginmanns sins, hafði hún fyllzt einkennilegri kennd, við að heyra i gitarnum. En hún hafði aðrar ástæður til að koma nú til fundar við hann. Hún neyddi sig til að vera róleg og svaraði: — Ég hef mjög alvarlegar ástæður til að brjóta reglurnar, Monsieur. ,Ég er komin til að spyrja yður, hvar þjónn yðar, Abdullah, sé? Er hann hér? — Abdullah? Hversvegna? Hann svipaðist um eftir Máranum en sá hann ekki. Hún sá hvað hann varð undrandi og forviða og endurtók kvíðafullur: — Nei ..... hversvegna? Hvað hefur gerzt? — E'in af ungu stúlkunum er horfin, og ég óttast um hana vegna þessa Mára. 20. KAFLX Séverine og Rachel höfðu komið til Angelique. — Dame Angelique. Bertille er horfin. f fyristu hafði hún ekki skilið hvað börnin voru að reyna að segja henni. Rachel útskýrði, að þegar þau höfðu snúið aftur til aðseturs síns eftir útitímann, hefði Bertille ákveðið að vera ofurlítið lengur úti. — En hversvegna? — Ó, hún er eitthvað skrýtin sem stendur, sagði Rachel. - Hún segist vera orðin dauðþreytt á því að vera hér eins og kýr í fjósi og vildi vera ein um stund.Þú veizt, að heima í La Rochelle hafði hún herbergi út af fyrir sig, sagði elzta dóttir Carrére, full af aðdáun og ekki laus við öfund. — Svo þú getur skilið... — En það var fyrir tveimur klukkustundum og hún er ekki enn komin, hélt Séverine áfram, og það var uggur í röddinni, — Henni hefði getað skolað fyrir borð. i miklu úrvali metf og án bartskera og h'arklippum VVIflÖÐINSIORG SÍMI 1 0322 Angelique reis á fætur og fór til Madame Mercelot, sem sat úti i horni og var að prjóna ásamt tveim stöllum sinum. Nokkurskonar klíkur höfðu myndazt um borð og konurnar skemmtu sér saman í hinum ýmsu hornum á milliþilfarinu. Madame Mercelot varð undrandi, þvi hún hafði álitið að Bertille væri með vinkonu sinni. Leit var hafin innan dyra í skyndi og það kom brátt i ljós, svo ékki varð um villzt, að stúlkan var ekki þar. Maitre Mearcelot æddi út á þilfar. Bertille hafði sýnt þeim svivirði- lega litla virðingu núna nokkra daga og hún skyldi fá að læra og það með illu, ef nauðsynlegt væri, að dóttir verður að hlýða foreldrum sínum undir öllum kringumstæðum og á öllum breiddargráðum. Andarlaki seinna kom hann aftur með áhyggjusvip, þvi honum hafði ekki tekizt að finna hana. Maður sá ekki um þverhönd sér á þessu and- skotans skipi og sjómennirnir, sem hann hafði talað við, höfðu bara horft á hann eins og heimskir asnar, þessi fífl. — Dame Angelique, vildir þú ekki vera svo væn að hjálpa mér? Þú kannt tungumálið sem þessir menn tala, og við verðum að fá Þá til að hjálpa okkur til að finna hana. Ber.tille getur hafa dottið niður um lestarlúgu og skaðað sig. — Það er töluverður sjógangur, sagði Carrére, lögfræðingur. — Henni hefði getað skolað fyrir borð, eins og Honorine litlu um daginn. Ó, drottinn minn! hrópaði Madame Mercelot og l'éll á lmén. Farþegarnir urðu allt í einu mjög æstir, þvi taugar þeirra voru spenntar, andlitin urðu hvit og strengd i luktarljósinu. Þetta var þriðja vikan í hafi, sjálfsstjórnin var orðin léleg og mótmælendurnir áttu erfitt 10. tbi. VIKAN 4S

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.