Vikan


Vikan - 22.05.1968, Page 15

Vikan - 22.05.1968, Page 15
Hér er mynd af einni hinna nýrri unglingahljóm- sveita á Akureyri. „Hinir upprisnu Geislar“ nefna þeir sig pdtarnir, og segir í fréltabréfi frá einum vel- unnara hljómsveitarinnar, að þeir hafi gert mikla lukku, þegar þeir komu fyrst fram í ofanverðum febrúar síðastliðnum. Einn þeirra félaganna, Þorleif- ur Bjarnason, er reykvískum unglingum raunar að góðu kunnur, því að hann var í eina líð irommuleik- ari með hljómsveitinni Bravó, sem skemmti á hljóm- leikum The Kinks hérna um árið. „Hinir upprisnu Geislar“ eru auk Þorleifs Sigurður Þorgeirsson, sem leikur á sólógítar, en hann lék áður með Geislum; Ingólfur Björnsson, sem er söngvari hljómsveitar- innar og annar tveggja gítarleikara. Ingólfur hefur samið fjölda laga fyrir hljómsveitina, og hefur það mælzt vel fyrir. Pétur Hjálmarsson leikur á bassa- gítar og syngur með. Hann lék áður með Ósmönn- um. Á orgel leikur svo Helgi Sigurjónsson, og tekur hann líka lagið, ef svo ber undir. Vinsældir skozku söng konunnar Lulu aukast stöðugt. Nýjasta lagið hennar, „Me, the peaceful heart“ sýnir glögglega, hvílík hæfileikakona hér er á ferðum. Hún á svo sannarlega framtíðina fyr- ir sér — sem söngkona, leikkona (hún lék í kvik- myndinni „To Sir with love“ og þótti takast vel) og sem tízkuteiknari! Fyr- ir tveimur mánuðum komu Lulu-föt á markaðinn í Bretlandi, en það er fatn- aður fyrir kvenþjóðina, sem Lulu hefur átt þátt í að móta. Hún hefur sem sagt hugmyndirnar í koll- inum en fær þekktan tízkuteiknara, Lenbry, til að útfæra þær. Um allt Bretland skjóta nú Lulu- búðir upp kollinum, en það eru lízkuverzlanir í eigu Lulu, sem hafa á boð- stólum föt, sem hún hefur teiknað. Og hún er bara nítján! Á myndunum sýnir Lulu okkur föt, sem hún hefur sjálf gert. isrielski biiiii Ester ii Abi ísraelsku hjónin Esther og Abi Ofarim létu heldur betur að sér kveða í Bretlandi, er lag þeirra „Cinderella Rockefella“ komst í efsta sæti vinsældalistans þar. Þótt þau hafi ekki komizt á blað í Bretlandi fyrr, eru þau síður en svo nýgræðingar í sviðsljósinu. Þau liafa sungið inn á ótal hljómplötur, sem náð hafa geysivinsæld- um á meginlandinu. Þeim hefur verið líkt við Sonny og Cher, en slík samlíking er ekki allskostar réttlát, því að Esther og Abi þykja standa þeim að öllu leyti framar — og um það bera plötur þeirra vitni. Áður en fundum Esther og Abi bar fyrst saman,starfaði Esther sem leikkona í Haifa en Abi var dansari að atvinnu. Það var þó ekki fyrr en Esther var kvödd í herinn, að þau ákváðu að rugla saman reyt- um og giftast. Það var líka eina ráðið til að Esther kæmist hjá að gegna herþjón- ustunni. Hún var að vísu í ísraelska hernum um tíma — og hlaut þá sérstaka viðurkenn- ingu fyrir slcotfimi! Svo tólcu þau að syngja saman í klúbb einum í Haifa, og eins og hendi væri veifað voru þau orðin vel þekkt í sínu heimalandi: þau sungu á hljómplötu, og lagið komst i efsta sæti ísraelska vinsældarlistans. Það var einmitt í klvibbi þeim, sem getið var um, að bandaríski kvikmyndaframleiðandnn Otto Preminger veitti Esther athygli, en hann var þá staddur í ísrael til að undirbúa töku kvikmyndarinnar Exodus. Preminger þótti svo mikið til Esther koma, að hann bauð henni að fara með veigamikið hlutverk í þessari frægu kvikmynd, en myndin var sem kunnugt er sýnd hér í Laug- arásbíói fyrir nokkrum árum. Esther og Abi hafa tekið þátt í ótal söngvakeppnum víðsvegar um Evrópu og oftast orðið númer eitt. Á söngskrá þeiri;a kennir margra grasa — þau syngja þjóðlög, jazz, pop-músik og jafnvel lög frá 16. og 17. öld. Lagið „Cinderella — Framhald á bls. 37 15 VIKAN zo-tbI- VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI Cílla ii Pail Nýjasta lag: Cillu Black heitir „Step in- side, love“ og er eftir Paul McCartney. Mörgum þykir nokkuð langur tími líða milli útkomu á plötum með þessari ágætu söngkonu, en hún segir sjálf, að liún vilji aðeins syngja þau lög, sem henni falla í geð, og það getur tekið sinn tíma að leita að þeim! Paul kom fram sem gestur í sjónvarpsþætti Cillu í brezka sjónvarpinu og annaðist þá undirleik fyrir hana, er hún söng lag hans „Step inside love“. - Þótt sagt sé, að lagið sé eftir Lennon og McCartney, hefur John Lennon ekki kom- ið nálægt þessu lagi, og hefur þetta gef- ið ýmsum ástæðu til að ætla, að Bítla- lögin séu annað hvort eftir John Lennon eða Paul McCartney — en ekki alltaf eft- ir þá báða. „Step inside, love“ er eitt fal- legasta lag, sem Cilla Black hefur sung- ið, og það ætti sannarlega að heyrst oftar. ANDRÉS INDRIÐASON Dave Dee n félaoar Lögin, sem Dave Dee og félagar hans, Dozy, Beaky, Mick og Tick, senda frá sér, verða æ stórbrotnari. Samt eru lögin þeirra alltaf auðþekkt: það er einhver léttur, frísklegur og frumlegur blær yfir þeim. Tökum nýjasta lagið þeirra „The Legend of Xanadu“. Það er í mexíkönsk- um stíl — og' textinn er mikil harmasaga. Segir frá tveimur ung- um mönnum, sem báðir vilja ná ástum sömu stúlkunnar. Þeir heyja einvígi úti í eyðimörkinni og endar með gráti og gnístran tanna. Þetta lag er sem sagt í mexíkönskum stíl, en sú hug- mynd þeirra að láta hvert lag bera svipmót af tónlist einhvers ákveðins lands hefur gefizt mæta vel. Lagið „Bend it“ var með grískum keim, „Okay“ með rússneskum, „Zabadak“ var upp á arabisku og nú er það Legend of Xanadu, með mexíkönskum keim. Öll þessi lög eru eftir Howard og Blaikley, þá ágætu laga- höfunda, en þess má geta, að þéir eru jafnframt umboðsmenn hljómsveitarinnar. Það er því þeirra. hagur að fá þeim sem bezt. lög í . Lagið „Legend of Xanadu“ er hið lengsta, sem komið hefur á tveggja laga plötu frá Dave Dee og Co. — eða þrjár og hálf mínúta. Þess vegna hefur mörgum útvarpsstöðvum verið meinilla við að spila lagið — og þegar átti að gefa lagið út í Bandaríkjunum, var þess farið á leit við hljómsveitina, að lagið yrði stytt niður í tvær mínútur og fimmtán sekúndur. Þá er þess að geta, að nýkomin er út hæggeng hljómplata með hljómsveitinni, og nefnist platan „If no one sang“. — Framhald á bls. 37. VIÐ FLETTUM FRA VINSTRI TIL HÆGRI 2o. tbi. VIKAN 14

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.