Vikan


Vikan - 22.05.1968, Síða 35

Vikan - 22.05.1968, Síða 35
35 VIKAN 20 tw- VIÐ FIETTUM FRÁ VINSTRI TIL H/EGRI Anthony Quinn frh. hef alltaf verið talinn ljótur og er þar að auki orðinn svo gam- all, að engin stúlka snýr sér við úti á götu til að horfa á eftir mér. En hamingja Antony Quinn er fyrst og fremst fólgin í vinnu hans. Hann heldur áfram að lifa sig inn í hvert hlutverk og leggja sig allan fram. — Vinnan er mér allt, segir hann. Og þegar hún veitir manni svo mikla fullnægju, þá verður góður árangur að nást. í hverju nýju hlutverki finnst mér að ég verði að standa mig bétur en síðast. Ég vona, að ég verði aldr- ei fullkomlega ánægður með sjálfan mig og frammistöðu mína. Antony Quinn segist ætla að hætta að leika, þegar öll börnin hans séu orðin uppkomin. Sem betur fer er langt þangað til það verður. -fa Stund grimmdarinnar Framhald af bls. 12. ingrid náfölnaði, meðan á sögu minni stóð, og þegar ég hafði lok- ið henni, riðaði hún til í sófanum, eins og hún væri að yfirliði kom- in. Mig grunaði að eitthvað hefði hent hana. — Ingrid! Hann hefur þá verið hér! Þú hefur hitt hann! — Já,'hvíslaði hún. — Já, það hlýtur að hafa verið hann. Ungur, Ijóshærður og mjög aðlaðandi. . . — Ja-há, aðlaðandi! Hann reyndi að myrða mig úti ( skóginum! En það stendur heima að hann var ungur og Ijóshærður. Hvað skeði? Það tók sinn tíma að fá að heyra alla söguna frá Ingrid, hún virtist lömuð. Hann hafði komið, rétt eft- ir að við lögðum af stað, og sagði henni að hann hefði villzt. Ingrid hafði gefið honum kaffi, og leyfði honum svo að hjálpa til við diska- þvottinn. — Hve lengi var hann hér? — Ég, ég veit það ekki með vissu. Ingrid var bæði hrædd og vesældarleg. — Klukkutíma? — Tvo tíma? Ingrid þagði og kinkaði kolli. — Þá hefur hann verið hér, þeg- ar við fórum fyrri ferðina um skóginn! Það er þokkalegt! — En ég hafði ekki hugmynd um að hann væri þessi morðingi, and- mælti Ingrid, veiklulega. — Þú sagðir mér ekki hvert þú varst að fara, en ég hafði grun um að þú yrðir fjarverandi mestan hluta næt- urinnar. — Því meiri ástæða var það fyr- ir þig að hleypa engum inn, engum sem þú þekktir ekki! — En hann leit út fyrir að vera svo ungur og hjálparvana. Ingrid var ákveðin í því að verja hann, hversvegna veit ég ekki. En þegar hún heyrði endalok leitar- innar, var hún aftur um það bil að liða út af. Sendum myndasýnishorn ef óskaS er. SteingirOiniar os svalaltandrifl í fjölbreyttu og fallegu úrvali. Sendum um allt land. Vel girt lóð eykur verðmæti hússins. Blómaker ávallt fyrirliggjandi. Þverholti 15. — Stmi 19860. Póstbox 1339. Ég tók þetta þannig að þetta væri taugaáfall, sem hún hefði fengið eftir á, og ég hjálpaði henni í rúmið, og háttaði svo sjálfur. Ég heyrði að hún lá og bylti sér, grét og snökti, og þá náðu atburð- ir næturinnar aftur á mér tökum. Ég hafði barizt við morðingja. Ég hafði drepið mann. Okkar vegna. Hennar vegna. Þetta vakti með mér einhvern frumkraft, breytti mér í villidýr. Ég réðist að henni, eins og hvyrfilbyl- ur og tók hana með þeim ofsa, sem ég hefði aldrei trúað að ég væri megnugur til. Ingrid lá, sem eldingu lostin, — það var fyrst undir lokin sem ég fann andsvar frá henni, en þá líka svo um mun- aði. Ingrid virtist elska mig ( ein- hverri vitfirringslegri örvæntingu. Þessa úlfanótt varð Erik til. Það er ósköp eðlilegt að ég sé viss um það. Þetta var nefnilega í síðasta sinn sem ég nálgaðist hana. Morguninn eftir sagðist hún ætla að fara til borgarinnar á und- an mér. Þegar ég kom um næstu helgi, var Ingrid búin að flytja rúmið mitt inn í annað herbergi. Eftir þetta var ekkert samband á milli okkar, við urðum sem ókunnug hvort öðru. Ég hélt ( fyrstu að þetta væru einhverjir dyntir, vegna þess að hún var þunguð, en það skánaði ekkert eft- ir að Erik fæddist, hún hélt áfram að haga sér svona undarlega. Svo var það ári eftir eltingaleik- inn í skóginum. Við vorum aftur flutt út í veiðikofann, og Bertil borðaði kvöldmat hjá okkur. Að vonum fórum við að tala um það sem skeði fyrir ári síðan, sorgar- leikinn í skóginum. — Hefurðu hitt hreppstjórann s(ð- an? spurði Bertil. — Nei, aldrei. — Ég skil það. En sannleikurinn er sá að þú gerðir þjóðfélaginu meira gagn en þig grunar, þegar þú skauzt morðingjann. — Hvað áttu við með því? — Eins og þú veizt er ég sem læknir ( töluverðu áliti. Ég komst yfir skýrslurnar um líf og dauða morðingjans, það var sannarlega ekki neinn venjulegur sálsjúkdóm- ur sem að honum gekk. — Sálsjúkdómur? spurði Ingrid allt í einu. — Var hann sinnisveik- ur? — Vissirðu það ekki? Jú, það var hann svo sannarlega, og hann þjáðist af arfgengum sjúkdómi. Við megum vera ánægð með að hann fjölgaði aldrei mannkyninu. Ingrid var alltaf miður sfn, þegar talið barst að sjúkdómum, og nú virtist henni vera flökurt. — Til skýringar má geta þess, hélt Bertil áfram, — að það mætti eiginlega líkja slíku villidýri við sprengju, sem enginn öryggislás er á. Hann hefði getað lagzt með stúlku, götudrós, eða hverri sem er, með hræðilegum afleiðingum. Barnið hefði mjög sennilega erft þessa hrollvekjandi eiginleika frá föðurnum. Getað orðið eins og hann, aðlaðandi og oft ástúðleg- ur í framkomu, en undir niðri hreinn sadisti, — miskunnarlaus morðingi.... — Hefði afkvæmi hans örugg- lega orðið þannig? hvíslaði Ingrid. — Möguleikarnir á því að hann hefði eignazt heilbrigt afkvæmi, voru álíka miklir og að það hefði fæðzt með tvö höfuð, sagði Bertil. Þar sem við sáum að Ingrid var eitthvað miður sín, felldum við nið- ur þetta tal. Ef ég á að vera stuttorður, þá er satt bezt að segja að ég gat ekki haldið það út að búa með Ingrid. Hún varð mér svo ókunnug, lagðist í drykkjuskap og hætti að hirða sjálfa sig. Hún hafði heldur ekkert við því að segja, þegar ég fór fram á skilnað, nokkrum mán- uðum síðar. Ég lét hana hafa nægi- lega peninga til viðurværis, gegn því að ég fengi að halda barninu. Hún hafði heldur ekkert á móti því, það var eins og hún hefði ekki nokkrar tilfinningar gagnvart sínu eigin barni. Bertil sagði mér að slíkt væri alvanalegt hjá drykkjusjúklingum. Þegar tvö ár voru liðin, fékk ég endursenda peningaávísunina til hennar. Það var sagt að móttak- andi væri látin, og ég gerði ekkert í því að komast að með hvaða hætti. Ég var þá kvæntur Rose- Marie, konu, sem ( alla staði hent- aði mér vel. Hún fékk fljótlega nóg að gera, því cð við höfðum mik- inn gestagang og fórum oft til veizluhalda, svo ég fékk góða barn- fóstru handa Erik. Þið megið samt ekki halda að mér sé sama um Erik, eða að ég vanræki hann. Síður en svo. Ef ég á stund, þá nýt ég þess að leika við hann og sinna honum. Hann er líkur öðrum drengjum, oft erfiður og hávaðasamur, en hann er oftast elskulegur og að- laðandi. Hann er mjög eðlilegt og heilbrigt barn. Hann hefur erft Ijósa hárið og bláu augun frá mér, en hann lítur út fyrir að verða grannvaxnari en ég var nokkurn tíma. Að ég er nú að rifja upp þessa liðnu atburði er eiginlega vegna Chums, hundsins sem lét lífið voða- nóttina frægu. Það hafa nefnilega komið fyrir slíkir atburðir, hér ( grenndinni. Menn hafa fundið lim- lesta fugla. Hundur Sfens fannst líka dauður, og sýnilega hafði ver- ið sparkað í hann þar til hann lét Kfið. Það var engu líkara en „úlf- urinn" væri aftur á ferðinni. En við höfum gert allar mögu- Framhald á bls. 37. VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbi. ynCAN 34

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.