Vikan


Vikan - 13.06.1968, Page 10

Vikan - 13.06.1968, Page 10
oarna mtilir 46 manns er á myndinni hér að neðan, sem nýlega var tekin af hinni risastóru Carnuba- fjölskyldu í Brasilíu. Á miðri myndinni eru gömlu hjónin, María og Raimundo, með yngstu börnin í fanginu. Einnig eru á mynd- inni tengdasynir og tengdadætur með barna- börn. í nóvembermánuði árið 1935 gengu María og Raimundo Carnauba í heilagt hjónaband í litla bænum Taboril í norðausturhluta Brasilíu. Raimundo var þá kúreki á búgarði í námunda við heimili foreldra Maríu. í september árið eftir fæddist fyrsta barn þeirra og var skírt Firmino. Síðan hefur María eignazt hvorki meira né minna en 32 börn. Hún hefur eignazt barn á tíu og ellefu mánaða fresti. Hún á þrenna tvíbura. Sex af börnum hennar hafa látizt. Yngsta barn hennar fæddist í nóvem- ber síðastliðnum. María hefur einnig tekið í fóstur fjögur mun- aðarlaus börn og hefur alið þau upp með börn- um sínum. 21 af börnunum eru enn í foreldrahúsum: timburhúsi með stórum trjágarði umhverfis. Þar býr þessi risastóra fjölskylda í sex litlum her- bergjum og eldhúsi. Þeir sem verða of seinir í háttinn verða að láta sér lynda að sofa úti í litlu trésmíðaverkstæði, sem húsbóndinn hefur við hliðina á íbúðarhúsinu. Á matmálstímum verð- isfi V íiis

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.