Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 13
fánaberinn. — Hann var heilagur inaður. Hann vildi sýna fram á að það séu örlögin sem ráða lífi mann- anna, og að þeir sem reyni að stritast móti örlög- unum verði illa úti. Hann gerði þessa apaloppu að töfragrip, þannig að þrjár manneskjur geta fengið þrjár óskir uppfylltar. Gesturinn hafði talað með svo miklum þunga að liláturinn dó burt af vörum áheyrendanna. — Hversvegna óskar þú þér ekki þriggja óska? spurði frá White kænskulega. Gesturinn virti húsbændurna fyi’ir sér, og það var ekki laust við fyrirlitningarsvip á andliti hans. — Ég hef þegar borið fram þrjár óskir, sagði hann og var nú orðinn fölur ásýnduin. — Þetta er eins og frásögn úr „Þúsund og einni nótt‘", sagði frú White og stóð upp til að hugsa um kvöldverðinn. — Ég þyrfti eiginlega að óska þess að ég hefði fjórar hendur. Maður hennar hélt apaloppunni í hægri hönd og fjölskyldan fór að lilæja, en andlit gestsins varð sem steinrunnið, þegar hann rétti fram höndina og kom í veg fyrir að vinur hans gerði einhverja vitleysu. — Ef þú ætlar að óska einhvers, þá gerðu það með skynsemi, sagði hann. Herra White stakk apaloppunni í vasa sinn, og fór að raða stólum við matborðið. Meðan á máltíðinni stóð, gleymdist apaloppan. Svo sátu þau fram eftir Eru til hlutir sem hafa töframátt? Ekkert hinna þrfggja sögupersóna I þessarl hrollvekjandi sögu trúöi þvi. Samt gerðu þau tilraun. EFTIR W. W. JAGOBS — Og hvernig gelvk það? Fékkstu óskirnar upp- fylltar? — Já, sagði gesturinn og þau heyrðu tennur hans glamra við glasbrúnina. — Hefur nolckur annar notað sér óskirnar? spurði frúin. — Sá fyrsti sem átti apaloppuna óskaði sér þriggja óska, sagði hann. — Ég veit ekki hverjar tvær fyrstu óskirnar voru, en sú þriðja hafði dauðann í för með sér. Þá kom apaloppan í mínar hendur. Rödd hans var svo alvarleg að dauðaþögn sló á alla í herberginu um stund. — Ef þú hefur sjálfur óskað þér þriggja óska, þá hefur þú engin not fyrir apaloppuna, sagði herra White. — Hversvegna ertu þá með hana ennþá? Gesturinn hristi höfuðið. — Hjátrú, býzt ég við, svaraði hann. Gesturinn tók apaloppuna upp, hélt henni milli þumalfingurs og vísifingurs, og kastaði henni svo skyndilega inn í eldinn. Herra White rak upp óp og náði loppunni, áður en logarnir náðu að eyðileggja hana. — Ef þú vilt ekki eiga hana, Morris, má ég þá ekki eiga hana? — Helzt eklci, sagði gesturinn ákveðinn. •— Ég kastaði henni á logana, vegna þess að ég vildi losna við hana. Þú skalt því ekki kenna mér um ef þú lendir í einliverjum leiðindum. Ég ráðlegg þér ein- dregið að kasta loppunni á logana, vinur minn. En herra White hristi höfuðið og athugaði ná- kvæmlega þessa nýfengnu eign sína. — Hvernig hagar maður sér við þetta? spurði hann. — Þú heldur henni í hægri hendi og segir fram óskir þínar, með hárri raust, svaraði gesturinn. — En ég vara þig við þessu. kvöldi og hlustuðu á furðulegar sögur frá Indlandi, sem gesturinn var óspar á. — Ef sagan um apaloppuna er eitthvað lík þess- um sögum þá trúi ég svo sem mátulega á mátt hennar, sagði herra White, þegar dyrnar lokuðust á eftir gestinum. — Borgaðirðu honum eitthvað fyrir hana, spurði frú White, og horfði á mann sinn. — Það var bara smávegis, svaraði herra AVhite. — Hann vildi ekki taka neitt fyrir hana, en ég þröngv- aði smáupphæð upp á hann. Ilann reyndi fram að því síðasta að vara mig við loppunni og fá mig til að íleygja henni. Sonurinn hló. — Það væri lítið vit, sagði hann. — Nú þegar við getum orðið rík og fræg og hamingjusöm. Þú get- ur byrjað á því að óska þér að þú verðir keisari, pabbi. Þá þorir enginn að andmæla þér. Hann stökk í kringum borðið, og móðir hans elti hann og hótaði honum refsingu, í mesta galsa. En herra White tók fram apaloppuna og virti hana ná- kvæmlega fyrir sér. — Ég veit alls elcki hvers ég á að óska mér, sagði hann lágróma. Mér finnst við hafa allt sem við þörfn- umst.. — Langar þig ekki til að lagfæra húsið, spurði sonurinn og lagði höndina á öxl föður síns. — Óskaðu þér að minnsta kosti tvö liundruð punda, þá get- ur þú gert það sem þig langar til. Faðirinn var skömmustulegur, þegar hann liélt töfragripnum í hægri hendi sinni, en sonurinn settist við píanóið og sló nokkrar nótur. — Ég óska mér tvö hundruð punda, sagði hann Framhald á bls. 31. zs.tw. VIKAN 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.