Vikan


Vikan - 13.06.1968, Qupperneq 16

Vikan - 13.06.1968, Qupperneq 16
Klukkan var yfir átta þegar hún heyrði allt í einu lyklinum snúið í skránni. Hún starði eins og dáleidd á hurðina, sá hvernig hún opnaðist hægt og hægt og hjartað nam staðar í brjósti hennar. En síðan tók það að slá ákaft af gleði og létti, því það var Dobie sem stóð þarna. Bara Dobie! — Ó, Dobie — skelfing er ég glöð að sjá þig, Nú skammaðist hún sín fyrir andúð sína á hjúkrunarkonunni, því fram til þessa hafði henni fundizt hún leiðinleg og einföld. Hún var eins og opinberun, þar sem hún stóð þarna í dyrunum með lampa í hendinni og það glampaði á úfinn, ljósan koll hennar í skininu. — Guði sé lof að þér komuð! Það hefur einhver læst mig inni hérna og ég hef verið svo hrædd. Hvernig vissuð þér að ég var hér? Dobie svaraði ekki og Barbara sem var að rísa á fætur lét fall- ast á sama stað. — Hvað var manneskjan að gera? hugsaði hún undrandi. Dobie dró eitthvað inn í her- bergið, síðan lokaði hún dyrun- um og lagði lampann frá sér á kistuna. Svo lét hún fallast móð og másandi niður á það sem hún hafði dregið inn. Þá fyrst sá Barbara að þetta var hennar eig- in ferðataska. — Mér datt ekki í hug að hún væri svona þung, sagði hjúkrun- arkonan í nöldrunartón, heimsk var ég að skilja hana ekki eftir fyrir neðan stigann á meðan, — Ferðataskan — af hverju eruð þér komin með ferðatösk- una mína hingað? — Eg neyddist til þess. Ann- ars hefðu þau ekki trúað að þér væruð farin héðan. — Farin héðan? Hvað eigið þér við? — Þegið, þar til mér er runn- in mæðin. Barbara reis hægt á fætur. Hún starði á Dobie. Hún gat ein- faldlega ekki skilið, að það hefði verið Dobie sem læsti hana inni. Þessi einfalda, hugmyndasnauða Dobie? Hafði hún gengið skyndi- lega af göflunum? — Hún hlýtur að hafa velt því fyrir sér, hvern- ig hún ætti að koma mér burtu úr húsinu, þar til hún tapaði rænunni. Annars var þetta næst- um hlægilegt. Dobie var næstum sextug, með lingerðan hvapholda líkama, líkastan svampflykki. — Hvernig ímyndar hún sér, að hún geti komið í veg fyrir, að ég fari út úr herberginu? Það er ein- mitt það, sem ég ætla að gera. Eg hef ekki hugsað mér að dvelja stundinni lengur í þessari andstyggðar kompu. Hún gekk rólega að dyrunum. Um leið gall við hvellur og kúla þaut fram hjá höfði hennar. Hvellurinn bergmálaði í tómu herberginu og Barbara snöggstanzaði og leit á Dobie. Hjúkrunarkonan hló hæversk- lega. — En heppilegt, sagði hún. — Eg var ekki viss um, að ég kynni að skjóta úr þessu. Eg hef aldrei skotið úr skammbyssu fyrr. Farðu nú og seztu aftur, þar sem þú varst. Barbara gekk hægt til baka og settist á gólfið með bakið upp við vegginn. Hún starði með uppglenntum augum á konuna, sem sat þarna á ferðatöskunni með skammbyssuna í hendinni, Andlit hennar var jafn t.iáning- arlaust og hversdagslegt og venjulega, samt hlaut hún að vera vitstola. Einhvern veginn var það enn skelfilegra, að hún skyldi líta út nákvæmlega eins og hún var vön, að hún skyldi ekki bera nein glögg merki geð- bilunarinnar utan á sér. Hún hlýtur að hafa verið veik lengi, án þess að nokkur tæki eftir því, hugsaði Barbara. Það er þess vegna, sem ég hef allaf haft ein- hver óþægindi af henni — fund- izt eitthvað óekía. Eg verð að vera róleg, ekki láta hana sjá, að ég er hrædd. Eg lofa að hreyfa mig ekki. svo yður er óhætt. að legeia frá yður þessa byssu. Hvar fenguð þér hana annars? — Þetta er byssa herra Fras- ers. En verið ekki hrædd, ég skal ekki skjóta yður, ef þér gerið eins og ég segi. Eg vil að þér skrifið bréf til Lady Macfarlane og skýrið henni frá, að þér séuð ekki Lísa, svo hún breyti ekki erfðaskránni. — En ég ER Lísa. — Það veit ég, en það hefur enginn sannað ennþá. Og þér hafið sjálf sagt, að þér viljið ekki, að erfðaskránni verði breytt. Svo þér þurfið ekki ann- að en skrifa bréfið. Og síðan hverfið þér aftur — nákvæm- lega eins og í fyrra skiptið. Þessi heimska kerling - skil- ur hún ekki, að ég mvndi fara bein á næstu lögreglustöð? hugs- aði Barbara. Hún virti hana þegjandi fyrir sér í nokkrar sek- úndur. Jú, hún skilur það, hugs- aði hún svo og það var eins og hún fengi ís fyrir bringspalirn- ar. Þegar ég er búin að skrifa bréfið, drepur hún mig. — En amma yrði viti sínu f.iær, ef ég skrifaði þvílíkt, sagði Barbara. —- Það er hún nú þeear, svar- aði Dobie án þess að láta koma sér úr jafnvægi, — Eg hef sast. henni, að þér séuð farin, og hafið lofað að skrifa. Læknirinn hefur verið hjá henni í tvo tíma. Hún reis á fætur og opnaði ferðatöskuna, en sleppti ekki augunum af Barböru og skamm- byssan beindist stöðugt að bringu hennar. Sg sá, þegar þér fóruð inn í vesturálmuna í morgun, sagði hún. Eg var forvitin um, hvaða erindi þér gætuð átt þangað, svo ég veitti yður eftirför. Það var svei mér heppilegt, að lykillinn sat í og allt það. Eg þurfti ekki annað en að snúa honum. Hér er bréfsefni og penni. Hún rétti Barböru blokkina og pennann og ýtti töskunni með lampanum ofurlítið nær henni. Þér hefðuð átt að giftast Peter. Þá hefði þess arna aldrei þurft með, sagði hún gremju- lega. — Eg gladdist sannarlega ekki, þegar ég sá til ykkar herra Frasers, hvernig þið stóðuð þarna og kysstust í anddyrinu. Eg hefði haldið, að þér og Pet- er. . . . — Peter, hvað kemur hann þessu við? spurði Barbara hás- um rómi. — Peter er sonur minn, sagði hún og rétti hreykin úr sér. — Sonur yðar! Barbara lok- aði augunum og hallaði höfðinu upp að veggnum. Þetta var svo mikið áfall, að allt hringsnerist fyrir henni um hríð. En um leið sá hún, að ýmislegt benti til þess, að þau væru einmitt mæðg- in, hlýjan í rödd Peters, þegar hann talaði um Dobie, að hún fór iðulega heim til hans og hjálpaði honum með eitt og ann- að, að hann hafði orðið sér úti um verustað í nágrenninu, þótt það hefði verið þægilegra fyrir hann að eiga heima nær skól- anum. Og nú, þegar hún vissi það, rann það upp fyrir henni, að hann hafði augu Dobie — augu beggja höfðu þennan sama, óvenjulega bláa lit. — Þar að auki er hann frændi yðar, sagði Dobie, — Hann er Macfarlane, nákvæmlega eins og þér. Hann er sonur Walters, afa- bróður yðar. Það er hann sem ætti að erfa þetta allt saman, ef nokkurt réttlæti væri til. — Eigið þér við, að þér — þér hafið verið gift Walter? —• Walter vildi ekki binda sig, sagði hún beizklega. —- En við bjuggum saman eins og gift. Hann var sjúklingur minn á sjúkrahúsinu í Edinborg, þar sem ég vann þá. Þannig hitti ég hann. Og þegar hann dó, nevdd- ist ég til að byrja að vinna á ný. Systir mín og mágur tóku Peter að sér, en skrifið nú — ég hef enga löngun til að sitja hér í alla nótt. — Eg vil heyra alla sólarsög- una fyrst, svaraði Barbara og reyndi að láta röddina vera ró- lega og ákveðna. — Eg á fulla heimtingu á því. Veit Peter, að ég er hér? — Auðvitað ekki! hrópaði Do- bie hneyksluð. -—- Veit hann, að þér myrtuð föður minn? Þetta var högg í blindni: þetta 16 VTXAN as *H

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.