Vikan


Vikan - 13.06.1968, Page 33

Vikan - 13.06.1968, Page 33
Hann nam staðar fyrir utan hlið- ið og virti húsið fyrir sér, eins og hann væri hikandi og ekki viss um hvort hann ætti að berja að dyrum. Þegar það var ljóst að hann átti eitthvert erindi til þeirra, gekk frú White fram og opn- aði útidyrnar. Hún ávarpaði ó- kunna manninn. Hann gekk hik- andi upp stíginn. Nokkrum metrum frá dyrunum nam hann staðar. — Býr herra White hér? — Já, gjörið svo vel að koma inn. Ókunni maðurinn var mjög snyrtilega klæddur, hann var með hanzka og gleraugu. Hann brosti vandræðalega. — Ég var sendur hingað ... hóf hann máls, en leit svo vand- ræðalega í kringum sig. Svo ræskti hann sig. — Ég er send- ur frá Maw og Meggins, sagði hann svo. Frú White hrökk við. Hún tók af sér svuntuna og lagði hana á stólbak. — Er . . . . er eitthvað að? Er það eitthvað sem viðkemur Her- bert? — Eitt í einu, mamma, sagði herra White. — Bjóddu herr- anum sæti! Gjörið svo vel, herra minn! Fáið yður sæti og segið mér svo hvað yður er á hönd- um. Ég vona bara að þér kom- ið ekki með slæm tíðindi . . ? — Mér þykir ákaflega mikið fyrir því... tók ókunni mað- urinn til máls. — Hefir eitthvað komið fyrir hann? hrópaði frú White. — Er hann mikið slasaður? -— Já, hann slasaðist mikið, en hann finnur ekki lengur til . Hálftíma síðar voru hjónin orðin það róleg, að þau gátu hlustað á alla málavöxtu. Herbert hafði fest sig á drif- hjóli á vél sinni og slasazt til bana, Það var ekkert hægt að gera fyrir hann. — Það er að segja, sagði ó- kunni maðurinn og tók umslag upp úr frakkavasa sínum. Maw og Meggins bera auðvitað ekki ábyrgð á þessu hörmulega slysi, sonur yðar fór ekki eftir ör- yggisreglunum. En vegna þess að hann hefir unnið við fyrir- tækið í svo mörg ár, óskaði Maw framkvæmdastjóri eftir því að þér veittuð viðtöku þessari peningaupphæð. . . Ókunni maðurinn rétti herra White umslagið. Herra White sleppti hönd konu sinnar og tók við umslag- inu. Angistin í brjósti hans var honum sár kvöl. Svo leit hann upp. Úr augum hans lýsti skelf- ing. Hann sleikti þurrar varir sínar, svo stundi hann upp: — Hve ... hve mikið er þetta? H El LDSÖLU BIRGÐIR Carmen umboðið KLAPPARSTÍG 26 SÍMI 19800 Þér setjið hitaðar Carmen rúllurnar í þurrt hárið og fáið fallega og varanlega lagningu á aðeins 10 mínútum. Ötilhaft hár verður frískt og veltilhaft á aðeins 10 mínútum. Carmen rúllurnar fást í þrem stærðum, 7, 11 og 17 stykki í kassa. Carmen rúllurnar leggja hórið meðan þér klæðið yður Þakka ykkur kærlega fyrir mat- inn. Ég vona að þú hafir ekkert á móti því þótt ég taki minn Ættir þú nú ekki heldur að gæta veikur! Ekki nöldra ég yfir öllum skammt heim með mér, Sara. sauða þinna, kunningi? bólgunum í þér! Láttu ekki svona kona, ég er 23. tbi. viKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.