Vikan


Vikan - 13.06.1968, Page 34

Vikan - 13.06.1968, Page 34
r Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blaS ó kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blaS á kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA NAFN HEIMILI L, POSTSTOÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SlMAR: 36720 - 35320 PÉR SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ KLIPPIÐ HÉR-----------------------------------------KLIPPIÐ HER VIKAN EK HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAK OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. — Tvö hundruð pund, sagði maðurinn. Frú White rak upp skerandi óp og féll aftur á bak í sóffann. Maður hennar gaf frá sér eitt- hvert hljóð, sem líktist hlátri. Svo brast hann í grát og féll í gólfið. Um það bil viku eftir þenn- an válega atburð, vaknaði gamli maðurinn um miðja nótt, hann þreyfaði með hendinni í rúmið við hlið sér, og fann að hann var einsamall. Herbergið var dimmt, en út við gluggann heyrði hann hljóðlátan grát. Herra White reis upp á olnbog- ann og hlustaði um stund. — Komdu hingað! sagði hann lágt. — Þú ofkælist ef þú stend- ur þarna. Komdu til mín! Kjökrið hætti, og herra White lagðist aftur út af og féll í eins- konar mók. En svo glaðvakn- aði hann við það að konan hans rak upp skerandi hljóð. — Apaloppan! hrópaði hún. — Apaloppan! Gamli maðurinn settist upp, skelfingu lostinn. — Hvað er með hana? Hún kom til hans, en hras- aði í myrkrinu. — Náðu í hana! hrópaði hún. — Þú hefir vonandi ekki fleygt henni? — Nei, hún liggur í skúff- unni í anddyrinu, svaraði hann. — Hvað ætlar þú að gera? — Það voru tvær óskir eft- ir, svaraði konan. — Við höfum aðeins notað eina ósk. — Og með slíkum afleiðing- um, sagði maðurinn. — Finnst þér ekki komið nóg? — Farðu og sæktu apalopp- una! sagði konan í skipandi róm og fór að toga hann fram úr rúminu. Herra White þreyfaði sig nið- ur eftir stigann í myrkrinu, svo hélt hann áfram og fálmaði fyr- ir sér þar til hann kom að skúff- unni í anddyrinu. Hann fann fljótlega fyrir loðna hlutnum. Þegar hann sneri upp á loftið aftur, stóð konan hans í efsta stigaþrepinu. — Óskaðu nú! sagði hún. — Það er bæði óguðlegt og hættulegt, sagði hann. Frú White kom til móts við hann. Hún neyddi hann til að lyfta hendinni. — Óskaðu nú! sagði hún í skipandi rómi, og herra White sagði með titrandi röddu: — í£g óska syni mínum lífs! Svo gengu gömlu hjónin upp á loft. Maðurinn lagði sig í rúm- ið, hann skalf um allan líkam- ann. Konan hneig niður í stól. 34 VIKAN 23 tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.