Vikan


Vikan - 13.06.1968, Side 37

Vikan - 13.06.1968, Side 37
MARY QIIANT WIU GIVE YOU A LOUEIY PAIR OE SHINERS. Þessar VINSÆLU snyrtivörur fást á eftirtöldum stöðum í Stór-Reykjavík: ★ KARNABÆR, SNYRTIVÖRUDEILD, KLAPPARSTÍG 37. ★ APÓTEKI VESTURBÆJAR, MELHAGA 20-22. + BORGAR APÓTEKI, ÁLFTAMÝRI 1-5. ★ GARÐS APÓTEKI, SOGAVEG 108. * LAUGARNESS APOTEKI, KIRKJUTEIG 21. * HOLTS APÓTEKI, LANGHOLTSVEG 84. * APÓTEKI KÓPAVOGS, ÁLFHÓLSVEG 9. * HAFNARFJARÐAR APÓTEKI, STRANDGÖTU 34. Eye Gloss Shiny, gleaming. But totally non-greasy In moss, blue, grape, beige, cream. And translucent pearl. Mary Quant’s higb gloss Eye Gloss. MARY QUANT snyrtivörur slá í gegn - jafnt í hægri sem vinstri umferö. Heildsölubirgðir: BJÖRN PÉTURSSON & Co. hf., Laufásvegi 16. Sími 18970 gtagdiíiue jsjórceninsirai Framhald af bls. 24 að lokum! hrópaði hún og kenndi viðbjóðs. — Harða, hefnigjarna og grimma konu? Já, fyrir nokkrum árum gat ég ekki hugsað um neitt nema hatrið, en nú get ég Það ekki lengur. Ég vil ekki illsku lengur, Joffrey. Illskan er dauðinn og ég elska lífið. Hann leit á hana. Þetta síðasta hróp hennar kom greinilega beint frá hjartanu, braut niður hinzta varnarvegg hans. Þrátt fyrir allt það sem gerzt hafði síðustu dagana, hafði hann aldrei hætt að hugsa um Angelique og stöðugt dvalið við Þá dulúð sem um- kringdí konuna sem hann unni. Það var ekkert smánarlegt við hana, engin síngirni. Með venjulegri kvenlegri rökvísi, svo fái-ánlegri en þó svo réttri, hafði hún sett hann augliti til auglits við megin sannleikanns varðandi hana og krafizt ákvörðunar hans. Hafði hann í rauninni viljað finna hana metorðagjarna, hefnigjarna og einstaklega sjálfselskufulla eins og margar aðrar konur í lífinu, sem höfðu ekkert annað að gera en að hugsa um sjálfan sig. Hvað i ósköpunum hafði maður eins og hann að gera við óstöðuglynda, duttlungafulla markgreifafrú i öllu sínu fíneríi, þegar hann var í þann veginn að stofna öllu sínu í voða enn einu sinni, með því að leggja land undir fót og kanna ókunn svæði? —• Hvaða stað hafði hin gamla Angelique getað átt í hinum nýja stað hans, þetta fallega stúlkubarn, sem hafði rétt nýlega opnað ung augu sín fyrir heimi gleðinnar og i ákafri Þörf fyrir að reyna mátt kynþokka sins? Og hvað hefði hann átt að gera við hina konuna, sem haldið hafði hjarta konungsins í höndum sér og gert hinn gjörspillta heim hirðarinnar að vígvelli sínum og ævintýrasviði ? Hið ósnorta erfiða land, sem hann hafði flutt hana til hafði ekkert að gera við litilsgild eða tóm hjörtu. Tryggð var það sem með þurfti og tryggð var það sem hann las i augunum, sem störðu á hann. Það var ef til vill skrýtið að lesa Það i augum, sem höfðu heillað mikla og volduga menn á svipstundu, en Angelique var full af leyndardómum, blæjur sálar hennar höfðu rifnað á Þyrnum við margar götur, en hún hafði fundið hann að lokum. Hún starði á hann heitum augum, beið eftir dómi hans og vissi ekki, hvað hún var að hugsa. Hann hugsaði: — Fegurstu augu í heimi! Þrjátíu og fimm þúsund pjastrar voru ekki ofborgun fyrir slik augu. Konungur féll fyrir þeim.... blóðþyrstur soldán beygði sig fyrir valdi þeirra.... Hann lagði aðra höndina yfir augu hennar, eins og til að forða sér undan áhrifamætti þeirra, lét síðan höndina strjúkast mildilega yfir hárið á henni. Tíminn hafði lýst þetta hár og gert það að enn fíngerðari umgerð en áður fyrir græn augun. Gyðjur Ólympstindar hefðu öfundað hana af þessu glitrandi, fíngerða skrauti úr Ijósu gulli. Hann fann til leyndrar ánægju yfir því, að jafnvel þegar hún var úfin og i öngum sínum var hún fögur, eins og hún var meðan óviðrið geysaði og hann naut hennar. Því fegurð hennar er ekki af því taginu, sem á allt sitt undir daðurslegri leikni og uppgerð. Látleysið hæfði hennar nýfundna ljóma, sem stafaði að nokkru leyti af einlægni hennar og nokkru leyti af hennar einstæðu ást á lífinu. Það hafði tekið hann svo langan tíma að uppgötva hana, svo langan tíma að viðurkenna hana. öli reynsla hans af konum hafði ekki orðið honum til gagns, ekki reynzt þess megnug að hjálpa honum að skilja hana, þvi hann hafði aldrei kynnst neinni henni likri. Hann hafði ekki borið kennsl á hana, en það stafaði ekki af því að hún hefði fallið svo lágt, heldur vegna þess að hún hafði risið s\'o hátt. Og það útskýrði allt. Hún gat komið til hans, klædd í grófar strigadruslur, fötin í henglum, iiárið úfið og barið af hafi og vindum, kvíðafull og þreytt eins og hún var núna, eða nakin, veiklunda og veitandi eins og hún hafði verið um nóttina, þegar hann tók hana í fang sér og hún grét án þess að vita af því; hún myndi alltaf vera dásamleg, dásamleg eins og svalalind, sem hann gat beygt sig niður að og svalað þorsta sínum við. Og hann gæti aldrei afborið að vera einn framar, aldrei framar. Hann gæti ekki afborið að vera án hennar. Honum var þegar tekið að þykja óbærilegt, að hún væri í hinum enda skipsins, skilin frá hon- um. Og nú vissi hann ekki hvað hann átti til bragðs að taka, þegar hún kraup titrandi við fætur hans. Og guð mátti vita, að hann ætlaði ekki að hengja mótmælendurna ,,hennar“ vegna þess að hann langaði til þess. Ef til vill var þetta slóttugur og undirförull hópur, en mennirnir voru hugrakkir og djarfir og þegar á allt var litið, verðskulduð þeir betri örlög. Samt komst hann ekki hjá að dómfella þá. Á ævinni, ævi, sem hann hafði lifað í nábýli við brýna hættu, hafði hann lært, svo ekki varð um villzt að það er veiklyndið, sem veldur flestum mistökum og hefur flestar hörmung- Í3. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.