Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 43
sínum verða þær varla trúar
nema að mjög takmörkuðu leyti.
En það mega þær eiga að þeim
er einkar auðvelt’ að aðlaga sig
lífsvenjum og duttlungum karl-
manna af ólíkustu tegundum;
þær geta lifað með tilfinninga-
næmum listamanni og þykkhöfð-
uðum bissnissmanni. Einnig
stendur þeim hjartanlega á sama
um trúarskoðanir, kynþátt eða
ætterni makans.
Ungir tvíburamenn eiga jafn-
an talsvert erfitt með að velja
sér ævistarf; þar sem víðar kem-
ur fram ótti þeirra við að binda
sig við eitthvað ákveðið. Þeim
lætur bezt að starfa við kaup-
sýslu, stjórnmál, fréttamiðlun,
bókmenntaiðkanir og svo fram-
vegis, í stuttu máli sagt allt sem
lýtur að miðlun andlegra og
efnalegra verðmæta milli fólks.
Þar sverja þeir sig í ættina við
Hermes, sendiboða og millilið
guða og manna.
í STARFI
Tvíburinn er ötull við starf og
fljótur að koma sér í ganginn. en
þó engin fyrirmynd hvað reglu-
semi snertir, er til dæmis ekkert
nákvæmur hvað snertir mætingu
í vinnu. Honum lætur vel að
vinna í skorpum, en hefur ekki
mikið úthald, verður oft að taka
sér hvíld og safna nýjum kröft-
um, fá sér kaffisopa eða sígar-
ettu. Hann er yfirleitt glaður og
reifur og kynnist vinnufélögun-
um fljótt. Hann hefur augun op-
in fyrir nýjum og hentugri
vinnuaðferðum og finnur þær
gjarnan upp sjálfur. Hann kem-
ur sér að jafnaði vel við yfir-
menn sína, en ef í brýnu slær á
milli hans og þeirra, verður hann
snöggur að koma sér í varnar-
stöðu, og gott ef hann snýr ekki
vörn upp í sókn. Hann verður
þá kaldhæðinn og harður í horn
að taka.
Eitt það sem tvíburinn sízt get-
ur þolað er að vera ekki í
fremstu röð á vinnustað sínum.
Þótt hann sé aðeins unglingur
eða byrjandi, vill hann án tafar
komast í röð roskinna og full-
reyndra manna. Hann er stöðugt
að finna upp á einhverju til að
vekja á sér athygli. Ekki er því
nema eðlilegt að margir leikarar,
trúðar og annað það fólk sem
show-buisiness stundar sé fætt í
tvíburamerki.
Það er tvíburanum ævinlega til
mikillar hjálpar í lífsbaráttunni
hversu slunginn hann er og dipló-
matískur. Sökum þess að líkam-
legur þróttur hans er yfirleitt
nokkuð takmarkaður, treystir
hann meira á greind sína og út-
sjónarsemi. Af þessu leiðir að
hann verður stundum brögðótt-
ur og viðsjárverður í skiptum
við náungann; hneigist til sam-
særa og baktjaldamakks. Annars
er óhætt að fullyrða að tvíbur-
anum lánist flest vel, sem hann
tekur fyrir, svo fremi hann vari
frá Coppertone
gerir yður sólbrún á undursam-
legan hátt á 3 til 5 tímum — í
SÓL eða án SÓLIAR — úti eða
Q.T. frá Coppertone ver yður
einnig á venjulegan hátt gegn
sólbruna,
Q.T. inniheldur „Ketachromin“,
sem breytir litarefnunum í ytra
borði húðarinnar á svipaðan hátt
og sólin.
Q.T. gerir jafnvel hið ljósasta
hörund fallega brúnt á örstutt-
um tíma.
Q.T. frá Coppertone inniheldur
nærandi og mýkjandi efni fyrir
húðina svo hún helzt silkimjúk
í sólbaðinu.
Q.T. inniheldur enga liti eða gerviefni, sem gera húð
yðar rákótta eða upplitaða, sé það rétt borið á sam-
kvæmt leiðarvísi.
r '"P -jjfc.
Q.T. notað úti i sól gerir yður enn brúnni á stuttum
tima um leið og það hjálpar til að verja yður gegn , 1 'ý-C' |t
brunageislum sólarinnar.
Q.T. er sérstaklega vel til þess fallið að halda fót-
leggjum yðar brúnum allt árið.
Q.T. cr framleitt af COPPERTONE og fæst í öllum
þeim útsölustöðum, sem selja venjulega sólaráburði
frá COPPERTONE.
íslenzkur leiðarvísir fæst með Q.T.
Heildsölubirgðir: HEILDVERZLUNIN ÝMIR, sími 14191.
V_
sig á því að láta meðfædda yfir-
borðsmennsku leiða sig út í öfgar.
FJÁRMÁL
í fjármálum sem víðar skiptir
í tvö horn með tvíbura. Mennta-
og listafólk er mjög fjölmennt í
þessu merki, og það tekur yfir-
leitt nám, vísindi, XJistiðkanir og
bókmenntir langt fram yfir pen-
inga. Það hefur að jafnaði sára-
lítinn áhuga á fjármálum yfir-
leitt. Það kærir sig ekkert um
að verða ríkt, nema það með því
móti geti framkomið vilja sínum
í einhverju öðru efni. Það er ör-
látt og eyðir oft af lítilli for-
sjálni. Það skemmtir sér kon-
unglega þegar þess er kostur og
lætur ekki áhyggjur af morgun-
deginum spilla fyrir sér gamn-
inu.
Svo er önnur gerð tvíbura sem
er efnishyggjulegar þenkjandi.
Það fólk sver sig heldur betur í
ætt við kaupsýsluguðinn Her-
mes. Það miðar líf sitt við klók-
legan atvinnurekstur og peninga
og nær flestum lengra á þeim
vettvangi. Þegar staða Merkúrs
í merkinu er slæm, koma fram
fjársvikarar og glæframenn, sem
einskis svífast og láta tilgang-
inn helga meðalið.
Fyrir kemur að þessar tvær
gerðir sameinist í einum og sama
manninum, og fer mjög vel á
því, en í flestum tilfellum gætir
annarrar snöggt um meira.
dþ.
Hvað er þetta, heyrðuð þér ekk
veðurfréttirnar í morgun?
23. tbi. VIICAN 43