Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 8
M O D E S S Eina bindið, sem býður yður fjóra nauðsynlega kosti. (1) V-lögun sem er sérstaklega sniðin fyrir líkama yðar. (2) Mjúkt og þægilegt í notkun. (3) ,,Blue Shield" plasthimnan sem gerir það rakaþétt og öruggt á þrjó vegu. (4) Tekur sérstaklega vel í sig raka. MODESS BINDI FRÁ JOHNSON & JOHNSON Modess DÖMUBINDI 'mmm WITH BLUE SHiaD FOR extraprotection Hl Modess jSANITARY BELT Einkaumboð: GLÓBUS h,f. _____J 22 - 24 IR: 30280-322(2 UTAVER Pilkington’s postulín veggflísar Sfærðir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x II cm. Barrystaines linoleum parket gólflísar Stærðir: 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ v. BMuii VIKUNNAR FIAT125 BERLINA Þeim, sem hafa fylgzt með er- lendum bílablöðum í vetur þyk- ir sjálfsagt vel við eigandi að byrja bílaprófun ársins 1968 með Fíat 125, svo góða dóma sem hann hefur fengið erlendis það sem af er, meira að segja kall- aður taíll ársins. Satt er það, — þetta er gersamlega nýr bíll hjá Fíat, þótt engar meiri háttar tæknibyltingar séu í honum; hann er þó nýr að útliti og það er meira að segja laglegt. Hvað snertir undirvagn og gangverk virðast ítalirnir hafa lagt sig fram um að gera skemmtilegan, góðan og sterkan bíl. Árin ein geta skorið úr um, hvernig þeim hefur tekizt þetta. Þetta er rúmgóður fimm manna bíll, þótt þægilegra sé fyrir tvo að ferðast í aftursætinu en þrjá. Að utanmáli er breiddin 1611 mm, og mikið af því kemur til skila inn fyrir því hurðirnar eru ekki þykkar. Sætin eru mjög góð, sérstaklega setan, sem styð- ur dável við lærin. Stuðningur við mjóhrygginn mætti h'kast til vera öllu betri, sá sem ég próf- aði var með stuðningsgrind við bakið og það fannst mér einkar gott. En það á ekki við alla, sér- vitringar geta bara efnað sér í stuðningsgrind, það setur engan á hausinn sem getur snarað út 240 þúsund krónum fyrir bíl hvort sem er, Klæðningin innan í bílnum er geðþekk, vinyl- klæðning sýnist mér, þó hef ég alltaf heldur tilhneigingu til að tortryggja hurðaspjöld scm ná alveg niður. Mælaborðið er þokkalegt, eftir því endilöngu er rönd klædd með viðarlíkingu, yzt báðum megin eru ferskloftsristar en trekkur- inn úr þeim mætti að skaðlausu vera kröftugri. Hanzkahólf hægra megin er læsanlegt, en það er sannkallað hanzkahólf; alls ekki verkfærakista. Undir mælaborðinu er hins vegar skranhilla þvert um og smádóts- hilla að ofan á drifstokknum framan við gírstöngina. Fyrir miðju mælaborði er gert ráð fyrir útvarpi. — Beint fram af stýrishjólinu eru mælarnar tveir, hraðamælir öðrum megin en hin- um megin skífa með bensínmæli, hitamæli, ljósagangi og klukku eða snúningshraðamæli í miðj- unni. í ljósaganginum er varn- aðarljós fyrir innsog, hand- bremsu, smurningu og rafmagn, stefnuljósablikkið er hins vegar milli mælaskífanna. Kveikjulás- inn (svissinn) er fast upp við stýrisstöngina vinstra megin, dá- lítið óþægilegt staðarval að mín- um dómi; það þarf lag til að rekast ekki um of á stýrisstöng- ina. Stjórntæki liggja öll mjög vel við og það fer vel um mann undir stýri á Fíat 125. Bíllinn er fjögra gíra og sam- stilltur í alla gíra. Allir eru gír- arnir ákaflega „flexible", ég fór í fyrsta upp í 40, í öðrum frá kyrrstöðu upp í 80, þriðja frá 25 upp í 80 og fjórða frá 60 upp í — ég segi ekki hvað. Þriðji gírinn er því eindregið Gírinn með stórum staf, allt milli 30 og 80 er hans svið og hvar sem er á því er bíllinn svarasnöggur og viljugur á hvorn veginn sem er. Fjórði gír er hins vegar nánast langakstursgír og algerlega óþarfur í innanbæjar-akstri. — Skiptingarnar eru vel markaðar og auðveldar, nema kannski sízt fyrsti gírinn, en þar kann óvan- inn að hafa spillt nokkuð fyrir. Eins og aðrir Fíatar sem ég hef snert er þessi einkar góður í stýri. Hann er í þyngra lagi, en þar fyrir skynjar maður bílinn betur. Það svarar vel og snún- ingar borð í borð eru ekki marg- ir, hjólið fer þægilega í höndum 8 VIKAN 24-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.