Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 47
UR í EINU HÖGGI - SÓLIÐ YKKUR OG GERIÐ HOLL AR OG FEGRANDI LEIKFIMISÆFINGAR UM LEIÐ Stinnari brjóst og fallegri líkamsburð ætti þessi æfing að gefa í aðra hönd. Sitjið á hælunum og spennið hendmmar með beinum handleggjum fyrir aftan bak. Lyftið þeim þannig upp og haldið olnbogunum alltaf bein- um á meðan. Hafið axlirnar spenntar aftur og haldið höfðinu hátt. Til þess að þessi æf- ing beri árangur, verðið þið að æfa hana oft og reglulega, en gleymið ekki að hvíla ykkur, þegar þið þreytist. Útstandandi maga ættuð þið að geta lagað með því að liggja á bak- inu og hreyfa fæturna upp og nið- ur hratt til skiptis, en þeir verða að vera vel beinir og strekktir. Hand- leggjum er haldið beint upp, eins og þið sjáið á myndinni. Einhverj- ar harðsperrur geta fylgt þessari æfingu, en það sýnir bara, að hún er til einhvers gagns. Hvort sem er hér í Nauthólsvík- inni, annars staðar úti við sjóinn hér á landi eða í heitum sandi við Miðjarðarhafið, getið þið gert þessar æfingar um leið og þið sól- ið ykkur. I*ótt það sé krökkt af fólki umhverfis ykkur, tekur eng- inn eftir því, þótt þið teygið eitt- hvað úr ylckur og liðkið, enda eru allar þessar æfingar svo fallegar, að það er bara augnavndi að þeim fyrir þá, sem af einhverri tilviljun væru að horfa í kringum sig. Sjálft sundið er einhver bezta og hollasta æfing fyrir allan Iíkam- ann, en notið líka tímann á strönd- inni, það er ekki nema hressing að því, að skipta svolítið um stelling- Þessi æfing er til að fegra lærin. Þá ligg- ið þið á hnjánum og lyftið handleggjum fram í axlarhæð. Beygið ykkur eins langt aftur á við og hægt er, án þess að snerta hælana. Æf- ingin er ekki ein- ungis góð fyrir lær- in, heldur líka of mikinn maga. ar, en flatmaga ekki eins og í dái móti sólinni. Eins og áður er sagt, tekur eng- inn eftir því, þótt þið grafið svo- lítið í sandinn með tánum, eða hreyfið höfuðið til og frá, en ef þið getið ekki hugsað ykkur að gera þessar æfingar í allra augsýn, máð með góðu móti æfa þær heima áður en þið farið á fætur — enda ekki alveg víst að sól sé upp á hvern dag! 8Það er fallegt að vera bein í baki án þess að vera stíf. Teygið ykkur þannig niður að sjónum og „klapp- ið“ öldutoppunum. Hafið í huga, að æfingin nái til alls baksins, þannig að þið finnið hvernig vöðvarnir taka á. 24. tbi. VIICAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.