Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 19
1 1 — Mig- langaði til að verða flugmaður, svo ég lærði að fljúga. Ég vildi gifta mig, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, og ég gerði það. Ég vildi verða fræg, og ég er það. Mig langaði til að eignast son, og ég cign- aðist hann. Virna Lisi gerir yfirleitt það sem hana langar til að gera. Saga hennar er ekki nein ösku- buskusaga. Hún átti auðuga foreldra, fór til Holly- wood í eigin bíl, blóðrauðum Maserati, með vagnhlass af kjólum og allskonar klæðnaði frá Balenciaga. Kvikmyndin „How to murder your wife“, þar sem hún lék á móti Jack Lemmon, hlaut góða dóma, og Virna varð fræg. Kvikmyndin „The Girl and the Gencral", er væntanleg bráðum. Þar leikur Virna Lisi á móti Rod Steiger, svo hún er ekkert að hugsa um að liætta að leika. Eiginmaður hennar er auðugur arkitekt og þar að auki mjög glæsilegur maður. Hann heitir Franco Pesci. Það er ekki víst að hann sé alltaf á sama máli og hún, en hún segir að liann skilji sig mjög vel. Hún er ekki alveg klæðlaus, á minnsta kosti 100 kjóla og tuttugu loðfeldi, Þau hjónin eiga land- setur í nágrenni Rómaborgar. Húsgögnin eru aðallega ítölsk og frönsk og málverkin eru yfirleitt eftir ítalska nútíma málara. Hún hefir sérstakan hárgreiðslumeist- ara, sem kemur heim til hennar, nokkrum sinnum í viku. Hún er mikið fyrir hesta og ríður sínum eigin hestum, æpir sig hása á fótholtakappleikjum og dekr- ar við son sinn Corrado, sem hún dáir, og þykir fátt skemmtilegra en að taka á móti jafnöldrum hans. Hún er mjög hamingjusöm og segir að allir séu hrifnir af sér.... 24. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.