Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 49
Forvitin — blá — Lena. i> Carroll Baker og Jean Sorrel (Forvitin — blaut) hafa ekki mikið svigrúm í ítölsku myndinni, því baðklefinn á að vera hæfilega þröngur og vatns- rennslið nákvæmlega rétt. 48 VJKAN 24-tbl* FORVITNIN í KVIKMYHDUNUM Ekki alls fyrir löngu var hér sýnd sænsk kvikmynd, sem kölluð var: Eg er forvitin — gul. Fáeinir sáu þá mynd sér til skemmtunar, nokkrir hneyksluðust á henni, en mörgum þótti hún bara leiðinleg. Gerðar voru mótmælasamþykktir hennar vegna um það leyti, sem aðsókn að henni lauk. Bandaríkjamenn hafa bannað þessa mynd og kalla hana fyrirlitlega. En með þessari kvikmynd hefur ef til vill vaknað ný alda í kvik- myndagerð. Eins og mörgum er kunnugt, er forvitnin mest á sviði kynferðismála og reynslu í þeim efnum. Nú þykir ekki lengur list- rænt og fínt að ,,klippa" þegar elsk- endurnir eru loksins komnir í ham, nú verður að sýna allt dillidúið og því rækilegar, þeim mun listrænni sem myndin er. Og forvitniskvik- myndirnar koma hver á fætur ann- arri. Vilgot Sjömann, sá sem gerði þá forvitnu gulu, virðist ætla að halda áfram með allt litakortið. Hann er þegar langt kominn — ef ekki bú- inn — með Ég er forvitin — blá. Að vísu er lítið um mök í þeirri mynd. Aðeins einu sinni að sögn. Aðal- leikararnir, Lena og Börje, eru þar að verki, og á meðan hrópa þau auglýsingar hvort á annað (Styrkið iðnaðinn — STP — Heineken — get- um við ímyndað okkur). í öll hin skiptin, sem þau reyna, fer allt í handaskolum hjá þeim. En það er mikið stríplazt í myndinni því hún á að vera listræn. Bandaríkjamenn eru á ferðinni með forvitnismynd, sem heitir Candy. Aðalleikarar eru Marlon Brando og Ewe Aulin. Raunar mætti kalla þá mynd Ég er forvitin — snjóug. Marlon leikur hinn mikla Guru, en það er heiti kennara í hindúisma (Maharishi, kennari bítl- anna, er Guru). Guru þessi á að kenna Candy (Ewe) listir jógans og hinnar fullkomnu sjálfsstjórnar. Hon- um ofbýður þó að þurfa að hrella svona unga og fallega stúlku, ný- byrjaða þar að auki, með venju- legum, þurrum fræðum byrjenda, svo hann snýr sér beint að Kama- sutrahlutanum. Kamasutra er sanskrít og þýðir Handbók ástarinnar. Hún var skrif- uð á 7. öld og er fyrirmynd flestra kynórabóka síðan. Á Indlandi eru fjöldamörg frjósemishof með mynd- um af elskandi pörum á veggjunum. í hofi Gurus þessa eru myndir af 100 mismunandi stellingum. Þau byrja á mynd eitt og halda áfram þar til þau eru komin hringinn. En Candy er ekki ánægð og vill brydda upp á atriði nr. 101. Hún vill elska í nýfallinni mjöll. Það reynist hins vegar einum of mikið fyrir Guruinn. Þrátt fyrir allan sinn vísdóm og þjálfun í sjálfsstjórn verður hann til þarna í snjónum I örmunum á Candy, sem er enn í fullu fjöri, rétt nýbyrjuð að læra. Þriðja kvikmyndin í forvitnisdúrn- um er Ég er forvitin — blaut. Hún ... .... :: . " i&í ........ : leggur upp úr því eins og gula for- vitnin hans Sjömans að koma ekki nálægt venjulegu rúmi — eins og hingað til hefur mest tíðkast í þess- um bransa — heldur finna nýja og frumlega staði. Það er ítalski leik- stjórinn Romolo Guerrieni sem stjórnar þessari mynd (og kallar hana Hveitibrauðsdaga) og hann hef- ur mestan áhuga fyrir steypibaðinu. Og til að forvitnast fékk hann þau Carroll Baker (Baby Doll, sem nú er farið að kalla Bathy Doll) og frans- manninn Jean Sorrel, sem líka hef- ur þjálfun í að stríplast. Og það gera þau svo sannarlega í þessari kvikmynd, sem eins og fyrr segir gerist að mestu leyti í steypibaðs- klefa, hæfilega þröngum og með mátulegt rennsli úr úðaranum. Já, svona haga þeir sér í kvik- myndunum. Hvar skyldi öll þessi forvitni enda? ☆ Candy finnur upp 101. aðferðina (Forvitin — snjóug). Það verður hin- um þjálfaða Guru ofraun, og hann króknar í nýsnæinu. 0 Lena og Hans (Forvitin — bló) fara upp i útsýnisturninn í Græna Lundi og virða fyrir sér útsýnið. Svo fara I þau heim. 24. tbt. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.