Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 43
um. Stöðugt glymur róandi tónlist úr hátölurunum. 17 ára stúlka seg- ir við stöllu sína: „Sv'ona hlýtur það að hafa verið, þegar Titanic fórst." Loks koma ekki fleiri út. Klukk- an er 4.31. Taylor flugstjóri stend- ur álengdar og horfir á bálið hakka ( sig það sem fyrir andartaki var glæsilegur flugkostur. Slökkvi I iðs- maður kemur til hans og segir lágt: „Flugstjóri, fimm eru horfin. Þar af vafalítið Barbara Harrisson, flug- freyja." Taylor svarar ekki. Hann snýr hægt undan og gengur burt. Þús- undir áhorfenda víkja þöglir til hliðar og rýma til fyrir honum. Fáir horfa lengur á logana sleikja flug- vélarflakið. Flestra augu hvíla á manninum, sem gengur burtu, hetj- unni, sem bjargaði 121 mannslífi. En hann getur ekki gleymt þeim fimm, sem ekki komust út. Og hann hefur tekið áraskanlega ákvörðun. Hann ætlar að halda áfram að fljúga, svo lengi sem hann getur. Sólarhring síðar lyftir Boeing 707, einkennisstafir FG (Foxtrott Golf) sér á loft af flugvellinum í London á leið til Sydney í Ástralíu. Meðal farþega um borð er Tragnell fjöl- skyldan. Fred Tragnell nötrar af hræðslu og enginn lítur út, þegar flogið er yfir leifar brenndu flug- vélarinnar. ☆ Bílaprófun Framhald af bls. 9 hún líka góð miðað við það sem gerist, heldur bílnum vel stöð- ugum og það er langt frá að hann sé hastur, hins vegar mættu ítalir nokkuð læra af Frökkum í því efni, að gera fjöðrun sem hæfir hoþóttum malarvegum. En sem sagt, fjöðr- unin á Fíat 125 er í ágætu meðal- lagi. Að framan er bíllinn á gormum, en að aftan á blaðfjöðr- um. Hæð undir lægsta punkt er í minna lagi, eða gefin upp 12 sentimetrar. Dekkin er 13“ sport- dekk belgmikil. Þegar á allt er litið, er Fíat 125 efnilegur bíll að mínum dómi. Hann hefur enga áberandi galla, svo frágangssök verði tal- ið að kaupa hann að mínum dómi, enda fæ ég ekki betur séð, að hann sé mjög ódýr miðað við jafningja sína, kostar um 240 þúsund. Kosti hefur hann hins vegar marga á þann veginn að gaman væri að eiga hann, og á ég þá einkum við það, hve gam- an er að aka honum. Þetta er fjölskyldubíll rúmgóður, en í akstri seilist hann drjúglangt inn á svið sportbílanna. Og ég er ekki frá því, að þetta sé bíll, sem kynni að geta enzt nokkuð - - jafnvel á íslenzkum vegum. -—s ■\ * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar $em er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur ói.i-.4r gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna ‘fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. RAFHA-IIAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotM ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 2. Viðkvæmur þvottur 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90°. 5. Suðuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 40°. 8. Heitþvottur 90°. 9. Litaður hör 60°. 10. Stífþvottur 40°. 11. Bleiuþvottur 100°. 12. Gerviefnaþvottur 40°. Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. Vlfl ÓOINSTORG S I M I 1032 2 nn maa er brkih hahs nito? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem gelur fundið ö'rkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: BryndEs Þráinsdóitir, Álfhólsvegi 28, Kópavogi. Vinnitiganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkiii er á bls. 23. u,i. yiKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.