Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 22
${orœm»cjmn FRAMHALDSSAGAN 27. HI.UTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - ^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★'★★★^★★★★★★★★^^■^★★★★★★★★★★★★★★^'^^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★t ALLT f EINU GRIPU INDÍÁNARNIR YNGSTU BÖRNIN OG FÓRU MEÐ ÞAU. í FYRSTU VISSU MÆÐURNAR EKKI HVAÐAN A ÞÆR STÖÐ VEÐRIÐ, SÍÐAN RÁKU ÞÆR UPP ÖSKUR .... **¥»¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥*-¥-¥¥¥"¥»¥MMMMMMHMMMMMMMHMMF-¥-¥-¥-¥-¥¥»-¥-^MMMMMMMHMMMMMF¥¥¥¥MMMMMM¥»-¥¥-¥-¥¥-¥-¥¥¥^MMMMMMMMMMMF-¥*¥-¥- — Það er ailtaf kona á bak við hræðilegustu, óskiljanlegustu og óbætanlegustu hörmungarnar. Hvað segir franska máltækið: „Cher- chez la femme“? Hann tók undir höku hennar og renndi hendinni létt yfir andlit hennar, eins og til að þurrka burt sorgina. — Og stundum færa þær okkur hina dýpstu hamingju. Ég skal segja þér að ég veit hversvegna Berne óskaði að drepa mig og ég hef fyrir- gefið honum það, því ég veit að hann hefur beðið lægri hlut, ekki fyrir stríðsöxum Móhikananna minna, heldur fyrir þeirri staðreynd að þú hefur valið mig, en ekki hann. Meðan ég hafði minnsta vott af efa um val þitt var tilgangslaust að ætlast til þess að ég sýndi nokkra miskunn. Þarna sérðu hve mikils virði mennirnir eru væna mín; þeir eru ekki mikils verðir. Svo skulum við reyna að bæta fyrir brot okkar, þvi ég viðurkenni, að það voru brot á báðar síður. Á morgun verða allir far- þegarnir fluttir í land. Manigault, Berne og hinir fara með þeim í hlekkjum og undir vörzlu. Þar skal ég segja þeim hvers ég vænti af þeim, ef þeir samþykkja ætla ég að láta þá sverja mér hollustueiða við biblíuna....Ég imynda mér að þeir myndu ekki voga að rjúfa þann eið .... Hann tók hattinn af borðinu. — Ertu ánægð? Angelique svaraði ekki. Hún gat enn ekki fyllilega trúað því að hún hafði unnið. Það hringsnerist allt fyrir henni, svo stóð hún upp og gekk til hans, þar sem hann var frammi við dyr og lagði ósjálfrátt aðra höndina á úlnlið hans. — En ef þeir samþykkja ekki? Bf þér lánast ekki að sannfæra þá. Ef þeir hata þig of mikið til að vilja dvelja hér? Hann leit undan og svo yppti hann öxlum. — Ég skal lána þeim Indíána, leiðsögumann, hesta, vagna og nokkrar byssur, og þá geta þeir farið og látið hengja sig einhvers staðar annars staðar.....Þeir geta farið til djöfulsins.... Þeir geta farið til Ply- mouth eða Boston, þar sem hinir mótmælendurnir munu taka á móti þeim. 36. KAFLI. Uppi á afturþiljum heyrði Angelique fjarlægan nið radda berast frá landinu gegnum þokuna. Var það söngur eða hróp? Þessi ókunni heim- ur, sem hún skynjaði þarna rétt hjá þeim, var heimurinn þar sem Joff- rey de Peyrac hafði varpað akkerum og valið sér samastað, og af þeirri ástæðu laðaðist Angelique að honum. Hún hlustaði af ákefð og áköf spenna gagntók hana og eyddi þreyt- unni. Hún hafði nær gleymt þýðingu orðsins hamingja, ella hefði hún haft nafn á tilfinningar sínar. Þær voru óvissar og veikburða, en henni leið eins og sál hennar væri nú hætt að brjótast um og lægi nú í hvíld með ólýsanlegri fullnægjukennd. Þetta var mikils vert andartak í lífi hennar; það myndi líða hjá en verða að eiiífu grafið í huga hennar og varpa ljósi sínu á framtiðarveginn. Þannig var skap Angelique meðan hún beið I þokunni. Hún stóð ein með Honorine upp á afturþiljunum, en þangað hafði hún flýtt sér eftir að hafa sagt kvíðafullum konunum að vera rólegum. Hún þarfnaðist þess að vera ein. Of mikið gekk á í huga hennar, því öll hennar fyrri óhamingja var að hverfa frá henni; hún var að verða frjáls. Joffrey de Peyrae var nýfarinn frá henni og þegar beið hún áhyggju- full eftir að hann kæmi aftur. Hún hlustaði eftir rödd hans. Hún hlustaði eftir því hljóði, sem segði henni að eintrjáningur væri að koma í áttina að skipinu, áraglamur, það gat verið að hann væri að koma aftur um borð. Hún hlustaði eftir fótataki hans. Hún óskaði að vera við hlið hans að horfa á hann og hlusta á hann. Hún þráði að deila með' honum öllum einkamálum hans, áhyggjum, draumum og áhugamálum.. Ó, að standa í skugga hans! Ó, að vera i örmum hans! Svo fór hún allt í einu að hlæja. — Ég er ástfangin! Ég er ástfang- in! Ég er barnalega ástfangin! Hjarta hennar var barmafullt af ást. Hana langaði til að hlaupa upp hæðir og ofan í dali og syngja. En enn varð hún að bíða í þokunni á. þröskuldi Edensgarðs, fangi í skipi sem hafði flutt þau öll yfir haí myrkursins. Hún rifjaði upp fyrir sér hverja hans hreyfingu, hvert orð' sem hann hafði af munni mælt hin mjúka hönd hans hafði strokið yfir hár hennar og kæfða röddin hans hafði allt í einu orðið blíð, þegar: hann sagði: — Seztu, litla abbadisin mín. Hann hefði aldrei látið undan kröfum mínum svona auðveldlega,. ef hann elskaði mig ekki. Hann hefur náðað þá! Það var konungleg gjöf, sem hann kastaði að fótum mér og ég lét hann bara fara.... Rétt eins og i gamla daga, þegar hann rétti mér hálsmen, sem hefði hæft drottningu einkar kæruleysislega, og ég vogaði aldrei að þakka hon- um.... Er það einkenniiegt ? Ég hef alltaf óttast hann ef til vill vegna þess að hann er svo frábrugðinn öðrum. Eða ef til vill vegna þess að ég er svo meyr i návist hans. Ef til vill óttast ég að hann taki að ráða yfir mér. En hverju máli skiptir það? Ég er kona, ég er konan hans! Það voru hlekkir hjónabandsins sem, með því að tengja þau saman höfðu gert þeim kleift að enduruppgötva hvort annað. Þrátt fyrir það sem hann kallaði ótryggð hennar, hafði hann ekki getað varizt því að hafa áhuga fyrir konunni, sem einu sinni hafði verið konan hans. Hann hafði þotið henni til hjálpar í Candia og síðan, þegar Osman Faraji hafði gert honum viðvart um að hún væri í háska stödd, hafði hann þegar í stað lagt af stað til Meknés. Hann hafði siglt inn til La Rochelle, til að bjarga henni einu sinni enn.... Angelique kipptist við, nú var hún viss um að það var ekki af til- viljun sem de Peyrac greifi hafði varpað akkerum skammt frá La Rochelle. Hann hlaut að hafa vitað að hún var þar. En hver hafði sagt honum það? Hún velti fyrir sér þó nokkuð mörgum möguleikum og valdi þann líklegasta: Hann hlaut að hafa frétt það eftir Monsieur Rochat. Því ekkert sem kallast má frétt getur verið leyndarmál í hafn-- arborgum hins austræna og vestræna heims. — Hann hefur alltaf reynt að koma mér til hjálpar, þegar hann hef- ur vitað að ég er í vanda stödd. Það hlýtur að þýða að hann hefu- látið sig einhverju varða um mig, þótt ég hafi ekki fært honum neitt. annað en vandræði.... — Mamma, þú skelfur eins og þegar þig dreymir og þú ert sofandi,, sagði Honorine í ásökunartón, fýluleg á svipinn. — Ég get ekki vænzt þess að þú skiljir það, sagði Angelique. — En allt er svo dásamlegt. Honorine setti á sig stút til að gefa til kynna að hún væri ekki á sömu skoðun. Angelique strauk yfir silkimjúkt hár hennar, fann til furðulegt samvizkubits. Honorine skynjaði að þegar allt var í lyndi milli Svarta-Karlsins og móður hennar, var hennar eigið öryggi í hættu. Annað hvort gleymdi móðir hennar henni með öllu eða návist hennar ein gerði hana æsta og hún undraðist hversvegna. — Þú hefur ekkert að óttast, sagði Angelique bliðlega við hana. — Ég skal ekki yfirgefa þig barnið mitt og þú munt alltaf íinna mig hjá þér meðan þú þarfnast mín. Þú hefur líka kynnzt þvi hvað óham- ) 22 VIKAN 24-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.