Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 36
 STÍGVÉLIN ERU ÓDÝR OG ENDINGARGÓÐ. HEVEA LJTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND. Heildsölubirgðir: H. J. SVEINSSON HF., Gullteig 6 - Sími 83350 Hollenzk Kvenstígvðl, karlmannaslfgvél, sjóstígvél, dpenggastígvél, barna- stígvél. En svo, þegar hún sá fyrir- litningarsvipinn á Vincent, bætti hún við með afsökunarróm: — Ég átti ekki við þetta, ég meinti alls ekki það sem ég sagði. Ég er bara ekki farin að venjast hon- um, mér fannst þetta vera eitt af börnunum.... Vincent greip um stólarminn svo hnúarnir hvítnuðu. — Hélztu að þetta væri eitt af börnunum. Hamingjan hjálpi þér, Pála, þetta er api! — Við fengum hann gefins, sagði hún, vandræðalega. — Ætlarðu að láta hann sitja þarna uppi? spurði Vincent og reis upp til hálfs. — Mér finnst þetta lífshættulegt. — Nei, nei, sagði Pála. — Svona nú, Kincaid, góður api — komdu nú niður. En Kincaid skemmti sér kon- unglega og hélt áfram að róla sér í ljósakrónunni. Vincent stóð grafkyrr og horfði ýmist á Pálu eða apann. — Ég ætti kannski að skila honum aftur á morgun, sagði Pála vesældarlega. Já, það ættirðu sannarlega að gera, sagði Vincent, og yfirveg- aði hvort hann ætti að hætta á það að setjast aftur. — Þú getur ekki með nokkru móti haft svona skepnu innan dyra. Þú sérð hvernig hann hengir sig allsstað- ar, jafnvel í ljósakrónurnar. — Þú ert ekki þannig gerð að þú getir verið þekkt fyrir þetta. — Nei, ég er víst ekki þannig, hugsaði Pála, — ég er líklega ekki sú manngerð....... Hún var heldur ekki sú mann- gerð sem lét tiltölulega ókunna menn kyssa sig. — Mér finnst ég hafa þekkt þig alla ævi, hvíslaði Charlie í eyra hennar. — Ég hugsa um þig fimmtíu sinnum á dag, en aldrei dettur mér í hug að þú sért ókunn manneskja. Pála var alveg utan við sig. Hún var ákveðin í að skila Kin- caid til eigandans, en Charlie Elderbridge kyssti 'hana svo oft, að bæði kossarnir og augnaráð hans setti hana alveg út af lag- inu. — En ég get hreinlega ekki haft apann klifrandi um allt hús- ið, sagði hún. Charlie leit á hana um stund. — Það liggur í augum uppi að þú getur það ekki, sagði hann hughreystandi. — Við byggjum bara hús handa honum úti í garðinum. Vincent horfði út um gluggann og virti fyrir sér byggingafram- kvæmdirnar í garðinum. — Ég átti nú ekki við að þú létir byggja hús handa apanum. Ég átti við að þú losaðir þig alveg við hann. — Pála. Hann andvarpaði. — Ég neita því ekki að apar geta verið skemmtilegir. En það er ekki hægt að treysta þeim, maður veit aldrei hverju þeir finna upp á. Það er nefnilega það, hugsaði Pála. Þeir eru aðlaðandi, óá- byggilegir, ástúðlegir og skemmtilegir félagar. Einmitt eins og Charles Elderbridge, því auðvitað er það hann sem við erum að tala um, — við erum að tal:a um sambúð með skemmtilegum vitfirring. — Það þarf alveg sérstak fólk til að umgangast apa, sagði Vin- cent, — það þurfa helzt að vera einhverjir vitleysingar. — Líklega, tautaði Pála með sjálfri sér. Síminn hringdi og rauf þögn- ina, sem var orðin dálítið vand- ræðaleg. Þetta var nágranni Pálu frú Rousch, og hún var mjög æst. — Það er api í trénu fyrir ut- an baðherbergisgluggann hjá mér. Hann heldur á skjalatösku. Ég held að þetta sé örugglega api. — Drottinn minn, sagði Pála við Vincent. — Kincaid situr í linditrénu hennar frú Rouseh og er með skjalatösku.... — Skjalatöskuna mína! Vin- cent hljóp á dyr. — Og öll skjöl- in mín! Hún rakst á Vincent sem var á leið inn aftur. — Ég verð að ná í stiga. Hann situr núna upp á bílskúrnum með skjalatöskuna mína. — Stiginn er í verkfæraskúrn- um. Ég verð að hringja.... Þegar Charlie Elderbridge kom var Vincent kominn hálfa leið upp í stigann, frú Rousch sat í svefnherbergisglugganum og sussaði á Kincaid, en Kincaid var búinn að flytja sig yfir í kirsuberjaeré og sat þar og kast- aði pappírsörkum í allar áttir, blað og blað eða heilan bunka i einu. Fjöldi áhorfenda hafði safnast saman við garðshliðið og horfðu á þennan skemmtilega eltingaleik af áhuga. Pála stóð inni í sínum garði, tilbúin til að taka Kincaid, ef honum þóknaðist að snúa við. Þetta var allt svo vandræðalegt að hún þorði varla að horfa á það, — en um leið var það .... — Þetta er það skemmtileg- asta sem ég hefi séð, sagði Char- lie og skellihló. — Uss-s, hvæsti Pála, — ég skammast mín svo að ég vildi að jörðin gleypti mig. — Ó, Pála, það er ekki hægt að hlaupa frá vandræðunum, eins og maður hleypur frá sjálf- um sér. Það heyrðust köll og húrra- hróp frá hliðinu, þegar Vincent var búinn að reisa stigann upp við kirsuberjatréð. — Þú kemst ekki einu sinni undan reiði nágranna þinna, þeg- ar apinn þinn gerir skammar- strik! bætti Charlie við. — Þetta er ekki minn api, sagði Pála. — Ég er uppgefinn á honum, hann hefir sett allt mitt líf á annan endann. — Ertu nú viss um að það sé apinn ....? spurði Charlie lágt, og hallaði sér ískyggilega nálægt henni. Daginn eftir hafði Vincent ekki ennþá fundið þriðju síðu í ræðu sinn. Hún var algerlega horfin. Til þess að mýkja skap hans 36 VIKAN 24-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.